Að flýja raunveruleikann?

Stundum reynum við um of jafnvel án þess að gera okkur grein fyrir því að stjórna aðstæðum og fólki í kringum okkur. Oft erum við svo hrædd við höfnun að við höfnum staðreyndum sem sitja á nefbroddinum.  Við erum fullkomlega ófær um að greina á millli,  sjá og viðurkenna að hugmyndum okkar en ekki okkur persónulega hefur verið hafnað. Kannast svo við þetta að hafa tekið öllu persónulega að geta ekki skilið á milli hugmynda minna og mig sem einstaklingi/manneskju. Var eiginlega ófær um heiðarleg og opin mannleg samskipti. Alltaf í hlutverki þess ósæranlega og skilningsgóða.  

Borgarfulltrúinn er hér spurður eftirfarandi og svarar "Hvað finnst Kjartani um að landsbyggðarmaður hafi sigrað í prófkjörinu í höfuðborginni?  ...  Ég hef ekkert nema gott um hann að segja...... lít ekki á sigur hans sem dóm yfir störfum þeirra borgarfulltrúa sem buðu sig fram í efstu sæti listans."

Ég fæ ekki séð að Kjartan hafi svarað spurningunni nema að hluta?  Af ótta við að særa sigurvegarann er fyrst talað um ágæti hans og svo til að hafna ekki sjálfum sér er staðreyndum snúið á hvolf.  Sýnist þetta vera dæmigert svar þess meðvirka sem sér allstaðar persónulega höfnun. 

Auðvitað er vera að hafna vinnu núverandi borgarfulltrúa með þessari niðurstöðu.  Vinnu þeirra og hugmyndum en ekki persónum.   Það er gott að viðurkenna staðreyndir skoða þær og athuga hverju ég þarf að endurskoða miðað við niðurstöðuna.  Hvað eru kjósendur að segja með t.d. að sitja flestir heima?  Ætti ég miðað við þetta að breyta um farveg fara nýja leið eða jafnvel hætta?

Þau sem vildu alvöru breytingar lentu í neðstu sætum! Og þau sem lentu í neðstu sætum voru konur! Er þetta allt tilviljun eða stefna Sjálfstæðisflokksins?  

Margt þarf að skoða þegar utan að komandi getur gengið inn og sigrað sitjandi borgarfulltrúa. 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Ekki dómur yfir borgarfulltrúum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband