Alvarleg staða atvinnulausra!

Það eru alls 12.793 skráðir atvinnulausir. Þar af 8.066 á höfuðborgarsvæðinu.  Hvar er þetta fólk?  Hver er að vinna í raunverulegum lausnum fyrir atvinnulausa.  Hver er að skapa störf og hver er að hjálpa þeim með andlegu hliðina.  Ég hef ekkert heyrt um staði fyrir atvinnulausa þar sem hægt er að fá almenna ráðgjöf varðandi fjármál o.fl. og aðstoð vegna andlegra áfalla.

Hvar eru stéttarfélög þessa fólks? Hvar eru öll félögin að gera sem þau eru í.

Hvar getur atvinnulaus einstaklingur, fjölskylda og börn fengið heildarráðgjöf og aðstoð.  Það heyrist ekkert í hópi atvinnulausra! Hvernig ætli þeim líði?? Ekki vel held ég og aðstoð til þeirra þarf að kynna vel og vera opinn fyrir raunverulegum fjárhagslegum og sálrænum vanda.  Því að sálræna hlið þessara mála er eitt alvarlegasta meinið sem hlýst af þessu að því virðist óviðráðanlegu ástandi.  Lokum ekki augunum fyrir þessari hlið málsins og sértækar aðgerðir eru brýnar.

Viðbót.  Það er að gerast að Johanna Sigurðardóttir verður forsætisráðherra.  Það gott fyrir okkur og gæti skipt höfuðmáli fyrir atvinnulausa og aðra. Jóhanna getur náð trausti allra og unnið með öðrum úr þessum málum.


mbl.is Yfir 8 þúsund atvinnulausir á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband