Lsr. - fyrir hverja er fjármagn lífeyrissjóða?

Ég hætti aldrei að verða hissa á fólki sem misnotar stöðu sína til upphafnings á eigin sjálfsvirðingu.

Vinur minn leitaði til Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins,Lsr, og óskaði eftir skuldbreytingarláni hjá þeim.  Var að leitast við að komast úr greiðsluvanda í stöðu sem hægt væri að lifa við.

Var það vegna þess að greiðslubyrði lána hjá honum nálgast 200.000.- á mán. auk annars kostnaðs heimilisins.  Einstaklingur með tvö börn á opinberum launum á erfitt með að borga þetta mánaðarlega en hann hefur með mikilli aðhaldsemi getið haldið lánunum og heimilinu gangandi.  Lán það sem hann óskaði eftir hefði nær lækkað greiðslubyrðina um helming! En viti menn synjun kom og honum sagt að hann gæti ekki staðið undir þessu nýja láni.

Sem lántaki fékk hann ekki að sjá útreikninginn, engar leiðbeiningar um hvað væri hægt að gera, engar upplýsingar um hvaða tölur lægi í raun til grundvallar þessari synjun.  Synjun á láni sem mundi lækka núverandi  greiðslubyrði um helming í viðráðanlega byrði.  Viðkomandi starfsmaður sat bakvið skrifborð sitt með útreikninginn og í öruggi skjóli frá umsækjanda! Ekkert var lagt fram og ekkert lagt í aðstoð og útskýringar, bara sagt nei! 

Engin persónuleg skoðun og aðstoð bara blákalt tölvumat frá manni bakvið skrifborð.

Það er mikið að hjá  lífeyrissjóðisem  getur ekki greitt úr vanda og lækkað greiðslubyrði fyrir mann sem hefur með herkjum þó staðið í skilum með hærri greiðslubyrði. 

En hann veit ekkert því matið lág aldrei frammi og það var aldrei neitt skoðað með persónulegum augum utan tölvunnar.  

Fyrir hvern er fjármagn líferyirsjóða ef ekki fyrir sjóðsfélaga í vanda?

Traustur lífeyrissjóður - örugg samfylgd.  Þetta er slagorð sjóðsins, virðast vera öfugmæli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband