Augnablikskikkið!

 Útrás fyrir mig fann að hér fékk ég kikkið.  Að skrifa er leið til að losna frá öngþveiti eigin hugar.

Er ekki komið nóg af hraða og ráðaleysi.  Kominn tími til að staldra við, taka nokkur skref afturábak og horfi yfir stöðuna.  Er útsýnið eins og við viljum?  Eða er það í besta falli skipulagt öngþveiti?  Er ekki komið nóg af skammtímalausnum vegna óþólinmæðis og ótta við að breytingar.  Einn stærsti vandi okkar er að stjórnmálafólk þorir sjaldnast að taka ákvarðanir sem ná yfir lengri tímabil en fjögur ár. Þessi vandi er til staðar t.d. í Svíþjóð og fleiri nálægum löndum.  En fátt er meira gleðjandi en fólk sem er að vinna að sínum hjartans málum af fylgni í tilfinningarhita.  Óháð hvað það starfar við eða hvort útkomansé persónulega hagstæð. Okkur ber of sjaldan gæfu til að meta lífsgæði okkar útfrá rétti þeirra sem á eftir okkur koma til jarðarinnar í þolanlegu ástandi.  En þegar við gerum það heilshugar erum við að leggja gróða inn á bók fyrir okkur og afkomendur okkar.

Skortur á stjórnunarlegs hugrekkis er að eyðileggja miðbæ Reykjavíkur. Húsafriðunarnefnd er að bjarga því sem bjargað verður. Furðu sætir hversu mörgum húsum átti að rífa vegna nýrra steypuklumpa.  En flestum er ljóst að eftir verndun og uppbyggingu þessara húsa verður miðbærin eftirsóknarverður og ekki léleg eftirlíking af samanreknum verslunarkjarna.  Hver vill hörmunga eins og nýja Borgartúnið en miðbærinn er á þessari leið ef ekkert verður að gert. 

Auðvitað á að leggja Geirsgötuna alla leið í stokk.  Auðvitað á að leggja Miklubrautina í stokk og Sundabrautina.  Auðvitað á að fjarlægja bíla af yfirborðinu á þessum stöðum.  Kostar meira? Nei sparnaður ef litið er til lengri tíma og allt land sem mun nýtast okkur fyrir gras og allskonar lífsgleðjandi  starfsemi.  Okkur tekst sjaldan að líta til framtíðar sjá heildarsýn þegar ákvarðanir eru teknar. 

Fátt er vekur meiri furðu en talin gjafmildi stjórnvalda vegna forvarnarstarfsemi.  Staðreyndin er sú að ótrúleg skammsýni, þröngsýni er í rörasýn peningavaldsins varðandi þessi mál.  Miðað við talin gróða ríkisins af sölu áfengis og tóbaks er það sem lagt er til forvarna ekki einu sinni broslegt.  Ef kostnaður vegna afleiðinga áfengis og annarra vímuefna á samfélagið er metið þá er það óbætanlegt tjón sem er í gangi.   Grátlega af undarlegu metnaðarleysis er staðið að fræðslu (lífsleikni) sem ætti að vera stöðug í gegnum allt skólaferlið.  Samtök sem starfa sem bráðavaktir fyrir fíkla og fjölskyldur þeirra njóta skilnings er sagt. En reyndin er að það er meira talað en framkvæmt.  Fleira fólk þarf vegna ráðgjafar til foreldra, unglinga og skóla/fyrirtækja.  Heildarstefnu vantar,  alvöru fjármagn og fjöltækari úrræði í meðferðarmálum.  Fjármálaöflin verða að fá heiðarlegri ráðgjöf af raunveruleika fólks og þora að hlusta á samvisku sína og framkvæma.  Hvað er annars Lýðheilsustöð að gera?

Græðgisvæðingin, að kaupa hamingju, augnablikskikkið hefur verið aðalstefið hjá þeim sem ráða alltof lengi.  Að líta lengra en á augnablikið er erfitt og þjóðin öll komin í augnabliks gírinn.  Framtíðin hún er á ábyrgð þeirra sem við henni taka !

Húsnæðismálin eru í lamasessi.  Og ekki verður séð að sú grundvallarbreyting sem er nauðsynleg sé á leiðinni.  Afnotaréttur fólks af húsnæði er svo óöruggt og dýrt að eina leiðin er að vinna meira sem svo kostar veikindi og hefur áhrif á heilbrigðiskerfið og fleira.  Því allt helst í hendur lífið er ein heild ekki bútasaumsteppi sem eftir á að tengja saman.

Hátæknisjúkrahús?  Í íbúðabyggðinni í Þingholtunum var ákveðið að byggja ófreskju.  Með þúsundir manna og bíla þar sem ekkert pláss er.  Hvað er verið að hugsa? Má ekki nota svæðið í annað t.d íbúðir?  Hátæknisjúkrahúsið á auðvitað að vera í Fossvoginum oeins og danskir ráðgjafar sögðu en kanski hluti við Hringbraut og að sjálfsögðu göng í gegnum Öskjuhlíð.

Viljum við þetta vaktafyrirkomulag sem tíðkast í dag?  Vinna 12 klst. vaktir í kanski sjö daga eða lengur og svo þriggja daga frí.  Frí sem fer mestmegnis í að sofa og ná áttum.   Er ekki opnunartími verslana kominn í tóma vitleysu.  Vörurnar verða bara dýrari með þessu móti.  Vaktafyrirkomulag heilbrigðisstétta virðist þurfa endurskoðunar og þessvegna vaktafyrirkomulagið allt.  Hvaðan kemur það eiginlega,  hver er þörfin fyrir svona lagað?   Líklegt verður að teljast að afköst óánægðra/þreyttra starfsmanna minnki og verði óvandaðri.  Frítíminn fólks í vaktafyrirkomulagi verður ekki eins marksviss milli vakta.  Og ruglar auk þess öll mannleg samskipti bæði við fjölskyldu og aðra.   Hækkun dagvinnukaups, breytt manneskjulegt fyrirkomulag á vinnutíma eykur afköst og gefur okkur uppbyggilegri frítima með fólkinu okkar.  Þarna ættu verkalýðsfélögin að koma inn og semja.  Um raunverulegar kjarabætur sem gagnast starfsfólki og vinnuveitendum. 

 Okkur tekst sjaldan að líta til framtíðar sjá heildarsýn þegar ákvarðanir eru teknar.  Tímaleysið er að fara með augnabliks hamingju okkar.  Allt í einu höfum við misst af augnablikinu  -stætóinn fór framhjá!  Og augnablikskikkið er fyrir löngu búið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband