Verndum fortíðina - sýnum henni virðingu!

Góð niðurstaða í aðþrengdri og erfiðri stöðu.  Líst best á hugmyndir Torfusamtakana að uppbyggingu þessara húsa.  Ég er fullviss um að þegar þetta verður klárað verða allir ánægðir og taka gleði sína aftur.  Furðulegt er hversu lengi fólk hefur verið að stöðva niðurrif þessara húsa.  Furða óskipulag það sem hefur verið á heildarstefnu í þessum málum.  Algjör skortur yfirvalda á heildarsýn húsfriðunar  og að mál séu afgreidd og kláruð tímanlega svo vissa skapist um stöðu mála.  Sýnishornastefnan, gömul hús verða eins og hálftannlaus brosandi einstaklingur, þegar eitt og eitt á stangli er skilið eftir!!   Erlendis eru heilu hverfin byggð eftir c.a. ´70 rifin og byggt aftur eftir eldri teikningum og ljósmyndum.  En við nei og nei blinduð af græðgi og óttinn við að stjórna í andstöðu við peningaöflin er öllu yfirsterkari. Litla húsið með stóra hjartað er það sem vernda verður fyrir framtíðina.

Við erum sem sagt enn í miðri græðgisvæðingu frá áttundaáratug síðustu aldar.  Alveg ótrúleg skammtímahugsjón er ríkjandi í Reykjavík.  Enda er minnimáttarkennd og þörf fyrir að sanna framför og afneita tímabilið í  torfhúsunum ótrúlega sterk í huga okkar.    En hverjir bera ábyrgð á þetta ástandsleysi húsaverndunar i miðbæ Reykjavíkur? Auðvitað þeir sem kosnir eru til ábyrgðar.  En líka við borgarbúar sem látum þetta viðgangast beygjum okkur í duftið frá rifnum húsum.  Að við skulum vera 30 árum á eftir í friðunarmálum erlendis í augljóst. En áfram skal halda og enn er hannað eftir hugmyndum um að rifa og byggja nýja byggð.  Alltaf of stóra og of fjölmenna oftast alveg úr tengslum við eldri byggð og lífið sem þar þrífst.  Hættum þessu núna og gefum okkur manneskjulega borg sem byggir á verndum og virðingu fyrir því sem var.  Látum ekki minnimáttarkennd vegna fortíðarinna ráða för. Minna er oft meira en við höldum og dýrmætara en okkur grunar. Torfhúsin og bárujárnsklæðningin er það sem hélt okkur heitum og heilum - verum stolt af þeim.

Ég vil ekki borg af steypu ofan á steypu nýtt skuggahverfi þar sem ekki sést til sólar. Í gamla Skuggahverfinu sá gangandi fólk til sólar.

 


mbl.is Borgin kaupir Laugaveg 4 og 6
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

EINMITT - nog plass fyrir steypu annars stadar.  K.kv. E.

Edda (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 14:25

2 identicon

Alveg sammála þér Percy.

Hef verið að hugsa þetta á svipuðum nótum og þú.

Kveðja af sjónum

Einar Örn Einarsson (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 11:57

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Gæti ekki verið meira sammála.

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.2.2008 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband