Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Lífsklukkan tifar hægt og hljótt áfram?

Allt heldur áfram einhvernveginn og líklega vonlaust að stöðva framrás timans.  Hef reynt það og gékk hálfílla!

Sumarið hefur verið! Eiginlega það,  já bara verið.  Móðursystir mín frá Stockhólmi kom í heimsókn.  Höfum ekki hist í átta ár.  Þegar hún kom út um hlíðið í Keflavík og gékk til mín fann ég að timinn hafði stöðvast. Átta ára aðskilnaður hvarf! Það var eins og við hefðum hist í gær - lífið er skrítið en svo gott stundum.  Hún er síðasta tengingin mín við fjölskyldu mömmu.  Sterkar minningar tengja okkur órjúfanlegum böndum.

Fórum m.a. til Akureyrar þar sem mamma og pabbi hvíla í kirkjugarðinum að Höfða. Áttum góða stund þar með bróður mínum og fórum svo í hvítlaukssteiktar gellur á Bautanum.  Þarna á miðbrekkunni var líf okkar til margra ára og minningarnar góðar.  Einhvern veginn er orðið auðveldara að minnast og sjá lífið eins og það var.  Góðar minningar um daga gelgjuáranna.  

Hitti konu um daginn sem sagði "Percy mannstu þegar" og ég man allt í einu sameiginlegt atvik fyrir norðan og hló,  þetta var skemmtilegt.  Sögur og aftur sögur sem brúa bilið milli nútíðar og þess sem var.  Ótrúlegt hvað kemst fyrir í þessu augnabliki!  Því þetta er eins og lítið brot úr ævi minni en samt fullt af miklu lífi.  Elska að rifja upp þennan tíma og sjá hvað allt hefur breyst en samt ekki.  Því á bakvið andleysi nútímans og hraða er þessi sama þrá og var!  Þrá eftir kærleika og athygli.  Þrá eftir að skipta máli að tilheyra.  

Ekkert hefur í raun breyst allt er við það sama og lífið tífar áfram eins og áður.  Og ef ég gæti mín ekki missi ég af lífinu ámeðan ég er að bíða eftir því.

Mér finnst gott að hægt og rólega vera til í deginum í dag.  Vanda mig og sýna umburðarlyndi og gæsku í návist annarra.  Það er yfirleitt gott að vera til en mér hættir til að gleyma því.  Ég þarf áminningu eins og aðrir!  

Ekkert skrítið að stofna eigi flokk innflytjenda!  Eðlileg afleiðing sinnuleysis okkar á því sviði sem og  öðrum.  Erum svolítið að fljóta sofandi að feigðarósi.  En tími er enn til að stöðva þessa framrás græðginnar og afskiptaleysis.  Tökum saman höndum og  sýnum kærleika í verki en ekki bara á borði.   Gerum eitthvað þvi lífið tifar áfram og áfram og allt í einu er dagurinn í dag orðinn að gærdeginum. 

Hver við erum, hvað við erum eða hver er trú okkar er mál mitt sem einstaklings.  Ég virði þig og þú mig? Kaup kaups annars verður klessa og átök.  Umburðarlyndi og kærleikur er það sem skiptir öllu.  


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband