Fyrirmyndar vinnubrögð!

Sjaldgæfur fyrirmyndaratburður gerist hér hjá Sigursteini og Hafdísi Gísladóttur.  Að standa og falla með sínum hugmyndum og skoðunum og taka ábyrgð er fátíður atburður hér á landi.  Yfirleitt komast flestir upp með of margt sbr. í stjórnmálum þar sem ábyrgðin er týnd og hugsjónin farin lönd og leið.  Og við kjósendur leyfum þessu lóttóhjóli okkar að snúast endalaust í von um vinning.

Ég óska þeim til hamingju með þetta og vonandi verður þetta til þess að ástæður þessara afsagna verða skoðaðar og eitthvað gert í þessum að því virðist innbyggða vanda hjá Hússjóði.  Spilin lögð á borðið og opin úttekt gerð á Hússjóði ÖBÍ.  Aðeins þannig er hægt að laga þetta og halda þessu góða verki ÖBÍ áfram.  Ljóst er að allstaðar er hægt að taka til og endurskoða og bæta vinnureglur.


mbl.is Sigursteinn segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svandís Rós

Algerlega sammála þér, svona heiðarlega framkomu vil ég sjá oftar! Sigursteinn hefur virkilega unnið sína vinnu og verið sjálfum sér trúr. Óska honum alls hins besta! ÖBÍ missir mikið...

Svandís Rós, 11.1.2008 kl. 19:00

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Í grundvallaratriðum sammála þér en þar sem ég sat þennan fund verð ég að leiðrétta ákveðinn misskilning.

Sigursteinn er mjög stór í öllu sem hann gerir bæði vel og illa - en þetta eru hrein og klár mistök hjá honum að hlaupa nú í burtu -bara fyrst hann fær ekki að handvelja sjálfur hvern og einn einasta mann í stjórn Brynju heldur þurfti hann að sætta sig við að stjórn ÖBÍ vildi að 1 af alls 6 stjórnendum Brynju (að meðtöldum framkvæmdastjóra og fulltrúa félagsmálaráðuneytis) yrði þar áfram til að varðveita þekkingu og reynslu á milli gömlu og nýju stjórnarinnar.

Allir í aðalstjórn voru sammála um að gjörbreyting þyrfti að verða á - en ágreiningurinn var um hvort enga reynslu og þekkingu ætti að flytja til nýju stjórnarinnar frá gömlu stjórninni eða hvort einhverja reynslu og þekkingu skyldi varðveita. Sigursteinn stakk uppá 4 nýjum fulltrúum ÖBÍ á fundi aðalstjórnar undir liðnum „önnur mál“ í desember. í aðalstjórn þótti vafasamt að enginn af 6 stjórnendum Brynju yrði þar áfram. Fyrir dyrum stóð að skipta um framkvæmdastjóra, fulltrúi félagsmálaráðherra var nýr og nú vildi Sigursteinn skipta um alla 4 fulltrúa ÖBÍ og meðal þeirra 4ra sem hann stakk uppá og vildi þá ekki víkja frá var framkvæmdastjóri stærsta fasteingnafélags landsins en miklir hagsmunaárekstrar þóttu þar fyrirsjáanlegir.

En desemberfundi var nú frestað enda málið algerlega nýtt og ókynnt. Nýr fundur var ákveðinn þann 10 jan. 2008. Þegar til kom setti Sigursteinn upp mikla dagskrá fyrir fundinn þann 10. jan og boðaði ekki aðeins aðalstjórnarfulltrúa heldur einnig bæði formenn og framkvæmdarstjóra aðildarfélaganna þó aðeins aðalstjórnarfulltrúar ættu atkvæðisrétt. 

Þegar kynningu á hugmyndum örorkumatsnefndar lauk sem fengu verulegar efasemdir kom að kjöri 4ra fulltrúa ÖBÍ í 5 manna stjórn Sjálfseignarfélagsins Brynju-hússjóðs.

Enn ítrekaði Sigursteinn fyrri tillögu sína sem fólu í sér að engin þekking og reynsla yrði flutt milli stjóranartímabila og hann persónulega réði öllum 4rum fulltrúum ÖBÍ þar sem auk 4ra fulltrúa ÖBÍ væru í stjórn nýr fulltrúi ráðherra og nýr  framkvæmdasjtóri.

Sterkar óskir voru því uppi um að  einhver frá fyrri stjórn yrði áfram. Hjá mínu aðildarfélagi er að það stefna að skipta aldrei um alla í einu í stjórn. Fyrir mig var því ákvörðunin einföld að styðja ekki tillögu sem fæli í sér að skipt yrði um alla stjórnarmenn í einu og þar með að öll innri þekking glataðist.

Sigursteinn hefur því miður áður sagst ætla að hætta ef hann fengi ekki að ráða hverri mús og hverju máli um borð hjá ÖBÍ - að lokum hlýtur að koma að því að hann fær ekki að reka alla og vela alla allstaðar og ef það kostar að hann hættir verður svo að vera. Menn verða að hafa einhvern félagsþroska til að gegna formennsku í stórum samtökum. - Sigursteinn hefur marga stóra kosti en félagsþroski er ekki einn þeirra.

Helgi Jóhann Hauksson, 13.1.2008 kl. 03:02

3 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Ég vildi nú bara grípa tækifærið og óska þér gleðilegs árs og friðar. ég hlakka til að rekast á þig á förnum vegi!

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 17.1.2008 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband