Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
31.1.2008 | 15:51
Pollýana á fundi um kynjakvóta!
Eftir hverju er verið að bíða? Í áratug eða meira hefur verið ljóst að lagasetning er nauðsynleg. Við erum með margra alda innbyggðan karlahegðunarkvóta sem breytist ekki svo auðveldlega.
Auðvitað á að binda kynjakvóta í lög? Fundir breyta engu um þetta og allt tal fram og aftur breytir engu um fjölda kvenna í stjórnum fyrirtækja. Við hugsum okkur ekki til jafnræðis. Við framkvæmum til jafnræðis við gerum eitthvað. Hvað ætlum við að hugsa lengi áður en við framkvæmum með lagasetningu. Hvar eru konurnar annars með alvöru kröfur og alvöru aðgerðir gegn þessari framkomu mannkynsins gagnvart þeim?
Jæja, sjáum til hvað gerist á næstunni en Pollýana breytir engu án lagasetningar.
Kynjakvóti bundinn í lög? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.1.2008 | 15:04
Ísrael - verndað af Bandaríkjunum!
Varlega, ofurlega nett er tipplað að venju þegar Ísrael er annarsvegar. Mælt er með að ísraelski herinn endurskoði reglur um klasasprengjur! Þessar sprengjur sem liggja og bíða og dreifast svo um allt í tugatali. Enn er talið að um 1. milljón klasasprengja sé ósprungin í Líbanón. Hér eru vist um mistök að ræða að háflu Ísraelsmanna? Mistök - nei alldeilis ekki grimmd Ísraelsmanna er þekkt og ég hef enga trú á mistökum í þessu sambandi. Klasasprengjur er grimmdarvopn sem bítnar á saklausum borgurum sem öll stríð auðvitað gera.
Bandaríkin halda hlífiskildi yfir framgang Ísraels og bera í raun ábyrgð á endalausu stríði fyrir botni Miðjarðarahafs. Ástandið hjá Palestínumönnum er ólýsanlegt og Múrinn sem er kominn skýlaust brot á mannréttindum! En Bandaríkin kinka kolli og ekkert er að gert. Og enginn stendur upp af krafti fyrir Palestínu!!!!! Eitthvað svo máttlausar tilraunir sem eru gerðar þarna af hálfu umheimsins!
Er ekki kominn tími til að Ísland geri háværari kröfur um að Bandaríkinn hætti að lengja stríðið og leyfi friðarviðræðum að fara fram á eðlilegum forsendum án íhlutunar þeirra.
Ísraelski herinn endurskoði notkun klasasprengja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2008 | 15:35
Sirkus á bláþræði!?
Það hefur lengi staðið til að rifa Sirkus á Klapparstíg, Hljómalindarhúsið á horni Klapparstígs og Laugavegar og Laugaveg 19. Höfum við ekkert lært frá Torfusamtakamótmælunum á sínum tíma? Framtíðin liggur í fortíðinni! Án gærdagsins verður engin morgundagur allt þetta er staðreynd og á við um allt sem snertir líf okkar og hefur áhrif á það.
Umhverfið er hluti sögunnar og mótar okkur. Húsin í bænum skipta svo miklu máli. Gömlu húsin með sál sem róar, hughreystir og hleypir sólina alla leið niður á götu. Um leið og farið er aðeins neðar við Klapparstíg og Vatnsstíg koma turnarnir og mennirnir verða litlir og sólin hverfur.
Hef oft staðið á horni Klapparstígs og Laugavegar og séð fyrir mig stóra glerbyggingu allt í kringum Þessi gömlu hús. Glerhús Laugavegs- og Klapparstígsmeginn og á baklóð þessara húsa. Þarna í þessu nýtísku gleri standa svo þessi hús og njóta skjóls og í öllu hinu rýminu gætu verið smáverslanir og gróðurhús. Rómantík er enn leyfð sk. lögum og ég held að við ættum að snúa okkur að henni og varðveita söguna með ívafi af nýjum hugmyndum um nýtingu húsa og lóða.
Vilja að Klapparstíg 30 verði þyrmt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.1.2008 | 16:18
Augnablikskikkið!
Útrás fyrir mig fann að hér fékk ég kikkið. Að skrifa er leið til að losna frá öngþveiti eigin hugar.
Er ekki komið nóg af hraða og ráðaleysi. Kominn tími til að staldra við, taka nokkur skref afturábak og horfi yfir stöðuna. Er útsýnið eins og við viljum? Eða er það í besta falli skipulagt öngþveiti? Er ekki komið nóg af skammtímalausnum vegna óþólinmæðis og ótta við að breytingar. Einn stærsti vandi okkar er að stjórnmálafólk þorir sjaldnast að taka ákvarðanir sem ná yfir lengri tímabil en fjögur ár. Þessi vandi er til staðar t.d. í Svíþjóð og fleiri nálægum löndum. En fátt er meira gleðjandi en fólk sem er að vinna að sínum hjartans málum af fylgni í tilfinningarhita. Óháð hvað það starfar við eða hvort útkomansé persónulega hagstæð. Okkur ber of sjaldan gæfu til að meta lífsgæði okkar útfrá rétti þeirra sem á eftir okkur koma til jarðarinnar í þolanlegu ástandi. En þegar við gerum það heilshugar erum við að leggja gróða inn á bók fyrir okkur og afkomendur okkar.
Skortur á stjórnunarlegs hugrekkis er að eyðileggja miðbæ Reykjavíkur. Húsafriðunarnefnd er að bjarga því sem bjargað verður. Furðu sætir hversu mörgum húsum átti að rífa vegna nýrra steypuklumpa. En flestum er ljóst að eftir verndun og uppbyggingu þessara húsa verður miðbærin eftirsóknarverður og ekki léleg eftirlíking af samanreknum verslunarkjarna. Hver vill hörmunga eins og nýja Borgartúnið en miðbærinn er á þessari leið ef ekkert verður að gert.
Auðvitað á að leggja Geirsgötuna alla leið í stokk. Auðvitað á að leggja Miklubrautina í stokk og Sundabrautina. Auðvitað á að fjarlægja bíla af yfirborðinu á þessum stöðum. Kostar meira? Nei sparnaður ef litið er til lengri tíma og allt land sem mun nýtast okkur fyrir gras og allskonar lífsgleðjandi starfsemi. Okkur tekst sjaldan að líta til framtíðar sjá heildarsýn þegar ákvarðanir eru teknar.
Fátt er vekur meiri furðu en talin gjafmildi stjórnvalda vegna forvarnarstarfsemi. Staðreyndin er sú að ótrúleg skammsýni, þröngsýni er í rörasýn peningavaldsins varðandi þessi mál. Miðað við talin gróða ríkisins af sölu áfengis og tóbaks er það sem lagt er til forvarna ekki einu sinni broslegt. Ef kostnaður vegna afleiðinga áfengis og annarra vímuefna á samfélagið er metið þá er það óbætanlegt tjón sem er í gangi. Grátlega af undarlegu metnaðarleysis er staðið að fræðslu (lífsleikni) sem ætti að vera stöðug í gegnum allt skólaferlið. Samtök sem starfa sem bráðavaktir fyrir fíkla og fjölskyldur þeirra njóta skilnings er sagt. En reyndin er að það er meira talað en framkvæmt. Fleira fólk þarf vegna ráðgjafar til foreldra, unglinga og skóla/fyrirtækja. Heildarstefnu vantar, alvöru fjármagn og fjöltækari úrræði í meðferðarmálum. Fjármálaöflin verða að fá heiðarlegri ráðgjöf af raunveruleika fólks og þora að hlusta á samvisku sína og framkvæma. Hvað er annars Lýðheilsustöð að gera?
Græðgisvæðingin, að kaupa hamingju, augnablikskikkið hefur verið aðalstefið hjá þeim sem ráða alltof lengi. Að líta lengra en á augnablikið er erfitt og þjóðin öll komin í augnabliks gírinn. Framtíðin hún er á ábyrgð þeirra sem við henni taka !
Húsnæðismálin eru í lamasessi. Og ekki verður séð að sú grundvallarbreyting sem er nauðsynleg sé á leiðinni. Afnotaréttur fólks af húsnæði er svo óöruggt og dýrt að eina leiðin er að vinna meira sem svo kostar veikindi og hefur áhrif á heilbrigðiskerfið og fleira. Því allt helst í hendur lífið er ein heild ekki bútasaumsteppi sem eftir á að tengja saman.
Hátæknisjúkrahús? Í íbúðabyggðinni í Þingholtunum var ákveðið að byggja ófreskju. Með þúsundir manna og bíla þar sem ekkert pláss er. Hvað er verið að hugsa? Má ekki nota svæðið í annað t.d íbúðir? Hátæknisjúkrahúsið á auðvitað að vera í Fossvoginum oeins og danskir ráðgjafar sögðu en kanski hluti við Hringbraut og að sjálfsögðu göng í gegnum Öskjuhlíð.
Viljum við þetta vaktafyrirkomulag sem tíðkast í dag? Vinna 12 klst. vaktir í kanski sjö daga eða lengur og svo þriggja daga frí. Frí sem fer mestmegnis í að sofa og ná áttum. Er ekki opnunartími verslana kominn í tóma vitleysu. Vörurnar verða bara dýrari með þessu móti. Vaktafyrirkomulag heilbrigðisstétta virðist þurfa endurskoðunar og þessvegna vaktafyrirkomulagið allt. Hvaðan kemur það eiginlega, hver er þörfin fyrir svona lagað? Líklegt verður að teljast að afköst óánægðra/þreyttra starfsmanna minnki og verði óvandaðri. Frítíminn fólks í vaktafyrirkomulagi verður ekki eins marksviss milli vakta. Og ruglar auk þess öll mannleg samskipti bæði við fjölskyldu og aðra. Hækkun dagvinnukaups, breytt manneskjulegt fyrirkomulag á vinnutíma eykur afköst og gefur okkur uppbyggilegri frítima með fólkinu okkar. Þarna ættu verkalýðsfélögin að koma inn og semja. Um raunverulegar kjarabætur sem gagnast starfsfólki og vinnuveitendum.
Okkur tekst sjaldan að líta til framtíðar sjá heildarsýn þegar ákvarðanir eru teknar. Tímaleysið er að fara með augnabliks hamingju okkar. Allt í einu höfum við misst af augnablikinu -stætóinn fór framhjá! Og augnablikskikkið er fyrir löngu búið!
26.1.2008 | 13:22
Verndum fortíðina - sýnum henni virðingu!
Góð niðurstaða í aðþrengdri og erfiðri stöðu. Líst best á hugmyndir Torfusamtakana að uppbyggingu þessara húsa. Ég er fullviss um að þegar þetta verður klárað verða allir ánægðir og taka gleði sína aftur. Furðulegt er hversu lengi fólk hefur verið að stöðva niðurrif þessara húsa. Furða óskipulag það sem hefur verið á heildarstefnu í þessum málum. Algjör skortur yfirvalda á heildarsýn húsfriðunar og að mál séu afgreidd og kláruð tímanlega svo vissa skapist um stöðu mála. Sýnishornastefnan, gömul hús verða eins og hálftannlaus brosandi einstaklingur, þegar eitt og eitt á stangli er skilið eftir!! Erlendis eru heilu hverfin byggð eftir c.a. ´70 rifin og byggt aftur eftir eldri teikningum og ljósmyndum. En við nei og nei blinduð af græðgi og óttinn við að stjórna í andstöðu við peningaöflin er öllu yfirsterkari. Litla húsið með stóra hjartað er það sem vernda verður fyrir framtíðina.
Við erum sem sagt enn í miðri græðgisvæðingu frá áttundaáratug síðustu aldar. Alveg ótrúleg skammtímahugsjón er ríkjandi í Reykjavík. Enda er minnimáttarkennd og þörf fyrir að sanna framför og afneita tímabilið í torfhúsunum ótrúlega sterk í huga okkar. En hverjir bera ábyrgð á þetta ástandsleysi húsaverndunar i miðbæ Reykjavíkur? Auðvitað þeir sem kosnir eru til ábyrgðar. En líka við borgarbúar sem látum þetta viðgangast beygjum okkur í duftið frá rifnum húsum. Að við skulum vera 30 árum á eftir í friðunarmálum erlendis í augljóst. En áfram skal halda og enn er hannað eftir hugmyndum um að rifa og byggja nýja byggð. Alltaf of stóra og of fjölmenna oftast alveg úr tengslum við eldri byggð og lífið sem þar þrífst. Hættum þessu núna og gefum okkur manneskjulega borg sem byggir á verndum og virðingu fyrir því sem var. Látum ekki minnimáttarkennd vegna fortíðarinna ráða för. Minna er oft meira en við höldum og dýrmætara en okkur grunar. Torfhúsin og bárujárnsklæðningin er það sem hélt okkur heitum og heilum - verum stolt af þeim.
Ég vil ekki borg af steypu ofan á steypu nýtt skuggahverfi þar sem ekki sést til sólar. Í gamla Skuggahverfinu sá gangandi fólk til sólar.
Borgin kaupir Laugaveg 4 og 6 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.1.2008 | 15:02
Hugmynd f. nýjan leikhússtjóra?
Um leið og ég óska okkur til hamingju með nýjan stjóra í L.R. er hugmynd að velkjast innra með mér. Drög að tragi/komisku verki byggt á síðustu atburði hjá borgarstjórn. Getur verið allt í senn sorgar- gleðiverk með sakamálaívafi byggðu á spennu- lygavef allt dregið áfram af græðgi og valdabaráttu.
Við getum allaveganna átt von á góðu miðað við reynslu Akureyringa af Magnúsi Geir. Aldrei að vita nema þetta verk komi til og upp á fjalir leikhúss en ekki Ráðhúss þar sem það á eiginlega heima í veröld grímunnar og orðaleiksins.
Magnús Geir ráðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2008 | 14:55
Glumrugangur í Ráðhúsi!
Það á enn eftir að sjá hvort kalla megi þetta "nýtt samstarf" þennan bræðing sem varð til í gær. Eftir fréttir gærdagsins situr eftir vonbrigðarupplifun innra með mér. Hvað gerist næst? Hverjum er eiginlega treystandi í stjórnmálunum. Ég kýs fólk til að vinna að framgangi allra í borginni og fæ fólk sem vinnur að eigin framgangi. Hugsjónasnauður og sundraður Sjálfstæðisflokkur og Óháður stakur Frjálslyndur plotta í reyklausum bakherbergjum engum til gagns. Eftir stendur vantrú á stjórnmálamenn og það sem þau standa fyrir.. Ekki gott, bara vont og það að halda að svona vinnubrögð eins og gærdagsins eða þau sem voru áður tengd REI málinu skili árangri er ótrúlegur barnaskapur. Þetta veldur aðeins vonbrigðum og vantrú á heilindum þeirra sem tala sem mest um að þetta sé nú fyrir kjósendur en hafi ekkert með eigið valdabrölt að gera. Óheilindin eru það versta sem eftir standa þegar svona er staðið að málum. Hverjum er eiginlega hægt að treysta. Ég er ekki fifl sem trúi öllu bullinu sem vellur út þegar réttlæta á eigin flumbrugang og valdagræðgi. Get alveg séð að hefndarhugur og sært stolt hafa stjórnað aðgerðum. Nýji verkefnalistinn var ósköp venjulegur áherslu/minnislisti sem hver sem er í hvað flokki sem er hafði getað skrifað. Almennt orðaður loforðalisti sem þessvegna getur engan svikið.
Var farinn að slaka á með nýjum meirihluta þegar þetta ríður yfir sem reiðarslag. Rúmir 100 dagar sem lofuðu góðu sem lofuðu nýjar áherslur og manneskjulegri nálgun. Það var aðeins meiri tilfinning í stjórnmálaumræðunni þessa 100 daga.
Mér sem kjósenda er sýnd vanvirðing með yfirborðskenndri réttlætingu á vinnubrögðum síðustu daga. Væri nær að nýjir stjórnendur með Sjálfstæðisflokki í fararbroddi töluðu bara af einlægni um ástæður þessarar aðgerðar. Sjálfstæðismenn virðast hafa verið að bjóða Borgarstjórastólinn til hægri og vinstri síðustu mánuði og loks kokgleypti nýkominn fiskur agnið. Af einhverjum ástæðum hef ég ekki trú á nýja hópinn. Eitthvað of slétt og fellt við einslitan hóp Sjálfstæðismanna og einhver skortur á sannfæringarkrafti hjá þeim óháða. Það vantar tilfinningar í nýjan meirihluti vantar tilfinningastjórnmálamanninn með glampan í augunum og hjartað á borðinu. En sá leyndist nefnilega inn á milli hjá 100 daga meirihlutanum.
Hvernig stendur á því að kjósendur virðast lítið hafa með það að gera hver stjórnar borginni?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2008 | 16:43
Fyrirmyndar vinnubrögð!
Sjaldgæfur fyrirmyndaratburður gerist hér hjá Sigursteini og Hafdísi Gísladóttur. Að standa og falla með sínum hugmyndum og skoðunum og taka ábyrgð er fátíður atburður hér á landi. Yfirleitt komast flestir upp með of margt sbr. í stjórnmálum þar sem ábyrgðin er týnd og hugsjónin farin lönd og leið. Og við kjósendur leyfum þessu lóttóhjóli okkar að snúast endalaust í von um vinning.
Ég óska þeim til hamingju með þetta og vonandi verður þetta til þess að ástæður þessara afsagna verða skoðaðar og eitthvað gert í þessum að því virðist innbyggða vanda hjá Hússjóði. Spilin lögð á borðið og opin úttekt gerð á Hússjóði ÖBÍ. Aðeins þannig er hægt að laga þetta og halda þessu góða verki ÖBÍ áfram. Ljóst er að allstaðar er hægt að taka til og endurskoða og bæta vinnureglur.
Sigursteinn segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.12.2007 | 08:52
Náttúran njóti vafans!
Já, dýrt að leggja rafmagnslínur í jörð? En hvernig á að meta það af sanngírni? Þessi heildar milljarða kostnaður sem Samtök atvinnulífsins tala um virðist metin út frá þeirra hlið? Hvað er ósanngjarn skattur? Auðvitað leggst þetta á bæði framleiðandi og notenda. það er öllum ljóst að þessi umverfisstefna hefði átt að byrja fyrir löngu. Ég lofa ykkur, þetta verður allt dýrara og hugsanlega ógerlegt eftir fáein ár!!
Við erum alltaf á eftir í umhverfisvernd. Við að grafa þessar línur niður verðum við að sjálfsögðu að leggja mat á sjónmengunina frá öllum þessum loftlínum sem hverfur, geislar frá línum sem hverfa líka og svo er það kostnaðurinn við að reisa loftlínurnar sem þarf að draga frá og þessir liðir vega örugglega vel allt upp í þennan útlagða 300. milljarða kostnað. Bara þarna er þrir liðir sem koma til frádráttar tölu S.a. Og með því að leggja línur í jörð er ég sannfærður um að tekjur okkar aukast þegar ferðamönnum fjölgar til að skoða þetta fagra ómengaða land. Ég vil ekki þessar línur um allt landið og ég veit að umhverfisvernd kostar. En að falsa umræðu með þessum hætti er ekki til sóma fyrir neinn. Þetta er gamaldags, úrelt umræðuform þar sem lagst er í skotgrafir og málefnið skoðað en aðeins varlega "réttu" megin frá. Hvernig við verðleggjum ómengaða sjónlínu og almennt ómengaða fegurð er svo annað mál. En allt er þetta að verða mikilvægara og ráðamenn verða að skoða málin í heild (ekki í hagstæðum bútum) fyrir okkur en líka af mikilli ábyrgð fyrir komandi kynslóðir.
Dýrt að grafa raflínur í jörðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.12.2007 | 10:07
Frábær mengunarverðlaun, en margt vantar!
Gott að heyra um eitt verðlaunasætið enn fyrir Ísland. En er það bara mér sem finnst að raunveruleikinn týnist í meðaltalstölum og yfirborðsfegurð?
Litlu hlutirnar ganga erfiðlega hjá okkur. Flokkun heima, hjá fyrirtækjum og ekki síst hjá því opinbera. Hvað ætli Umhverfisráðuneytið geri við ruslið sitt? Eða önnur ráðuneyti. Fyrirmyndir okkar verða að vera á undan annars gengur ekkert að ala okkur upp!
Mín skoðun er eftirfarandi; Fjármagn er til staðar enda skilar flokkun sorps og vandaður frágangur rusls góðan arð í hreinna og betra landi og hreinna lofti. Gerum það auðveldara að flokka með ókeypis tunnum við fjölbýlishús og t.d. við annað hvert annað 10 íbúða húsabil.
Frítt í grænar tunnur fyrir flokkað rusl. Og auglýsingaflóð til okkur og til alla sem skila rusli út í samfélagið. En í endurvinnanlegu formi og tali!
Opinberir aðilar eiga að taka frumkvæðið og vera fyrirmyndir og þetta skilar meira arði en það kostar. Miskilin níska háir stjórnendum flestra fyrirtækja og opinbera stjórnendur. Framsækið fólk sér arðinn í bjarta og hreina framtíð.
Ísland í fremstu röð í umhverfismálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |