Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
28.8.2008 | 11:20
Ný frétt um gömul sannindi!
Hvernig er hægt að birta svona frétt eins og um ný sannindi væri að ræða? Þetta hefur verið vitað frá upphafi má eiginlega segja. Auðvitað hafa félagslegir þættir áhrif á heilsufar fólks! Hvað er að ykkur?
Umhyggja frá fæðingu, matur, vatn, heilbrigðisþjónusta, húsnæði og menntun er hluti þessara þátta. En Alþjóðasamfélagið gerir lítið sem ekkert til að breyta þessu. Segja má að flest sé yfirborðsklór til að létta samviskuna. Mest allt fjármagnið fer í hernaðarbrölt sem við svo erum að taka þátt í.
Íslendingar hafa líka verið vel á eftir í stuðning við þróunarlönd þótt eithvað sé reynt að breyta því. Nei í þessu sem svo mörgu sem snýr að því að gefa af sínu þá gengur illa að framkvæma.
Félagsleg mismunun á Íslandi er líka til staðar en smátt talað um það. Hún er t.d. það að þetta er fámennt land vina og samherja sem sjá vel um sína. Of oft á kostnað almennings og réttlætis.
En hættum að birta svona fréttir eins og um ný sannindi væri að ræða.
Félagslegir þættir hafa áhrif á heilsufar fólks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.8.2008 | 09:48
Gleðitáradagur!
Það er svo gaman að vera saman í gleði og hamingju. Við eigum nóg af dögum vísitölu og dýrtíðar en sjaldnar leyfum við okkur að njóta hamingjunnar.
Ég hef fylgst með þessari atburðarrás og oftar en ekki hafa tár læðst fram. Birting hamingju eins og brosið og hláturinn. Aldrei er nægjanlega gert af svona sameiginlegum stundum sem eru bara þarna eiginlega af því bara og ekki vegna neins annars. Eins og ég heyrði sagt mánaðarlegar uppákomur yfir sumarið er nauðsynlegt. Við íslendingar erum alltaf að læra að sleppa meir og meir og leyfa okkur að njóta gleði augnabliksins. Ég er þakklátur öllum sem hafa lagt á sig þrotlausar æfingar til að gera þetta mögulegt.
Annað er svo að það virðist vera sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi ætlað að (mis) nota þennan atburð í pólítískum tilgangi og er það miður. Allt þetta pólitíska nöldur hefur aðeins skemmt fyrir nöldrarana og þá sem vilja ætið hengja hatt sinn á haus einhvers annars.
Njótum þessa alls án skilyrða um annað en hamingju augnabliksins í endurgjald. Svona blik eru dýrmætari en mörg orð og loforð um framtíðar glanstímakjörtímabil. Einn dag í einu í trú á bjartan morgundag er aðferð sem reynist flestum vel. Tak fyrir frábæran árangur og frábæran dag í gleði.
En hvar var Dorrit?
Orðuveiting á Bessastöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2008 | 10:13
Eignaupptaka verðtrygginarinnar? Sjálfskaparvíti?
Enn eru að koma fréttir um innlausn Íbúðalánasjóðs á íbúðum. Nú eru það leiguíbúðir fyrirtækja sem hafa rétt til að leiga út íbúðir.
Hvað ætli séu svo margir einstaklingar að missa íbúðir vegna lána hjá Íb. eða bönkunum?
Geðtruflun, afneitun á raunveruleikan hefur ríkt hér í mörg ár. Stattu þig maður, móttó sem þjóðin notar sama hvað kostar. En hvenær ætlar einhver flokkur að taka venjulegt fólk að sér? Hvenær á í raun að skoða rétt venjulegs launafólks til grunnöryggis í okkar samfélagi?
Hef í áratugi talað fyrir tveimur þáttum sem skapa öryggi, matur og húsnæði. En engin flokkur er með þetta af alvöru á dagsskrá. Hvað þá að framkvæmt sé af alvöru og trúverðugleika.
Engin segir við ætlum að sjá til þess að ákveðnir matarflokkar séu á viðráðanlegu verði miðað við lægstu laun.
Engin segir við skulum sjá til þess að engin borgi meir en 25 til 30% af tekjum vegna venjulegs húsnæðis.
Engin flokkur talar af ábyrgð og alvöru um lækkun á sér matvöruflokkum, viðráðanlega greiðslubyrði af einni venjulegri íbúð, afnám verðtryggingar af húsnæðislánum.
Engin talar um lengingu lánstíma húsnæðislána við byggjum ekki úr torfi í dag.
Engin talar um lagfæringu á vaxta- og húsaleigubótum og öllum tekjutenginum sem halda þessu í skefjum fyrir ríkið.
Engin flokkur er trúverðugur þegar rætt er um rétt fólks til öryggis í húsnæðismálum og rétt allra til hollrar matar á viðráðanlegu verði.
Hver ætlar að breyta þessu?
Sjóðurinn eignast fleiri íbúðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.8.2008 | 11:27
Eðlileg afleiðing stjórnleysisins!
Hvernig geta stjórnmálamenn almennt haldið að þeir geti sagt, gert og skrifað nánast hvað sem er og vinsældir haldist óbreyttir? Fáráðanlegar uppákomur síðustu mánaða og ára eru þannig að álit mitt er fyrir löngu komið niður fyrir núll markið. Stundum trúi ég hreinlega ekki mínum eigin augu og eyru. Verst er skorturinn á siðferði og þetta getuleysi til að hugsa um annað en að halda andlitunu.
Siðferðiskennd er engin og í valdabröltinu leiðir haltur blindan við hagsmunagæslu óttans. Einstaklingar í stjórnmálum koma oftar en ekki upp í valdastöður í gegnum ungliðahreyfingar með jafnvel gott nám meðferðis og svo áfram innan flokkana. Stærsti flokkur landsins er áberandi góður í þessum málum. En reynsluleysi þessa fólks af raunveruleikanum og óvani þeirra við að heyra eða þola orðið "nei" er að skapa ringulreið í stjórnmálum dagsins.
Borgarfulltrúar, ráðherrar og ábyrgðarfólk í nefndum sem farið hefur áðurnefnda leið er í sakleysi og reynsluleysi sínu að reyna sitt besta. En það er skelfilega lélegt þetta besta sem við sjáum frá þeim.
Þegar óttinn við sært stolt, að þekkingarskortur afhjúpist, getuleysið við að biðja um hjálp eða hlusta á ráðleggingar annarra stjórnar okkur þá er hrokinn og eigingirni vopnið sem dugar.
Nýjasta uppákoman sem snýr að siðferðiskenndinni er búseta eins borgarfulltrúans í Edinborg. Löglegt er sagt en algjörlega siðlaust finnst mér. Alveg sama þótt þetta hafa áður verið gert! Það réttlætir ekki áframhaldandi vitleysu og hroka gagnvart kjósendum.
Þegar orkan fer í að halda andlitunu uppi vegna ótta við að viðurkenna eigin takmörk þá er ekki von á góðri stjórnum. Við getum einfaldlega ekki öll allt en það er kostur að viðurkenna mistök og biðjast afsökunar. Það má skipta um skoðun, má segja ég veit ekki og óska efti aðstoð og upplýsingar. En það er eins og stoltið og hræðslan við þessa hluti sé öllu yfirsterkari. En hrokafullt valdabrölt er ekki lausnin sem ég sem kjósandi vil sjá.
Borgarstjórn með fjórðungs fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.8.2008 | 10:45
Velferðarþjóð með stjórnendur á krossuðum villigötum!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2008 | 10:54
Sóðaleg blaðamennska DV.
Dagblaðið birtir í dag frétt á forsíðu um ungan 18 ára mann sem sveltur dögum saman. Í fullri vinnu en heimilislaus og sofandi í kulda og trekki. Engin vill hann í dag og æska hans dregin svört upp.
Engar hugmyndir blaðsins um lausn á þessum málum koma fram. Sölumennska dauðans og mannvonsku er allsráðandi. En margar spurningar vakna. Pilturinn vinnur á veitingastað en borðar þar sjaldan! Hann er í 150% vinnu en fær ekki herbergi neinstaðar! Var í meðferð en ekkert áfangaheimili vill hann!? Er edrú í þessu öllu að borga dópskuldir og er auðvitað í miklum vanda staddur. En hvað er að gerast í kringum hann? Og hvernig er hann að bjarga sjálfum sér og hverjr eru tilstaðar til hjálpar.
Engin neitar því að vandinn er mikill. En Hvar var kerfið þegar þessi piltur var yngri? Hvernig var tekið á hans málum sl. ár? Blaðið spyr engrar spurninga um afhverju er þessi staða!!
Hvar voru allar nefndir barna og unglinga? Hvar var unglingameðferð og aðstoð í skólunum? Hvar var samvinna allra þeirra sem bera ábyrgð á þessum málum og öðrum af sama toga? Staðreyndin er að engin vill vita af þessu! Þessi mál eru óhreinu börn hennar Evu og þöguð í hel á milli kosninga.
Íslenskt velferðarkerfi er ekkert að taka af raun á grunnvanda þessara mála. Íslensk velferð er fyrir fólk sem hefur misst allt og er komið á lífsins botn. Engum er hjálpað áður en barnið er dottið í brunninn. Heldur er lokið sett á brunninn þegar barnið er fallið á botninn!!!
Forvarnir, meðferð og önnur langtíma aðstoð við ungt fólk er ekki í samræmi við raunveruleikann. Það er raunveruleikinn á Íslandi í dag. Haltur leiðir hér blindan.
En svona illa gerð blaðamennska, unnin í sölutilgangi og í upphrópunar stíl! Þetta er ekki til að laga þessi mál, ungt fólk er hér misnotað í tilgangi sem er án siðferðiskenndar.
Hættum svona fréttamennsku! Skrifum um lausnina og afhverju staða ungra fíkniefnaneytenda er þessi!!!!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.8.2008 | 11:30
Kærleiks- og sólríkt sumar á Austurvelli en brýn verkefni framundan.
Sumarið hefur verið okkur mikil blessun. Sólríkt, bjart og kátt en íbúar Stjórnarráðsins flestir týndir og hljóðir í sínum hornum. Ekkert heyrist engin talar við okkur um hvað er að gerast og hvað eigi að gera. Engin talar um lausnina!! Enn eru gamlar aðferðargerðir samþykktar. Enn er kyngt og kögglinum rennt niður. Gömlu leiðirnar eru þeim öruggar er þar eru staddir og óttast nýjar leiðir og staði.
Þeir sem bera ábyrgð gagnvart okkur almenningi neita margir að svara ef spurningar eru ekki þóknunarlegar þeirra hugmyndum. Við myndum lítið fá að vita ef eftir þessu væri farið. Þeir sem vinna fyrir land og þjóð svara landi og þjóð.
Við sigldum á nett bleiku hamingjuskýi draumaheimsins í gegnum vellíðan og hagsæld síðustu ára. Sigldum inn í nýtt ástand. Raunveruleikinn jarðtengdi okkur nýlega harkalega og nýr sannleikur blasti við. Og sannleikurinn er sár fyrir flestan oflátunginn sem með auman blett á samviskunni græddi á sjónhverfingu græðginnar. En er að tapa á því sama í dag.
Enn verst er að þeir sem eiga í dag að stjórna öllu heimilinu fóru upp á ský fyrirrennara sinna og sitja þar að því virðist án nokkurrar lausnar. Enda gerðum við ekki það sem góðum húsráðanda sæmir. Spara og gera ráðstafanir í góðærinu því öllu linnir að lokum. Og þá er gott að eiga ferskar hugmyndir og jafnvel grænleit ráð í banka ásamt fé til ráðstöfunar.
Skrítið hvað við þolum illa andstæðar skoðanir eða mótmæli nýrra hagsmuna og hugsjóna. Förum í baklás og hreytum illu eða hverfum inn á braut þagnarinnar. Margir vilja banna svona "skrílslæti" eins og að krefjast svara og réttlætis.
En örvæntum ekki lítum í kringum okkur hvert og eitt okkar. Við höfum það að meðaltali gott! Finnum eitthvað sem að jafnar lífsafkomu okkar. Leiðréttum stöðu venjulegs fólks. Núna er ekki jöfnuður á Íslandi. Eigum allt en samt ekki neitt þegar skipta skal á milli okkar.
Samkennsla, samhyggð, samvera, samfélag, samvitund, samfagna. samviska, sameiginlegt, sambland, samþykkja orð sem byrja á sam- segja margt. En orðin hér á undan eru minna notuð en samsæri, samviskulaus, samveruslit, samdráttur, samsekur og samningsrof og neikvæðni er oftast fyrstu viðbragð stjórnmálafólks og talsmanna hagsmunasamtaka.
Hvernig væri að segja stundum, skoðum þetta nánar, athyglisvert, góð ábending og breyting, vinnum saman að þessu í staðinn fyrir að í ótta sverjast saman um svik, prettir og bölsýni. Eins með heildarumhverfismat vegna framkvæmdanna hjá Húsavík og víðar á norðausturlandi. Skoðum þetta og leysum málið ístaðinn fyrir þetta volæðisemj úr flestum hornum að norðan. Þetta í raun eðlileg ákvörðun ráðherra umhverfismála.
Jákvætt hugarfar virðing fyrir fólki og náttúru er gott byrjunar skref í flestum málum. Þolinmæði og æðruleysi gerir margt gott ásamt skilyrðislausum heiðarleika. Auðmýkt og hógværð geta verið traustur grunnur til að byggja á.
Kærleikurinn er samt lykillinn að öllum lokuðum dyrum. Lærum að nota rétta lykilinn og nota hann þar til allar dyr hafa verið opnaðar. Verum þakklát fyrir stöðu okkar í dag. Vandi okkar er svo allt annar en þeirra sem eiga ekki neitt. Vandi okkar í dag á ekki að þurfa að snúast um að komast af heldur hvernig jöfnum við auð okkar. Og hvernig gefum við öðrum meira af því sem afgangs er. Réttlætið er vandmeðfarið án kærleikans. Opnum augu okkar og hjörtu sjáum þörfina og svörum henni.
22.7.2008 | 10:47
Er ekki komin tími til að tengja?
Við kynnumst alltaf aðstæðum okkar. Það er öruggt núna sem á morgun. En við getum haft áhrif á aðstæður okkar ef við þorum af alvöru og auðmýkt, að gera breytingar fyrir venjulegt fólk.
Endurtekningarnar glymja úr tómum tunnum hugmyndaleysisins. Sífellt mas um masið en engin framkvæmd. Ríkjandi er skortur á frumleika og hugrekki vantar til að fara nýjar leiðir.
Aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar lamar land og þjóð! Neðar nefndar viðræður við E.S.B. bjarga ekki deginum í dag, er framtíðarskoðun. Annað þarf til núna! Gremju blandin ólund forsætisráðherra er skiljanleg, hann er kominn upp í horn er skák og mát. En halló, er aldrei neinn í sambandi á stjórnarheimilinu? Það hefur legið fyrir í nokkur ár hvert stefndi ef ekkert væri í góðærinu gert til undirbúnings nyrra leiða í atvinnulífinu. Og svo bætast utankomandi hlutir við aðgerðarleysi núverandi og fyrri ríkistjórnar og eðlilega sökkva málin þá enn dýpra og allt verður erfiðara en þurfti. Nú þegar erfiðleikar blasa við.
Hvar er undibúningur vegna annarra atvinnugreina, nýrrar uppbyggingar með grænni nýtingu orkulinda okkar. Ekkert gerist og við sitjum berrössuð eftir og núna heyrist kallað í beiðnatóni frá Stjórnarráðinu fleirri álver og stærri stóriðju og betri mengunarkvóta. Móttó núverandi stjórnenda landsins Ef ekkert gerist þá gerist ekkert er móttó hræðslubandalags stöðnunar og versnandi ástands.
Það er stórfurðulegt hvernig við skulum í orði vera óhemjandi hamingjusöm en lítið á borði. Við bara vinnum meira, skuldum og stressumst og eyðum um efni fram.
Hugarfarsbreyting er nauðsynleg, en hver á að byrja? Ef engin byrjar þá byrjar engin er sagt. Eigum við að bíða öllu lengur? Viljum við óbreytt ástand með með heimatilbúna angistarstreitu morgundagsins. Breytum hættum að ýta vandanum á undan okkur, Það ríkir skortur á stjórnun og ákvarðanir eru of
sjaldan teknar fljótt af öryggi og með framtíðina í huga. Hef oft en ekki nóg og oft nefnt eftirfarandi atriði sem skipta máli fyrir líf okkar í dag og á morgun:
A. Evrópu- og evrumálin er í fari hringavitleysunar. Það gerist lítið fyrr en við förum í viðræður og fáum að vita meir um staðreyndir þess að gera þetta. Viðræður og svo upplýsingar til okkar frá ykkur í Stjórninni og svo atkvæðagreiðsla. Alltaf má segja nei, halda gamla lífinu óbreyttu áfram. En hitt er líka hægt stíga skref inn í óttan og segja já og fara að gera eitthvað af alvöru fyrir land og þjóð.
B. Stytting vinnutíma er löngu tímabær og getur ásamt nýju manneskjutengdu vaktafyrirkomulagi gefið hærri dagvinnulaun, meiri afköst og ánægðari starfsfólk. Og væntanlega verður breyting á veikundum starfsmanna, þeim í hag.
C. Samsetning lánavísitölunnar og beintengingar hennar við húsnæðismál er í heljar ólestri. Tekjutengingaráráttan skerðir lífsafkomu fólks meir en er viðurkennt. Of mikið fer af launum okkar vegna lágmarksþarfa í húsnæðis- og matarþarfar.
D. Matarskattar enn of flóknir. Of dýrt að kaupa vörur sem tilheyra grunnþörfum okkar.
E. Heilbrigðiskerfið er stjórnlaus ófreskja sem er dýr m.a. vegna aðgerðarleysis í forvarnarstarfsemi á flestum sviðum. Og vísa má hér í lið B. sem áhrifamátt í þessu sambandi.
Margt er hægt að gera með aðgerðum sem mundu einfalda líf okkar og gera okkur mögulegt að njóta dagsins í ró og næði. En ..
En .. við erum áfram í yfirborðsklóri, fegrunaraðgerðum augnabliksins, Aðrir fá vandann til að leysa, aðrir verða að redda málunum.
Leyndardómurinn um hamingjuna liggur í því að hún er þar sem þú ert. Ekki þar sem þú vildir vera.
Er ekki komin tími til að tengja og gera þessar grunnbreytingar sem eru svo nauðsynlegar en auðvitað þarf mikla getu og opinn hug til að tengjast svona grasrótarhugsun.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2008 | 13:51
Spennitreyjumálið eða örvitatreyja óttans?
Enn er Landspítali Háskólasjúkrahús í fréttum. Eiginlega ekkert undarlegt þegar um þennan stærsta vinnustað okkar er um að ræða. Það undarlega að ekkert gerist í átt að vitrænu fyrirkomulagi þar innandyra.
Er enn þeirrar skoðunar að staðsetning nýja sjúkrahússins séu misstök og upphaflegar hugmyndir um sameiningu úr takti við þann raunveruleika sem við Íslendingar búum við.
Eitthvað er að þegar árleg starfsmannavelta er jafnvel 25% af heildarfjölda starfsmanna. Skipulag hefur verið byggt upp á pyramídakerfinu. Efst trónir herforinginn og neðst eru þeir sem halda uppi pýramídakerfinu. Á gólfinu vinnur fólkið sem heldur sjúkrahúsinu gangandi, það fólk sem er í nánasta samskipti við sjúklingana og annast mannlegu hliðina. En þessar stoðir sjúkrahússins eru líka gerðar að veikustu stoðunum á lægstu laununum með ómannúðlegan vinnutíma og algjörlega ráðalausir um vinnuumhverfi sitt!? Hvernig ráðamaður/kona á góðu búi hugsar svona um hjúin sín?
Segi það aftur þótt nýbúinn að því- það á að stokka upp og gefa aftur! Verkalýðsfélög eru að semja með augun í baksýnisspeglinum um óbreytt ástand. Er ekki komin tími á uppreisn starfsmanna sem farið er með verra en hjú og svo er komin ný þrælastétt, innflytjendurnir! Og allt er notað til að halda óbreyttu ástandi í valdapýramídanum. Engin vill í raun líta fram á veginn og sjá möguleika okkar til að breyta um stefnu.
Það á að leggja niður úrrelt vaktafyrirkomulag og breyta vinnutímanum - auka valfrelsið og gefa starfsmönnum kost á að raunverulega innan sameiginlegs tímaramma velja vinnutíma sinn. Það má örugglega hækka daglaun verulega með breyttu sveigjanlegu fyrirkomulagi og minnka talsvert ef ekki alveg yfirvinnu. Auk þess mundi draga úr kostnaði vegna starfsmannaveltu sem hlýtur að skipta tugmilljónum á ári. Fjármagnið er í raun til hjá Landspítalanum hann fer bara í að viðhalda óbreyttu ofannefndu öngþveitisástandi. Með breytingum færi peningurinn í nýtt fyrirkomulag og til ánægðara starfsfólks á betri vinnustað.
Föst hærri/góð laun, styttri (38 klst) vinnutími, engar vaktir heldur eigið sveigjanlegt val um vinnutíma innan samþykkts ramma kostar ekki meira frekar minna en núverandi öngþveiti starfsmannahaldsins. Vaktakerfið er ómannúðlegt og gamaldags kerfi og furðu sætir að verkalýðsfélög, starfsmannastéttir skuli enn vera að semja um það. Vaktakerfið kostar meira en raunkostnaðinn vegna launa vaktafólksins. Það fer illa með líkamsklukkuna, ruglar öllum samskiptum við fjölskyldu og vini og gerir fólk þreytt og ófullnægt. Og starfsmannaveltan eykst vegna þessara atriða og lágra grunnlauna og þessa hóps. Og er þessu ekki breytt - breytist ekkert og staðan verður áfram óbreytt.
Undirmönnun, breytingar á vöktum og handahófskennd stjórnun er ástand tilkomið vegna úrelts fyrirkomulags innan Landspítalans. Örvæntingarfullir stjórnendur geta ekki lengur staðið í svona bútasaumsstjórnun. Breyta verður í grunninum og byggja nýtt hús á nýju samkomulagi um manneskjulegan vinnustað þúsunda manna/kvenna.
Hefjum okkur uppfyrir vandamálið og skoðum allar lausnirnar sem eru fyrir framan okkur. Opnum augun og hættum að láta óttan við að breyta stjórna öllum aðgerðum okkar. Þetta lítur stórt út en er í raun einföld aðgerð ef byrjað er á réttum enda málsins.
Rosalega get ég orðið þreyttur á endalausu tali um föt keisarans, hann var nakinn og það eru aðgerðir þær sem verið er að dunda við í þessum málum. Haltur leiðir blindan og vilja hvorugur hjálp. En illa er farið með fjármagnið það lekur í ríkiskassanum og engin aur til fyrir föt á keisarann. En hver ætlar að stöðva þessa vitleysu?VG segir heilbrigðisstofnanir í spennitreyju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.2.2008 | 13:09
Hvað gengur þingmönnum til?
Heilbrigðisráðuneytið hefur ítrekað hvernig eftirliti með framkvæmd tóbaksvarnalaga er háttað. Lögin voru á sínum tíma afgreidd frá Alþingi allra landsmanna. En ég hafði gleymt einu. Undanþága fyrir Alþingi. Hvað er verið að segja með þessu? Í Leifsstöð er einnig undanþága fyrir reykingum innanhúss.
Fátt að segja um þetta nema að hér hlýtur vanþekking á jafnræði skv. stjórnarskrá að vera algjör. Vanþekking á jafnræði, gagnkvæmri virðingu og algjör skortur á auðmykt hefur ráðið för. Ef það var eitthvað sem Alþingi mátti ekki gera þá var það að gefa sjálfum sér heimild til að reykja inni. Ég er enn kjaftstopp yfir þessu -hafði gleymt því!
Ef þið haldið svo að undanþága í Leifsstöð sé nauðsynleg vegna útlendinga þá vaðið þig (siggarettu) reyk! Algjört bann í Leifsstöð senda bara skýr skilaboð til allra sem þangað koma að á Íslandi gildir bann við reykingum innandyra. Það er okkur til sæmdar að hafa sett þessi lög og ágætt að láta alla vita að við erum stolt af þeim líka í Leifsstöð.
Hvernig má þá vera að þetta var gert með þessum sjálfglaða og -góða hætti? Ekki er með nokkurri einu sinni smá sanngirni hægt að banna reykingar á sérsvæðum t.d. veitingahúsa þegar lögin voru samþykkt með ofangreindum undanþágum. Hvernig ætli sé að skjóta sjálfan sig í fótinn - endurtekið eins og samþykkt þessara laga virðast benda til að gert hafi verið.
Trúi þessu ekki enn með Alþingi! Hvað er í gangi? Má maður ekki skreppa frá í agnar stutta stund án þess að vitlaust er gefið. Ja hérna !
Heilbrigðisráðuneytið brýnir stofnanir vegna reykingabanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)