Örlagadagar Íslands!

Hringekjutilfinning mín er óþægileg. Alþingismenn og ráðherrar úr fyrverandi stjórn og væntanlegri koma í viðtöl á sjónvarpsstöðvunum.  Það venjulega gerist um leið þau fara að karpa og munnhöggvast.  Eins og börn sem eru að reyna að finna sökudólg. Ekkert málefnalegt og vond tilfinning kemur og maður slekkur.  Þetta karp og yfirborðskennda rifrildratal er ekki bjóðandi lengur þessi framkoma við þjóðina er móðgun.  Þó eru þau Ingibjörg Sólrún og Steingrímur J. nokkuð grandvör og fara gætilega í tali við að mynda nýja stjórn.

Betra er að hlusta á ýmsa sérfræðinga og óháða aðila segja sannleikann um stöðu landsins.  Og eðli málsins samkvæmt er margt misjafnt að koma í ljós.

En ný stjórn verður stuttan en mikilvægan tíma. Ef Jóhanna Sigurðardóttir verður forsætisráðherra fær hún margt erfitt verkefnið. 

En erlendis þar sem svipað ástand hefur myndast viðurkennir fólk að þau klúðruðu allri félagslegri aðstoð og uppbyggingu við gæslu fjármagns.  Þar var félagslega aðstoðin skorin niður eins og annað. Og núna fá þau þennan niðurskurð inn á borð til sín sem mjög erfið félagsleg og andleg vandamál.

Það hlýtur að vera verkefni nýs meirihluta að færa til fjármagn við mikinn niðurskurð.  Það er eðlilegt að það fari meira fjármagn til félagslegra  mála.  Heilsugæsla, sálfræði aðstoð og fyrirbyggjandi vinna vegna áfalls hjá atvinnulausum og gjaldþrota fólki.  Allskonar mál koma fram í dagsljósið og mikil hætta á upplausn hjá mörgum einstaklingum og fjölskyldum. Og áfengi og önnur efni verður of oft leiðin út úr vandanum. 

Ný ríkisstjórn verður að halda vel utan um málefni fjölskyldna og einstaklinga í erfiðleikum.  Það má ekki gerast að öll orka fari í stóra fjármálapakkann.  Ný leið, ný aðferð og algjörlega breytt forgangsröðun sem sagt hugarfarsbylting verður að birtast í raun við niðurskurð á fjármagni til framkvæmda.

Ef þú ætlar að blása nýju lifi í umhverfi þitt verðurðu að gera það sama við þig. (T. Goss).

Getur fólkið sem var,  orðið fólkið sem er? Geta þau blásið nýju lífi í sjálfan sig?

 


mbl.is Nýr fundur klukkan 10
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband