Ísrael - verndað af Bandaríkjunum!

Varlega, ofurlega nett er tipplað að venju þegar Ísrael er annarsvegar.  Mælt er með að ísraelski herinn endurskoði reglur um klasasprengjur!  Þessar sprengjur sem liggja og bíða og dreifast svo um allt í tugatali.  Enn er talið að um 1. milljón klasasprengja sé ósprungin í Líbanón. Hér eru vist um mistök að ræða að háflu Ísraelsmanna? Mistök - nei alldeilis ekki grimmd Ísraelsmanna er þekkt og ég hef enga trú á mistökum í þessu sambandi.  Klasasprengjur er grimmdarvopn sem bítnar á saklausum borgurum sem öll stríð auðvitað gera.

Bandaríkin halda hlífiskildi yfir framgang Ísraels og bera í raun ábyrgð á endalausu stríði fyrir botni Miðjarðarahafs.  Ástandið hjá Palestínumönnum er ólýsanlegt og Múrinn sem er kominn skýlaust brot á mannréttindum! En Bandaríkin kinka kolli og ekkert er að gert.  Og enginn stendur upp af krafti fyrir Palestínu!!!!! Eitthvað svo máttlausar tilraunir sem eru gerðar þarna af hálfu umheimsins!

Er ekki kominn tími til að Ísland geri háværari kröfur um að Bandaríkinn hætti að lengja stríðið og leyfi friðarviðræðum að fara fram á eðlilegum forsendum án íhlutunar þeirra.


mbl.is Ísraelski herinn endurskoði notkun klasasprengja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband