Náttúran njóti vafans!

Já, dýrt að leggja rafmagnslínur í jörð? En hvernig á að meta það af sanngírni?  Þessi heildar milljarða kostnaður sem Samtök atvinnulífsins tala  um virðist metin út frá þeirra hlið?  Hvað er ósanngjarn skattur?  Auðvitað leggst þetta á bæði framleiðandi og notenda.  það er öllum ljóst að þessi umverfisstefna hefði átt að byrja fyrir löngu. Ég lofa ykkur,  þetta verður allt dýrara og hugsanlega ógerlegt eftir fáein ár!!

Við erum alltaf á eftir í umhverfisvernd.  Við að grafa þessar línur niður verðum við að sjálfsögðu að leggja mat á sjónmengunina frá öllum þessum loftlínum sem hverfur,  geislar frá línum sem hverfa líka og svo er það kostnaðurinn við að reisa loftlínurnar sem þarf að draga frá og þessir liðir vega örugglega vel allt upp í þennan útlagða 300. milljarða kostnað.  Bara þarna er þrir liðir sem koma til frádráttar tölu S.a.  Og með því að leggja línur í jörð er ég sannfærður um að tekjur okkar aukast þegar ferðamönnum fjölgar til að skoða þetta fagra ómengaða land.  Ég vil ekki þessar línur um allt landið og ég veit að umhverfisvernd kostar.  En að falsa umræðu með þessum hætti er ekki til sóma fyrir neinn.  Þetta er gamaldags, úrelt umræðuform þar sem lagst er í skotgrafir og málefnið skoðað en aðeins varlega "réttu" megin frá.   Hvernig við verðleggjum ómengaða sjónlínu og almennt ómengaða fegurð er svo annað mál.  En allt er þetta að verða mikilvægara og ráðamenn verða að skoða málin í heild (ekki í hagstæðum bútum) fyrir okkur en líka af mikilli ábyrgð fyrir komandi kynslóðir.


mbl.is Dýrt að grafa raflínur í jörðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Percy, þú gerir þér væntanlega grein fyrir því að það hljótast líka af mikil náttúrspjöll að grafa strengi í jörð.  Í stað loftlína er nauðsynlegt að grafa upp svæði um 20-30 metra á breidd fyrir línurnar og það er óafturkræft.  Já, óafturkræft. Loftlínur er hægt að fjarlægja án þess að það sjáist að þar hafi verið línur en það sama gildir ekki um jarðstrengi !!! Þessar línur fara oft yfir viðkvæm landsvæði, sérðu fyrir þér sundurgrafin hraun og landsvæði?  Það er nú meiri náttúruverndin!  Þetta gleymist allt of oft í umræðunni.

Oli (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 09:04

2 Smámynd: Rúnar Ingi Guðjónsson

þú þarft að kynna þér málið betur.

Það þarf að virkja meira vegna þess að það fer svakaleg orka til spillist við að hafa háspennulínur niðurgrafnar á löngum vegalengdum.

Rúnar Ingi Guðjónsson, 21.12.2007 kl. 09:05

3 Smámynd: percy B. Stefánsson

sæll, takk fyrir upplýsingarnar.  En eins og ég sagði í greininni þetta kostar allt.  Og ef rafmagnið fer eitthvað til spillis við að vera í jörð verðum við að finna leið til að laga það og endurskoða svo alla rafmagnsnotkun okkar..

percy B. Stefánsson, 21.12.2007 kl. 09:11

4 identicon

já og fyrir utan allt jarðraskið við að grafa og jarðvegsskipta í kringum strengina auk þess að að það getur þurft marga skurði á sama svæði því að háspennu kaplar mega ekki liggja of nálægt hver öðrum.

samúel sigurjónsson (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 09:19

5 Smámynd: Rúnar Ingi Guðjónsson

já varðandi rafmagnsnotkununa, þar er ég sammála. íslendingar almennt eru "orkusóðar"

þar sem ég bý í danmörku um þessar mundir, þá sér maður þvílíkt orkubruðl er i gangi á íslandi. maður gengur í bænum sem um miðjan dag væri, svo mikil er lýsingin á íslenskum götum.

Rúnar Ingi Guðjónsson, 21.12.2007 kl. 09:24

6 Smámynd: Ester Júlía

GLEÐILEG JÓL KÆRI PERCY MINN. "sumir hverfa manni aldrei úr minni og hugsar maður oft og iðulega um viðkomandi" ;) KÆRLEIKSKNÚS FRÁ MÉR!!

Ester Júlía, 24.12.2007 kl. 11:13

7 Smámynd: Gísli Hjálmar

 

Ég vil óska þér og þínum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. Jafnframt þakka ég skemmtileg bloggviðkynni á árinu sem er að líða ...

kv, GHs

Gísli Hjálmar , 24.12.2007 kl. 11:56

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mér sýnist að þú hafir komið gagnlegri umræðu af stað. Þökk fyrir það og gleðilega hátíð.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.12.2007 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband