Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
11.2.2009 | 11:45
Verðugt forsetaverkefni?
Atvinnuleysi, húsnæðismissir og fjölskyldur í miklum vanda. Fjölmiðlar, ríkisstjórn, Alþingi eða aðrir fjalla sama sem ekkert um þessi mál. Miðað við alvarleika málsins ríkir dauðaþögn! Líðan og tilfinningar ber Íslendingurinn einn og í hljóði.
Furðu vekur þögnin um hamfarir þær sem geysa m.a. vegna 14.000 atvinnulausra, uppboða og persónulegra áfalla. Hamfarir sem orsaka í dag og talsvert áfram persónulega og fjölskyldutengda óhamingju, reiði og sorg. Allt vegna sinnuleysis og furðulega forgangsröðun allflestra sem starfa að þessum málum.
Forsetaembættið gæti komið hér gert innrás og vakið þetta til lífs og upp á yfirborðið. Forsetinn og frú Dorrit væru góð til að starfa í tengslum við erfiðleika fjölskyldna og einstaklinga. Þau gætu fjallað um þessi mál út frá tilfinningum sínum og heimsótt félagasamtök, stofnanir og aðra sem vinna að velferð þessa hóps.
Einhver einkennilegur feluleikur og hálfgerð skömm er í eðli okkar sem þjóð að vilja helst ekki tala opinskátt og ákveðið um innri persónulega líðan og vanda. Að taka af krafti á þessum málum saman. Þetta á einfaldlega bara að reddast! En það gerist aðeins með málefnin á forsíðum blaða og í ræðustól á Alþingi.
Ég hef oft rætt um nauðsýn þess að breyta hugarfari íslendinga til íbúðarhúsnæðis. Líta á íbúð sem réttindi hverrar fjölskyldu og hvers einstaklings til afnota. Og þá á eðlilegum viðráðanlegum kjörum en ekki sitja uppi með íbúð sem óörugga falseign.
Húsnæðismál og matarverð er tvennt sem verður að hafa forgang. Atvinnuuppbygging kemur svo samhliða eða á eftir.
Þetta er alvarlegra ástand en við látum sýnast. Margur harmurinn og mörg áföllin eru borin í hljóði vegna þess að það er til siðs að leysa þetta sjálfur. Hættum þessari þögn og breytum umræðunni frá því sem er verið að fjalla í dag um í ræðum og ritum. Allt þarf auðvitað að vinnast en þessi mál öryggis og hamingju verður að setja fremst.
Tala um von og trú á að úr öskunni sem þjóðin veður í - rísi betra samfélag.
Skapstóri forsetinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.2.2009 | 10:55
Verðugt forsetaverkefni?
Atvinnuleysi, húsnæðismissir og fjölskyldur í miklum vanda. Fjölmiðlar, ríkisstjórn, Alþingi eða aðrir fjalla sama sem ekkert um þessi mál. Miðað við alvarleika málsins ríkir dauðaþögn! Líðan og tilfinningar ber Íslendingurinn einn og í hljóði.
Furðu vekur þögnin um hamfarir þær sem geysa m.a. vegna 14.000 atvinnulausra, uppboða og persónulegra áfalla. Hamfarir sem orsaka í dag og talsvert áfram persónulega og fjölskyldutengda óhamingju, reiði og sorg. Allt vegna sinnuleysis og furðulega forgangsröðun allflestra sem starfa að þessum málum.
Forsetaembættið gæti komið hér gert innrás og vakið þetta til lífs og upp á yfirborðið. Forsetinn og frú Dorrit væru góð til að starfa í tengslum við erfiðleika fjölskyldna og einstaklinga. Þau gætu fjallað um þessi mál út frá tilfinningum sínum og heimsótt félagasamtök, stofnanir og aðra sem vinna að velferð þessa hóps.
Einhver einkennilegur feluleikur og hálfgerð skömm er í eðli okkar sem þjóð að vilja helst ekki tala opinskátt og ákveðið um innri persónulega líðan og vanda. Að taka af krafti á þessum málum saman. Þetta á einfaldlega bara að reddast! En það gerist aðeins með málefnin á forsíðum blaða og í ræðustól á Alþingi.
Ég hef oft rætt um nauðsýn þess að breyta hugarfari íslendinga til íbúðarhúsnæðis. Líta á íbúð sem réttindi hverrar fjölskyldu og hvers einstaklings til afnota. Og þá á eðlilegum viðráðanlegum kjörum en ekki sitja uppi með íbúð sem óörugga falseign.
Húsnæðismál og matarverð er tvennt sem verður að hafa forgang. Atvinnuuppbygging kemur svo samhliða eða á eftir.
Þetta er alvarlegra ástand en við látum sýnast. Margur harmurinn og mörg áföllin eru borin í hljóði vegna þess að það er til siðs að leysa þetta sjálfur. Hættum þessari þögn og breytum umræðunni frá því sem er verið að fjalla í dag um í ræðum og ritum. Allt þarf auðvitað að vinnast en þessi mál öryggis og hamingju verður að setja fremst.
Tala um von og trú á að úr öskunni sem þjóðin veður í - rísi betra samfélag.
„Það allra versta í 28 ár“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.2.2009 | 20:16
Hér talar, skilningshaltur, blindur og heyrnarlaus þingmaður!
Alveg er með ólíkindum að heyra að Sjálfstæðisflokkurinn beri enga sök á efnahagshruninu!! Hverjir voru við stjórn sl. 18 ár?? Hverjir voru í fjármálaráðuneytinu?? Hverjir réðu flesta embættismenn til starfa?? Embættismennn sem voru við völd í stofnunum ríkisins við efnahagshrunið???
Er mögulegt að Sigurður Kári lifi í einhverjum öðrum heimi en ég?? Ég er ekki hissa því þetta staðfestir aðeins skoðun mína á ábyrgð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Staðfestir valdagræðgi og ótrúlega óskammfeilni í samskiptum þeirra við fólkið í landinu.
Staðfestir veruleikafirringu sem náði hámarki með ákvörðunum um sölu og frelsi banka og tímabundna óábyrga skyndiflóð lánveitinga þeirra. Staðfestir ótrúlega blindni fjármálaeftirlits, seðlabanka, ráðuneyta, ríkisstjórnar og Alþingis. Afneitun sem eins og annað íslenskt er heimsmet!! Margir vissu en engin vildi viðurkenna ábyrgð okkar og bakka út úr vitleysunni.
Forkólfar eins banka lánar eftir klókaleiðum öðrum banka (eiginlega innherjaviðskipti) eins lengi og hægt er og svo er innlánastarfsemin fræga Ice-save o.fl. hafin erlendis. Og við siglum á beint á skerið og nær en bara nær sökkvum sem þjóð. Auðvitað hljóta einhverjir að hafa séð að allt var eftirlitslaust.
Hverjir voru við völd undanfarin 18. ár nema flokkur Sigurðar nokkurs Kára og flokkur þeirra Halldórs og Guðna í 12 ár. Ábyrgðin hlýtur að liggja þarna. Eða er ég ekki staddur á sama stað og fyrrverandi stjórnendur landsins???
Þýðir ekki að klína sök á Sjálfstæðisflokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2009 | 08:57
Siðvæðing í 1:a sæti!
Fjármál Lúðvíks ekki ástæðan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.2.2009 | 10:21
Þingstörf og viðskipti! Trúverðugleiki og traust!
Aftur og aftur opinberast skorturinn á veruleikameðvitund kjörinna fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi Íslendinga. Ég sjálfur get ekki séð hvernig viðskipti samræmast þingmennsku. Ekki vegna þess að allir þingmenn séu óheiðarlegir heldur vegna nauðsýn á óvéfenganlegan heiðaleika þingmanna. Þessi ummæli staðfesta þörfina á að siðferði, auðmýkt og þolinmæði sé skoðuð af innra eftirliti hvers einstaklings sem þings. Hafa allir lifað í algjöru meðvitundarleysi?
Ef ekkert breytist þá breytist ekkert! Einfalt og satt og kyrrstaða er ekki til aðeins framför eða afturför. Það er nýr tími framundan með nýrri siðfræði. Látum gærdaginn vera liðinn með kostum sínum eða göllum og mistökum. Drögum ekki það sem var inn í nýjan dag!
"Allt sem gerist í lífi þínu er vegna þess sem er í vitund þinni. Lyftu vitundinni og þú lyftir allri tilveru þinni og viðhorfi þínu til lífsins. ..... Sérhver mannvera getur náð æðra vitundarástandi. En það kemur innanfrá, frá innri þekkingu, innblæstri og innsæi. Það krefst engrar ytri þekkingar og visku. Allt er til staðar innra með hverri sál og bíður aðeins eftir að vera viðurkennt, kallað fram og lifað."
Fjármál Lúðvíks komu í veg fyrir ráðherrastól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.2.2009 | 21:23
Hringl vekur vantrú!
Þegar svona gerist of oft veldur það vantrú á stjórnendur. Bankamenn virðist óþægir og ekki skilja venjulegt íslenskt málfar.
Ný stjórn byrjar vel en margur er vandinn! Hvað er að hjá bankaráði L.Í. og Seðlabankamönnunum? Eru þessir aðilar víkilega svo veruleikafirrtir að engin þeirra skilur hvenær klukkan glymur.
Ég var smá stund á pöllum Alþingis í dag og eins og alltaf verð ég í sakleysi mínu hissa. Hver sem stjórnarandstaðan er þá hagar hún sér eins og ódælt, afbrýðissamt og óuppalið barn. Verið var að ræða frumvarp varðandi Seðlabankann og með ólíkindum hvernig sjálfstæðisþingmenn voru eins og unglingur sem veit ekkert hvað er að gerast nema í eigin nafla. Slíkt var ómálefnalegt tal flestra þeirra að ekki eykur það á virðingu mina fyrir þinginu. Er ekki hægt að sameinast um skýr einföld mál.
Auðvitað er tilgangurinn með breytingum á stjórnendum bankans og nýrri stefnumálanefnd annar en "nornaveiðar" . Krafa fólksins var einföld við viljum breytingar! Í frumvarpi þessu er einfaldlega um skipulagsbreytingu að ræða til að uppfylla þessa kröfu, einfalda boðleiðir og gera allar stefnuákvarðanir markvissari. Barnalegt hjal stjórnarandstöðu um annað er já einmitt barnlegt! Mikil ósköp er það lítið áhugavert að sitja og hlusta á svona bull og undirliggjandi skítkast í þingsal á þingpöllum Alþingis.
Auglýsi stöðuna sem fyrst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.2.2009 | 10:24
Skundað á Bessastaði!
Tími Jóhönnu Sigurðardóttur er kominn. Ný ríkisstjórn að taka við og ábyrgð hennar um hröð en vandvirk, hugrök og skynsamleg vinnubrögð eru óendalega mikil og staðföst. Horfum fram á við í núinu og tökum ábyrgð á fortíðinni.
En nálægð við fólkið er fremsta skilyrðið. Þolinmæði okkar er á þrotum gagnvart beitingu valds án umræðu og skýringa. Ofmikill hroki og græðgi hefur einkennt alla stjórnun margra síðustu áratuga. Tími réttlætis og sannra tilfinninga í garð hvors annars er kominn. Mikið hugrekki og þor þarf núna til að ná í þekkingu þar sem hún er til staðar að þora að leita að því besta. Að fara leið hugsjónar og skynsemis getur valdið valdaafsals samkvæmt gömlu leið valds, græðgis og öfundar.
Hreinræktuð spilling hefur verið allsráðandi en ótrúlega fáir hafa viljað sjá hana. Vinastjórnmál, uppeldi flokkana á nýjum þingmönnum og ótti við breytingar sem skerða valdið hafa ríkt sl. áratugi. Hræðsla við að segja satt og fylgja eigin samvisku og ekki hlýða í blindni hefur valdið því að hugsjónin hefur orðið gjaldþrota.
Heiðarleiki og sanngirni með góðu ívafi af samvisku geta verið sterk leiðarljós. En ljóst er að við næstu kosningar í apríl nk. verður breyting að eiga sér stað. Breyting á stjórnarskrá og breyting á hugarfari. Eiginlega er verið að tala um grundvallarbreytingu á íslensku samfélagi.
Pólítisk nánd er mál málana í dag. Fráhverfa og vanþekking er eyðandi en þekking og leit að hinu góða í okkur byggir okkur upp sem manneskjur.
Fyrirgefning verður að koma til frá þjóðinni til þeirra sem hún telur ábyrga. Án fyrirgefningar verður ekki haldið áfram án fyrirgefningar verður engin hreinsun. Fyrirgefningin er hin nýi grunnur Íslands.
Pólítisk nánd og sönn umhyggja hljóma vel ekki satt?
Ingibjörg á Bessastaði í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2009 | 13:04
Örlagadagar Íslands!
Hringekjutilfinning mín er óþægileg. Alþingismenn og ráðherrar úr fyrverandi stjórn og væntanlegri koma í viðtöl á sjónvarpsstöðvunum. Það venjulega gerist um leið þau fara að karpa og munnhöggvast. Eins og börn sem eru að reyna að finna sökudólg. Ekkert málefnalegt og vond tilfinning kemur og maður slekkur. Þetta karp og yfirborðskennda rifrildratal er ekki bjóðandi lengur þessi framkoma við þjóðina er móðgun. Þó eru þau Ingibjörg Sólrún og Steingrímur J. nokkuð grandvör og fara gætilega í tali við að mynda nýja stjórn.
Betra er að hlusta á ýmsa sérfræðinga og óháða aðila segja sannleikann um stöðu landsins. Og eðli málsins samkvæmt er margt misjafnt að koma í ljós.
En ný stjórn verður stuttan en mikilvægan tíma. Ef Jóhanna Sigurðardóttir verður forsætisráðherra fær hún margt erfitt verkefnið.
En erlendis þar sem svipað ástand hefur myndast viðurkennir fólk að þau klúðruðu allri félagslegri aðstoð og uppbyggingu við gæslu fjármagns. Þar var félagslega aðstoðin skorin niður eins og annað. Og núna fá þau þennan niðurskurð inn á borð til sín sem mjög erfið félagsleg og andleg vandamál.
Það hlýtur að vera verkefni nýs meirihluta að færa til fjármagn við mikinn niðurskurð. Það er eðlilegt að það fari meira fjármagn til félagslegra mála. Heilsugæsla, sálfræði aðstoð og fyrirbyggjandi vinna vegna áfalls hjá atvinnulausum og gjaldþrota fólki. Allskonar mál koma fram í dagsljósið og mikil hætta á upplausn hjá mörgum einstaklingum og fjölskyldum. Og áfengi og önnur efni verður of oft leiðin út úr vandanum.
Ný ríkisstjórn verður að halda vel utan um málefni fjölskyldna og einstaklinga í erfiðleikum. Það má ekki gerast að öll orka fari í stóra fjármálapakkann. Ný leið, ný aðferð og algjörlega breytt forgangsröðun sem sagt hugarfarsbylting verður að birtast í raun við niðurskurð á fjármagni til framkvæmda.
Ef þú ætlar að blása nýju lifi í umhverfi þitt verðurðu að gera það sama við þig. (T. Goss).
Getur fólkið sem var, orðið fólkið sem er? Geta þau blásið nýju lífi í sjálfan sig?
Nýr fundur klukkan 10 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2009 | 11:01
Alvarleg staða atvinnulausra!
Það eru alls 12.793 skráðir atvinnulausir. Þar af 8.066 á höfuðborgarsvæðinu. Hvar er þetta fólk? Hver er að vinna í raunverulegum lausnum fyrir atvinnulausa. Hver er að skapa störf og hver er að hjálpa þeim með andlegu hliðina. Ég hef ekkert heyrt um staði fyrir atvinnulausa þar sem hægt er að fá almenna ráðgjöf varðandi fjármál o.fl. og aðstoð vegna andlegra áfalla.
Hvar eru stéttarfélög þessa fólks? Hvar eru öll félögin að gera sem þau eru í.
Hvar getur atvinnulaus einstaklingur, fjölskylda og börn fengið heildarráðgjöf og aðstoð. Það heyrist ekkert í hópi atvinnulausra! Hvernig ætli þeim líði?? Ekki vel held ég og aðstoð til þeirra þarf að kynna vel og vera opinn fyrir raunverulegum fjárhagslegum og sálrænum vanda. Því að sálræna hlið þessara mála er eitt alvarlegasta meinið sem hlýst af þessu að því virðist óviðráðanlegu ástandi. Lokum ekki augunum fyrir þessari hlið málsins og sértækar aðgerðir eru brýnar.
Viðbót. Það er að gerast að Johanna Sigurðardóttir verður forsætisráðherra. Það gott fyrir okkur og gæti skipt höfuðmáli fyrir atvinnulausa og aðra. Jóhanna getur náð trausti allra og unnið með öðrum úr þessum málum.
Yfir 8 þúsund atvinnulausir á höfuðborgarsvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2009 | 07:53
Reisn yfir því að taka erfiðar ákvarðanir.
Geir H. Haarde segir að það sé merki um uppgjöf stjórnmálaflokkanna að samþykkja utanþingsstjórn.
Skrítið mér finnst það merki um styrk og pólítiskt hugrekki að mynda utanþingsstjórn. Minnihlutastjórn mun viðhalda karp og seinagang á þingi. Bara hættan á því er alvarleg og á ekki að bjóða þjóðinni. Við megum ekki dragast inn í hringiðu óróa, glundroða , niðurrifs jafnvel eyðileggingar.
Einfaldlega segja við "þingflokkarnir" höfum reynt okkar! Þjóðin vill breytingar tökum þetta skref fram að 9. maí nk.
En nei, óttinn við að missa s.k. völd stjórnað af sjálfmiðun og eigingirni er sterkari en getan til að framkvæma nýja hluti. Er þetta ekki merki um lélegt sjálftraust og brotna sjálfsmynd?
Um annað í þessari grein hef ég ekkert að segja. Ásakanir, afsakanir að vera í svígi orða án skíða er vörn þess er veit að hann stóð sig ekki nægjanlega vel. Til er flottari leið, taka ábyrgð segja já við vorum seinvirk, óvirk og stundum gátum betur en gerðum ekki það besta.
Hvað sem verður leggjum pólítíkina til hliðar og vinnum þau verk sem liggja fyrir. Opið og faglega með aðstoð færustu sérfræðinga sem á verður hlustað. Einbeitum okkur að því besta sem hægt er að ná. Horfumst saman í augu við raunveruleika okkar.
Samfylkingin bugaðist" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)