Ónýttar ekki ónýtar íbúðir?

Alltaf sama sagan allir hissa þegar græðgi og stjórnleysi hefur hleypt okkur of langt. Stefna stjórnvalda hefur verið stefnulaus.  Engin hefur í raun verið með heildaryfirsýn og þorað að koma með ferskar hugmyndir inn í húsnæðisstefnuleysið.

Eftir áratuga starf að húsnæðismálum tel ég mig vita eitthvað um þau.  En sjaldnast ef eitthvað er hlustað á raddir sem þekkja til!  þykir óþægilegt og jafnvel of skynsamlegt gæti jafnvel þýtt breytingar.   Óháð fjölda tómra íbúða 2.400 til 5.900 eftir ástandi þá hefur verið óskynsamlega byggt sl. áratugi. 

Stærðarreglur hafa verið of ótengdar lánafyrirgreiðslu og við ekki þolað frelsið og byggt stórt og stærra.  Illa nýttir fermetrar eru ansi margir í þessum óseldu íbúðum.  Óskynsamlegar fjárfestingar í ónóthæfum fermetrum  hefur lengi verið til vansa á húsnæðismarkaðinum. 

Þegar svo við illa nýtta fermetra bætist úrrelt lánafyrirkomulag þá er ekki von á góðu.  Enda sést það á stöðu mála í dag.   Yfir 100 fermetra 2ja til 3ja herbergja íbúðir er auðvitað ekki hægt að leigja út á viðráðanlegum kjörum eins og allt er.  Ef íbúðin væri 70 fermetrar og lánin lengri og húsnæðisbótum komið á eftir nýju fyrirkomulagi um hámark búsetukostnaðar væri hægt að breyta og nota þessar íbúðir.  En flestar eru of stórar og lánin vonlaus.

Við sitjum í sjálfskapar víti og erfitt að bjarga þessu en auðvitað hægt með samræmdum aðgerðum í húsnæðispólítíkinni.

Vilji er allt sem þarf! Hugrekki til að stjórna, þora að endurskoða og sjá möguleikana í nýtingu fjármagnsins sem við eigum til.  Eins og er er þetta í tómu tjóni.  Og stefnir í fjöldagjaldþrota vegna getuleysis þeirra sem eiga að stjórna og bera ábyrgð.

 


mbl.is Ónýttar íbúðir 2.400
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband