Sirkus á bláþræði!?

Það hefur lengi staðið til að rifa Sirkus á Klapparstíg, Hljómalindarhúsið á horni Klapparstígs og Laugavegar og Laugaveg 19.  Höfum við ekkert lært frá Torfusamtakamótmælunum á sínum tíma?  Framtíðin liggur í fortíðinni! Án gærdagsins verður engin morgundagur allt þetta er staðreynd og á við um allt sem snertir líf okkar og hefur áhrif á það. 

Umhverfið er hluti sögunnar og mótar okkur.  Húsin í bænum skipta svo miklu máli. Gömlu húsin með sál sem róar,  hughreystir og hleypir sólina alla leið niður á götu.  Um leið og farið er aðeins neðar við Klapparstíg og Vatnsstíg koma turnarnir og mennirnir verða litlir og sólin hverfur.

Hef oft staðið á horni Klapparstígs og Laugavegar og séð fyrir mig stóra glerbyggingu allt í kringum Þessi gömlu hús.  Glerhús Laugavegs- og Klapparstígsmeginn og á baklóð þessara húsa.  Þarna í þessu nýtísku gleri standa svo þessi hús og njóta skjóls og í öllu hinu rýminu gætu verið smáverslanir og gróðurhús.   Rómantík er enn leyfð sk. lögum og ég held að við ættum að snúa okkur að henni og varðveita söguna með ívafi af nýjum hugmyndum um nýtingu húsa og lóða.


mbl.is Vilja að Klapparstíg 30 verði þyrmt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Finnst þetta verðug hugmynd sem við ættum af alvöru að huga að!

Kæri vin - annars gott fyrir sálartetur að lesa bloggin þín.

Þín vinkona

Alma.

Sjálf með blogg - helgafell - við ættum kannske að gerast enn meiri sálarfélgar og gerast bloggvinir? 

Alma Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband