Verðugt forsetaverkefni?

Atvinnuleysi, húsnæðismissir og fjölskyldur í miklum vanda. Fjölmiðlar, ríkisstjórn, Alþingi eða aðrir fjalla sama sem ekkert um þessi mál.  Miðað við alvarleika málsins ríkir dauðaþögn! Líðan og tilfinningar ber Íslendingurinn einn og í hljóði.

Furðu vekur þögnin um hamfarir þær sem geysa m.a. vegna 14.000 atvinnulausra, uppboða og persónulegra áfalla. Hamfarir sem orsaka í dag og talsvert áfram persónulega og fjölskyldutengda óhamingju, reiði og sorg.  Allt vegna sinnuleysis og furðulega forgangsröðun allflestra sem starfa að þessum málum.

Forsetaembættið gæti komið hér gert innrás og vakið þetta til lífs og upp á yfirborðið.  Forsetinn og frú Dorrit væru góð til að starfa í tengslum við erfiðleika fjölskyldna og einstaklinga. Þau gætu fjallað um þessi mál út frá tilfinningum sínum og heimsótt félagasamtök, stofnanir og aðra sem vinna að velferð þessa hóps. 

Einhver einkennilegur feluleikur og hálfgerð skömm er í eðli okkar sem þjóð að vilja helst ekki tala opinskátt og ákveðið um innri persónulega líðan og vanda.  Að taka af krafti á þessum málum saman. Þetta á einfaldlega bara að reddast! En það gerist aðeins með málefnin á forsíðum blaða og í ræðustól á Alþingi.

Ég hef oft rætt um nauðsýn þess að breyta hugarfari íslendinga til íbúðarhúsnæðis.  Líta á íbúð sem réttindi hverrar fjölskyldu og hvers einstaklings til afnota.  Og þá á eðlilegum viðráðanlegum kjörum en ekki sitja uppi með íbúð sem óörugga falseign.

Húsnæðismál og matarverð er tvennt sem verður að hafa forgang. Atvinnuuppbygging kemur svo samhliða eða á eftir.

Þetta er alvarlegra ástand en við látum sýnast.  Margur harmurinn og mörg áföllin eru borin í hljóði vegna þess að það er til siðs að leysa þetta sjálfur.  Hættum þessari þögn og breytum umræðunni frá því sem er verið að fjalla í dag um í ræðum og ritum. Allt þarf auðvitað að vinnast en þessi mál öryggis og hamingju verður að setja fremst.

Tala um von og trú á að úr öskunni sem þjóðin veður í - rísi betra samfélag.


mbl.is Skapstóri forsetinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband