Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
9.11.2008 | 12:42
Þurfum ógrynni af þolinmæði næstu vikurnar.
Neikvæðar fyrirsagnir blaða, hneykslisfréttir fjölmiðla eru svo íþyngjandi að helst vi ég hvorki sjá né heyra frá þeim. Þolinmæði mín er á þrotum og lítið þarf til að koma reiðinni afstað. Mogginn var betri í dag! Enn betur verður að gera með grunninn okkar.
Hvernig fór þetta svona? Hvað fór úrskeiðis eða ekki úrskeiðis? Hvar er ábyrgðin? Allskonar vangaveltur fara afstað og ég skil eða skynja minna og minna. Í raun er þetta stærra en hugsun mín nær utanum. Ég verð að byrja hjá mér að skoða þetta og svo lengra frá og nær stóru málunum hægt og rólega. Annars springur höfuðið mitt því mikið er af krossskilaboðum frá ráðmönnum okkar.
En núna vil ég lausnir! Hagfræðingarnir Gylfi Zoëga, Jón Daníelsson skrifa um lausnir svo ég skil málið. Fleiri eru að benda á bráða- og langtímaaðgerðir. Margt er hægt að sinna á bakvið og koma svo með lausnina og það þarf snöggar, hugmyndaríkar lausnir.
En um leið verður daglega lífið að halda áfram göngu sinni. Það er mikilvægt að gera okkar möglulegt að lifa í einhverju öryggi næst okkur. Húsnæðismál verður að taka á af miklu meiri alvöru! Í raun hefur ekki verið komið fram með lausn fyrir fyrrverandi eigundur, leigendur enn! Enga grunnhugmynd sem gerir mig öruggan Eins og ríkið verði meðeigandi húsnæðis. Og það án gjaldþrota meðferðar.
Það verður að endurskoða allar viðmiðunarvísitölur. Vísitölur sem frá upphafi hafa gert húsnæðismál að furðugrip ásamt óréttlátu húsnæðisbótakerfi sem er í upplausn, Þetta er að drepa okkur fremur enn margt annað. Enn ekkert heyrist nema bráðabirgðafrýstingar og svoleiðis.
Tökum Pollýönu fram og notum aðeins til gamans. Tökum ábyrgð og verum yfirveguð í gleði. Hættum þessu bulli um sökudólga. Það liggur fyrir hverjir bera ábyrgð!! Þeir fá að standa fyrir sínu þegar það versta er afstaðið! Tökum Alþingi fram til notkunnar sem ábyrgðaraðila. Stýrum framkvæmdavaldinu af meiri reisn.
Verum stolt af kraftinum í okkur og tökum saman á þessu. Búum til sterkar hugmyndir um lausnir, uppraðaðar og skýrar. Afgreiðið húsnæðismálið og vísitöluvitleysuna.
Þið sem eigið ábyrgðina, takið hana núna og gerið grunnforsendur lífs okkar öruggt.
Segja að eignir hafi verið umfram skuldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.11.2008 | 20:08
Hvað er nýtt hér á ferð?
Furðulegt að þetta skuli koma upp núna! Þessi vinnubrögð hafa viðgengist í áratugi og fáir nema minnihlutinn kvartað undan ofríki meirihlutans. Framkvæmdavaldið er með meirihlutan í vasa sínum og rússnesk kosning hefur einkennt afgreiðslu Alþingis á málefnum fræmkvæmdavaldsins.
Ég held að hægt sé að segja að ekki hafi ríkt venjulegt lýðræði á Íslandi miðað t.d. við hin Norðurlöndin.
Einokun á afgreiðslu stjórnarfrumvarpa er skv. hefð. Samvinna milli meiri- og minnihluta engin og fá ef nokkur frumvörp samþykkt nema stjórnarinnar.
Þannig hefur þetta verið um áratugabil og ekkert nýtt er að gerast! Ráðherrar, embættismenn og fjármagnið hefur stjórnað Íslandi. Í raun er þetta alveg skýr valdníðsla en við erum orðin vön henni.
Vonandi erum við á leið inn í lýðræðistíma eftir þessa ofurhreinsun á landinu. Tíma þar sem sannleikur og heiðarleiki eru leiðarljós opins samfélags.
Vonandi förum við og byggjum upp grunnþarfir fólks. Treystum undirstöðurnar en til þess þarf nýtt fólk í Ríkistjórn, Seðlabanka og Fjármálaeftirliti. Nýjir vendir sópa best gömlu ryki úr vegi.Þingmenn eins og afgreiðslufólk á kassa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2008 | 09:49
Rofabörð í upplýsingalitlum uppblæstri stjórnmálamanna!
Segjast verður eins og er að ég skil ekkert, veit minna og verð engu klókari eftir viðtöl við forsætisráðherra í fjölmiðlum.
Fyrirutan að vera of seint á ferðinni, hafa setið í stjórnarráðinu og biðið eftir að allt liði hjá þá ber engum saman um neitt. Enn og aftur kemur í ljós þessi tilfinningalegi óþægilegi skortur á forustu. Skortur á einhverjum traustvekjandi upplýsingafulltrúa sem er með einhverja smá áætlun um eitthvað.
Auðvitað þurfum við áætlun um aðgerðir fram í tímann! Auðvitað þurfum við að heyra um hana og sjá að eftir einhverju sé unnið. Það er starf ríkisstjórnarinnar að skapa öryggi og ró í samfélaginu. Henni tekst það ekki svo dýpra sé nú ekki tekið í árinni.
Auðvitað viljum við sjá sameiginlega áætlun allra aðila sem tengjast þessum málum og hver og hvernig eigi að framfylgja þessu. Til hvers halda menn að þeir séu í ríkisstjórn? Ekki er það til að skapa þennan glundroða sem ríkir vegna skorts á eðlilegu samráði við þjóðina.
Ríkistjórnin verður að koma með skynsamlega áætlun um hvernig þeir ætla að skapa ró á þennan markað aftur. Og það gerist bara í opnum samræðum. Upplýsingar verða að vera til og skilaboðin skýr.
Kristaltær skilaboð frá stjórnanda sem vekur öryggi og traust. Hér með er auglýst eftir slíkum!!
Ekki þörf á aðgerðapakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.9.2008 | 10:33
Skortfréttamennska eða hvað?
Allar fréttir um málefni Glitnis hafa verið í upphrópunarstíl. Alveg eðlilegt vegna svo margra þátta! En eins og alltaf vantar alvöru fréttaskýringar og rannsóknarmennsku.
Eitt sem mér finnst vanta er frekari skýring á aðdraganda atburða sl. helgar. Þetta gerðist ekki allt um þessa helgi. Hver var undirbúningur ríkisstjórnarinnar vegna breytinga á fjármagnsmarkaði sl. 14. mánuði. Ég vil sjá dagbók viku fyrir viku hvað hæstvirt stjórnin var að gera til að forða áföll og vera í alvöruvöru forvarnarstarfsemi.
Einnig er nauðsýnlegt fyrir mig sem venjulegan "Jón" að sjá fjármögnun þessara svo "karlaða" útrásarfyrirtækja. Er virkilega öll útrásin byggð á því að allt var fullt af endurnýanlegum lánum? Hvernig voru ráðstafanir þeirra sl. 14. mán. vegna breyttra aðstæðna? Hver var og er reynsla þeirra sem stóðu fyrir þessu, í fyrirtækjarekstri og útrásum og lífsreynsla því hún skiptir máli? Var einhver klöpp til að reisa allt á eða var allt á sandi byggt og hrynur við minnstu öldu sem kemur að ströndu?
Voru fyrirtæki, almenningur og ríkisstjórn á peningafylleríi og er þjóðin timbruð í afneitun að forðast að skoða aðdraganda málsins og ábyrgð hvers þáttakanda? Ekki veit ég en er fullur af spurningum.
Kallaði ráðherra og þingmenn á fund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2008 | 11:57
Öryggi í húsnæðismálum!
Það á ekki að vera happdrætti greiðslubyrði vegna einnar góðrar íbúðar! Hvar er öryggið sem alltaf er talað um? Ekki breytast vaxtabætur eða reglurnar endurskoðaðar.
Sammála því að Íbúðalánasjóður hafi einn í raun staðist þessar hremmingar og bankarnir svikið lánþega sína!
Er endalaust að skrifa um öryggisleysið í húsnæðismálum á Íslandi. Hvenær ætla stjórnvöld að taka á þessum grunnvanda í fjármálum heimilanna! Alveg ótrúlegt að þurfa að lesa um þessa hluti endalaust!
Greiðslubyrði þyngist að ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.9.2008 | 11:45
Ekki nýr vandi en lausn er til!
Ekki nýr vandi hjá okkur. Hefur verið ljós frá upphafi verðtryggingar og tollverndarstefnu. Á meðan ekki eru byggðar ódyrar hagkvæmar, vel hannaðar og nýttar íbúðir verður þetta svona. Húsnæðisstefnan keyrði útaf fyrir löngu. Það hefur verið þessi geðveiki að vera bestir vera með flesta fermetra á mann. Ekki ódýrastan heldur flesta fermetra! Og svo þarf að breyta endurgreiðslukerfi vaxta- og leigubóta enda er það fyrir löngu úr sér gengið.
Verndarstefnan í matnum, skattlagning nauðsynjavöru er hinn þátturinn. Það á fyrir löngu að vera búið að lækka verð á grunnmatarkörfunni okkar. Skatturinn má vera í lúxus og öðrum vörum.
En vilji ráðamann er ekki í þessa átt. Alltaf verið að laga yfirborðsvandann hafa ekki þrek í grunnbreytingar þær sem þarf!!! Þetta er sagan endalausa virðist vera!!!En ef engu er breytt breytist ekkert?
Kreppir að fjárhag unga fólksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.9.2008 | 10:01
Ónýttar ekki ónýtar íbúðir?
Alltaf sama sagan allir hissa þegar græðgi og stjórnleysi hefur hleypt okkur of langt. Stefna stjórnvalda hefur verið stefnulaus. Engin hefur í raun verið með heildaryfirsýn og þorað að koma með ferskar hugmyndir inn í húsnæðisstefnuleysið.
Eftir áratuga starf að húsnæðismálum tel ég mig vita eitthvað um þau. En sjaldnast ef eitthvað er hlustað á raddir sem þekkja til! þykir óþægilegt og jafnvel of skynsamlegt gæti jafnvel þýtt breytingar. Óháð fjölda tómra íbúða 2.400 til 5.900 eftir ástandi þá hefur verið óskynsamlega byggt sl. áratugi.
Stærðarreglur hafa verið of ótengdar lánafyrirgreiðslu og við ekki þolað frelsið og byggt stórt og stærra. Illa nýttir fermetrar eru ansi margir í þessum óseldu íbúðum. Óskynsamlegar fjárfestingar í ónóthæfum fermetrum hefur lengi verið til vansa á húsnæðismarkaðinum.
Þegar svo við illa nýtta fermetra bætist úrrelt lánafyrirkomulag þá er ekki von á góðu. Enda sést það á stöðu mála í dag. Yfir 100 fermetra 2ja til 3ja herbergja íbúðir er auðvitað ekki hægt að leigja út á viðráðanlegum kjörum eins og allt er. Ef íbúðin væri 70 fermetrar og lánin lengri og húsnæðisbótum komið á eftir nýju fyrirkomulagi um hámark búsetukostnaðar væri hægt að breyta og nota þessar íbúðir. En flestar eru of stórar og lánin vonlaus.
Við sitjum í sjálfskapar víti og erfitt að bjarga þessu en auðvitað hægt með samræmdum aðgerðum í húsnæðispólítíkinni.
Vilji er allt sem þarf! Hugrekki til að stjórna, þora að endurskoða og sjá möguleikana í nýtingu fjármagnsins sem við eigum til. Eins og er er þetta í tómu tjóni. Og stefnir í fjöldagjaldþrota vegna getuleysis þeirra sem eiga að stjórna og bera ábyrgð.
Ónýttar íbúðir 2.400 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2008 | 10:40
Lsr. - fyrir hverja er fjármagn lífeyrissjóða?
Ég hætti aldrei að verða hissa á fólki sem misnotar stöðu sína til upphafnings á eigin sjálfsvirðingu.
Vinur minn leitaði til Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins,Lsr, og óskaði eftir skuldbreytingarláni hjá þeim. Var að leitast við að komast úr greiðsluvanda í stöðu sem hægt væri að lifa við.
Var það vegna þess að greiðslubyrði lána hjá honum nálgast 200.000.- á mán. auk annars kostnaðs heimilisins. Einstaklingur með tvö börn á opinberum launum á erfitt með að borga þetta mánaðarlega en hann hefur með mikilli aðhaldsemi getið haldið lánunum og heimilinu gangandi. Lán það sem hann óskaði eftir hefði nær lækkað greiðslubyrðina um helming! En viti menn synjun kom og honum sagt að hann gæti ekki staðið undir þessu nýja láni.
Sem lántaki fékk hann ekki að sjá útreikninginn, engar leiðbeiningar um hvað væri hægt að gera, engar upplýsingar um hvaða tölur lægi í raun til grundvallar þessari synjun. Synjun á láni sem mundi lækka núverandi greiðslubyrði um helming í viðráðanlega byrði. Viðkomandi starfsmaður sat bakvið skrifborð sitt með útreikninginn og í öruggi skjóli frá umsækjanda! Ekkert var lagt fram og ekkert lagt í aðstoð og útskýringar, bara sagt nei!
Engin persónuleg skoðun og aðstoð bara blákalt tölvumat frá manni bakvið skrifborð.
Það er mikið að hjá lífeyrissjóðisem getur ekki greitt úr vanda og lækkað greiðslubyrði fyrir mann sem hefur með herkjum þó staðið í skilum með hærri greiðslubyrði.
En hann veit ekkert því matið lág aldrei frammi og það var aldrei neitt skoðað með persónulegum augum utan tölvunnar.
Fyrir hvern er fjármagn líferyirsjóða ef ekki fyrir sjóðsfélaga í vanda?
Traustur lífeyrissjóður - örugg samfylgd. Þetta er slagorð sjóðsins, virðast vera öfugmæli.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2008 | 10:40
Okur á okur ofan!
Ég hélt að svona gæti ekki gerst! Hér virðast lánveitingar hafa flætt yfir land allsnækta ábyrgðar- og eftirlitslaust. Húsnæðisöryggi er grundvallaratriði fyrir alla og ljóst að almennt bankakerfi og siðferði græðgarinnar nær ekki að vera traustur lánveitandi, þar frekar en hér.
Hér á Íslandi hefur stefnan verið að reyna þessa almennu bankaleið. Ef skoðuð er lánauuppjákoma bankana sl. ár þá er hún algjörlegla ábyrgðarlaus. Hafði í raun minnst með húsnæði að gera en meir með að bara lána gegn góðu veði. Margir voru þó að skuldbreyta en tóku svo auka neyslulán. Þessi veðtrygggðu neyslulán voru stór þáttur í einstaklingstengdri skuldasöfnun okkar á þessum tíma.
Svo þegar veður breytist og erfiðleikar steðja að hver er þá ábyrgð bankana? Þeir þvo hendur sínar og loka sjoppunni. Hætta barasta, láta eins og engin ábyrgð gagnvart fólki peningaleg eða siðferðisleg fylgi lánveitingunum. Þeir voru þó lánsamari sem voru hjá Íbúðalánasjóði sem er með margskonar aðgerðir fyrir fólk í greiðsluvanda. Þar er reynt ef hægt er, að greiða úr vandanum báðum aðilum til hagsbóta.
Lífeyrissjóðirnir sem eru eign fólksins verða að koma opnara inn með sértæka aðstoð til rétthafa sinna í greiðsluvanda. Sjóðirnir geta oft létt greiðslubyrði einstaklingana með uppstokkun á lánum þeirra. En greiðslumat allra verður að vera persónutengt meir en er því engin okkur er alveg í sömu sporunum.
Efla á félags- og siðferðislega ábyrgð ríkisins á einni góðri öruggri íbúð handa öllum. Leigu- hlutareignar- eignaríbúð þetta á að vera eitt af grunnatriðum í sameiginlegri velferð okkar.
Við eigum ekki að þurfa að eyða stórum hluta ævinnar í að vinna fyrir íbúðinni okkar!! Og greiða okurvexti, okur innheimtukostnað, okur stimpilgjöld og yfirleitt okurkostnað vegna tilbúins vanda kosinna fulltrúa okkar.
Það sorglega í þessu er að þetta er frekar auðveld aðgerð fyrir ríkisvaldið og sparar öllum orku og fjármuni þegar til framtíðar er litið.
Bandaríska ríkið yfirtekur fasteignalánasjóði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.9.2008 kl. 09:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2008 | 11:12
Skammtímahúsnæðisvandamálalausnir!
Bretar virðast ætla fara eins að og við hér á Fróni. Skammtímalausnir, kjörtímabilalausnir á vanda sem öðrum verður svo ætlað að leysa.
Það verður að koma hér ríkisstjórn sem tekur af alvöru á grunnvanda húsnæðismála.
Uppbygging alvöru leiguíbúða, með alvöru lán að baki fyrirtækja sem byggja þær.
Lengin húsnæðislána til 60 ára og afnám verðtryggingar af einni íbúð til eigin nota.
Húsnæðisbætur í stað vaxta- og leigubóta sem miðast við að notandi greiði ekki meira en c.a. 25% af tekjum í húsnæðiskostnað.
Tekjutengingar verði endurskoðaðar. Tekjutenginar virðast vera til að ríkið þurfu sem minnst að greiða og eru í ofanálag alltof brattar í lækkun.
Hönnun íbúða verði endurskoðuð með markmiðið að nýta fermetrana sem best. Ekki eins og er hér í dag með okkur í flestum fermetrum á mann í heiminum. Og flestir eru til lítils brúks því miður.
Bretar eru þrátt fyrir allt með leigu- og/eða hlutakaupaíbúðir sem danir og svíar eru svo duglegir við. En við eigum að kaupa og sprengja okkur vegna áróðurs um að öryggið sé að eiga. Afhverju er fólk bretar sem íslendingar að missa húsnæðið sitt? Gæti verið að lánamarkaðurinn sé frumstæður, að allur kostnaður sé úti á túni fyrir venjulegt fólk?
Í þessu sem svo mörgu viljum við að yfirborðið sé fallegt. Ekki rugga bátnum þá kemur vitleysan í ljós. Og enn bólar ekkert á alvöru breytingum sem skipta raunverulegu máli varðandi búsetukostnað venjulegs íslendings.
Bresk stjórnvöld boða aðgerðir á fasteignamarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |