Frábær mengunarverðlaun, en margt vantar!

Gott að heyra um eitt verðlaunasætið enn fyrir Ísland.  En er það bara mér sem finnst að raunveruleikinn týnist í meðaltalstölum og yfirborðsfegurð?

Litlu hlutirnar ganga erfiðlega hjá okkur.  Flokkun heima, hjá fyrirtækjum og ekki síst hjá því opinbera.  Hvað ætli Umhverfisráðuneytið geri við ruslið sitt?  Eða önnur ráðuneyti.  Fyrirmyndir okkar verða að vera á undan annars gengur ekkert að ala okkur upp!

Mín skoðun er eftirfarandi;  Fjármagn er til staðar enda skilar flokkun sorps og vandaður frágangur rusls góðan arð í hreinna og betra landi og hreinna lofti.   Gerum það auðveldara að flokka með ókeypis tunnum við fjölbýlishús og t.d.  við annað hvert annað 10 íbúða húsabil.

Frítt í grænar tunnur fyrir flokkað rusl.  Og auglýsingaflóð til okkur og til alla sem skila rusli út í samfélagið.  En í endurvinnanlegu formi og tali!

Opinberir aðilar eiga að taka frumkvæðið og vera fyrirmyndir og þetta skilar meira arði en það kostar.  Miskilin níska háir stjórnendum flestra fyrirtækja og opinbera stjórnendur.  Framsækið fólk sér arðinn í bjarta og hreina framtíð.


mbl.is Ísland í fremstu röð í umhverfismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband