Reisn yfir því að taka erfiðar ákvarðanir.

Geir H. Haarde segir að það sé merki um uppgjöf stjórnmálaflokkanna  að samþykkja utanþingsstjórn.

Skrítið mér finnst það merki um styrk og pólítiskt hugrekki að mynda utanþingsstjórn. Minnihlutastjórn mun viðhalda karp og seinagang á þingi. Bara hættan á því er alvarleg og á ekki að bjóða þjóðinni.  Við megum ekki dragast inn í hringiðu óróa, glundroða , niðurrifs jafnvel eyðileggingar.

Einfaldlega segja við "þingflokkarnir" höfum reynt okkar! Þjóðin vill breytingar tökum þetta skref fram að 9. maí nk.

En nei,  óttinn við að missa s.k. völd stjórnað af sjálfmiðun og eigingirni er sterkari en getan til að framkvæma nýja hluti.  Er þetta ekki merki um lélegt sjálftraust og brotna sjálfsmynd?

Um annað í þessari grein hef ég ekkert að segja.   Ásakanir, afsakanir að vera í svígi orða án skíða er vörn þess er veit að hann stóð sig ekki nægjanlega vel. Til er flottari leið, taka ábyrgð segja já við vorum seinvirk,  óvirk og stundum gátum betur en gerðum ekki það besta.  

Hvað sem verður leggjum pólítíkina til hliðar og vinnum þau verk sem liggja fyrir.  Opið og faglega með aðstoð færustu sérfræðinga sem á verður hlustað.  Einbeitum okkur að því besta sem hægt er að ná. Horfumst saman í augu við raunveruleika okkar.

 


mbl.is „Samfylkingin bugaðist"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband