Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
28.10.2010 | 09:42
Hvert stefnum við í samhjálp og kærleikanum?
Þessi frétt vekur upp margar spurningar. Hér eru 1.100 aðilar að fá aðstoð og þá er ekki fjölskylduhjálp kirkjunnar meðtalin? Hvernig er þessi þörf skoðuð, er gerð einhver skrá sem hægt er að nota við samanburð milli félagslega aðstoð viðkomandi sveitarfélaga og þessara þriggja aðila? Hvernig og hvar nær aðstoð þessara aðila saman utan um viðkomandi fjölskyldu og einstakling og hvar ekki?
Er eðlilegt að það verði að tjalda og setja upp hitalampa til að halda hita í þó þessu ríka samfélagi okkar? Einhverstaðar er vitlaust gefið, einhverstaðar er forgangsröðunin og forvarnarstarfið ónýtt! Hvar er til rétt úttekt á lágmarks framfærslukostnaði sem hægt er að skylda aðila til að fara eftir? Engin virðist vera með sama grunninn og engin að fara eftir neinni sameiginlegu fyrirfram mótaðri stefnu um þessi mál.
Það verður að vera með grunnstefnuna í lagi þannig er forvarnarstarfið eðlilegast og best. Um leið og við kostum til í forvarnarstarfi af fyrirhyggju, kærleika og virðingu fyrir samborgurum okkar sparast meir á hinum enda útgjalda okkar í þegar óþarflega af fyrirhyggjulausu forvarnarleysi kostnaðarsama heilbrigðiskerfi okkar.
Það er lítil samfélagshugsjón í gangi í félags- og heilbrigðiskerfi okkar og alls engin forvarnarstarfsemi enda höfum við enga þolinmæði eða getu til slíks. Íslenskt samfélag stendur á krossgötum og víða þarf að taka til og sýna umburðarlyndi og heilbrigða skynsemi í framkvæmd og stefnumótun. En til þess þarf hugrekki og höfum við það? Hafa stjórnvöld hugrekki til að breyta og taka nýja stefnu án þess að vera þvinguð til þess að reiðum mótmælendum?
1.100 heimili fengu aðstoð í gær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.10.2010 | 11:26
Fjölbreytileikinn er nauðsynlegur!!
Ja hérna, yfir öllu óskapast fólk. En undir regnbóganum þurfum við að leyfa fólki að lifa og vera til á sínum forsendum, virða sjálfan sig og aðra til þessa frelsis.
Samfélagið er almennt að breyta og aðlaga alla að einhverju samfélagsnormi sem er í augum þess (samfélagsins) hættulaust og litlaust. Þau eru að hverfa sem þora að vera öðruvísi og hafa sína skoðun og það er missir af þessu fólki.
Ef við bara brosum að svona háttalagi verður ekkert úr þessu! Ef við viljum getum við svo auglýst viðkomandi með allskonar listum og ókeypis athygli í fjölmiðlum.
Stundum er gott að vita hvenær kyrrt má liggja og leyfa hlutunum bara að hafa sinn gang. Allt líður þetta hjá, því höfum við vissu fyrir?
Safna undirskriftum gegn Agli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2010 | 11:40
Grettistak en hvar var ASÍ??
Satt er það að öllu er snýr að húsnæðismálum hefur farið halloka sl. áratug.. En hvar var verkalýðshreyfingin þennan tíma! Sat hún og kúrði úti horni og beið eftir því að aðrir tækju upp baráttu fyrir almennu félagslegu húsnæði á Íslandi? Ekki hef ég orðið mikið var við að verkalýðsfélögin hafi verið mikið að leggja fram krafta sína í þessum málaflokki!Hvað þá lifeyrissjóðir með fjármagn landsmanna í sinni vörslu!!!
Allt tal um félagslegt eignarkerfi og félagslega eignarmyndun er liðin tíð!! Félagslegt húsnæði er bara allt annað en eignarkerfi!!!
Öruggt húsaskjól, leiguréttur, búseturéttur á viðunandi kjörum og sterkt húsnæðisendurgreiðslukerfi "húsnæðisgreiðslur" í stað vaxta- og húsaleigubóta er það sem við viljum sjá. Þeir sem vilja eiga húsnæði sitt verða að fara almenna leið og hún verður dýrari eðli síns vegna.
Þörf á Grettistaki í húsnæðismálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2010 | 14:38
Ríkisstjórnin að beygja inn á beinu brautina ?
Já þetta hljómar vel og er frábært að skuldir fyrnist tveimur árum eftir gjaldþrot. Ýmislegt annað er í gangi varðandi skuldir fólks þótt enn sé hangið yfir almennri leiðréttingu skulda um ca. 18% og ákveðnum sér sértækum aðgerðum fyrir ákveðna hópa. Væntanlega á þetta við um allar skuldir sem fara í gjaldþrotameðferð og afgreiðslu þar??
Það leiðinlega í þessu er að allt er þetta þvingað fram af fólki sem mætir á Austurvöll ásamt sérhagsmunafélögum heimilana. Hvað gerist ef hlustað er aðeins fyrr og framkvæmt aðeins fyrr ágæta ríkisstjórn?
Húsnæðismál, félagslega tengd mál, heilbrigðismál allt þarf að fá sér afgreiðslu í dag miðað við ástandið í dag! En svo þarf að byggja upp nýtt samfélag á rústum þess fyrrri og það virðist ætla verða óljós spor sem ekkert sést enn af. Forvarnir er yfirskrift vegna framtíðarvinnu okkar. Allt sem við gerum eru spor sem setja mark sitt á framtíð unga fólksins sem tekur við og heldur samfélagi okkar gangandi. Við verðum öll elliborgarar og þurfum á stöðugleika að halda í réttlátu og manneskjulegu samfélagi. Og grunninn byggjum við að miklu leyti með ákvörðunum teknum í dag!!
Skuldir fyrnist á tveimur árum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2010 | 09:29
Að vera skorinn!! Líkamsræktarhugtak!!??
Allt skorið og verkalýðsfélagið hefur verulegar áhyggjur! Nú reyna menn bara að halda haus gagnvart skuldunum segir forustann. Ástandið er grafaralvarlegt enda kaupmáttur rýrnað um 15% og staðann svipuð og fyrir 7. árum.
Furðuleg stemning er í samfélaginu. Eins og í upphafi sorgarferils og allt dofið og depurð ríkjandi. Sumir komnir í reiðina en of mörg erum við svona í uppgjöf eins og ekkert sé hægt að gera. Þetta sé vonlaust ástand og vonlaust að breyta nokkru enda sama fólkið að vinna í öllum málunum!
En staðreyndin er að við breytum ekki öðru fólki, breytum ekki ytra ástandi okkar með handafli. Við breytum engu nema okkur sjálfum.
Og þá er spurningin hvað vil ég fá út úr lífinu? Staðan í dag gefur tilefni til að skoða hvað við gerðum og gerðum ekki fram að þessu! Og hvað viljum við svo gera öðruvísi núna?
Er raunhæft að ætla þeim er voru við stjórnvöl fram að hruninu að breytast algjörlega og taka nýja stefnu? Skiptir engu hvort um er að ræða hjá Alþingi, ríkisstjórn, verkalýðsfélögum eða öðrum sem áttu að leiða samfélag okkur áfram.
Ég held ekki! Ég held að skipta verði um áhöfn á flestum stöðum enda fullt af fólki á hliðarlínunum sem er hæft og ómengað af fortíðinni til að taka við!
Heibrigðismál, félagsleg mál eins og öruggt húsnæði, ódýr holl matur, einfaldur og ódýr aðgangur að grunn heilbrigðiskerfi allt er þetta ásamt fersku súrefni að anda að okkur og atvinnuöryggi grunnur að því að við getum og viljum halda áfram að vera til sem manneskjur.
En því miður hafa þessi atriði setið á hakanum og eitthvert undarlegt yfirborðskennt líferni einkennt samfélagið undanfarna áratugi. Staðreyndin er að okkur skortir fastann grunn til að standa á okkur skortir félagslegt, líkamlegt og andlegt öryggi. Staðreyndin er að við verðum sjálf að sækja þessa hluti hvernig svo sem leið okkar að því markmiði verður. Hvert stefnan verður tekin. En mikilla breytinga er þörf!
Það er bara allt skorið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.10.2010 | 11:59
Staðnaðar aðferðir hjá samtökum og félögum sem er kominn tími á að leggja tímabundið til hliðar svo hægt verði að halda uppbyggingunni áfram!!
Helmingur býr í eigin húsnæði? Hvað telja stéttarfélögin að sé eigið húsnæði? Hvað eiga þau mikið eða lítið sem eru í eigið húsnæði? Hvað kostar að búa í þessu húsnæði eða er það í raun fangelsi í dulargerfi eigins húsnæði?
Stéttarfélögin virðist vera staðnað fyrirbrigði líkt og ASÍ, og samtök atvinnurekandi vinnuveitenda! Einhverstaðar á leiðinni misstu þau samband sitt við raunveruleika fólks! En Alþingi fór í gegnum þetta ferli fyrir þó nokkru síðan og virðist vera statt í upphafi sorgarferlis síns!
Af hverjum og hvar eru settar fram raunverulegar kröfur í húsnæðismálum, heilbrigðismálum og launamálum? Hvar er settur fram skynsamur grunnur að umræðum milli aðila? Hann virðist enn ókominn því allir eru í skotgrafahernaði að kenna öðrum um!
Hvar eru þessi félög að tala, mótmæla, skrifa um ónýtt húsnæðislánakerfi, ónýtt vaxtabótakerfi, ónýtt húsaleigubótakerfi og snarruglaðar tekjutengingar út um allt til að hemja þessi í dag hlutfallslega litlu útgjöld til launalægsta fólksins? Vita ekki þessir aðilar að forvarnir er mikilvægasti þátturinn í þessu öllu? Forvarnir felast m.a. í lagfæringu á öllu þessu ofannefndu ónýta dótaríi!! Og hvað heldur ríkisstjórnin að aðgerðir hennar í heilbrigðismálum eigi eftir að kosta næstu kynslóðir?
Gamaldags úrreltar aðferðir þessara aðila með háglaunaaðal í forustu sinni eru að eyðileggja móral fólks, drepa niður löngunina til að standa upp og taka ábyrgð og gera eitthvað raunhæft í sínum málum. Við erum á flestum sviðum samfélagsins að taka upp gömlu aðferðirnar með gömlu stofnunum og gömlu stjórnendunum! Er það þetta sem við viljum?
Mörg ný hagsmunasamtök með fagfólk sem þekkir til málefna hafa verið að líta dagsins ljós. Hagsmunasamtök heimilana virðast t.d. ætla að verða málsvarar fólksins í mörgum málaflokkum í stað ofannefndra aðila. Hver stendur aðeins í AGS og ástarsambandi þeirra og ríkistjórnarinnar við bankakerfið? Er ekki nóg komið í bili með blíðuna gagnvart bönkunum og kominn tími til að snúa sér og eitthvað af fjármagni þessu að fólkinu og þörfum þess?
Allt er þetta hægt en það skortir traust á milli aðila. Nýtt fólk verður að megninu að koma fram og klára þessi mál því gamla fólkið er fast í hjólfari fortíðarhyggju!
Það væri fróðlegt að sjá drög að almennum sáttmála í þessum málum. Sem hægt væri að setjast yfir og ræða og ná saman um sem aðgerðarlista. Lista sem alþingi götunar mun svo sjá til að verði staðið við!!!!
Helmingur með fjárhagsáhyggjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2010 | 09:51
Erum við öll á asnaeyrunum?
Erum við of trúgjörn? Er enn of auðvelt að selja okkur velvilja sinn til ýmissa verka án þess að sýna nokkuð í framkvæmd? Erum við of gjörn á að fyrirgefa og jafnvel gleyma því sem var? Hættum við of oft of snemma að fylgja aðgerðum eftir og sjá þær klárast og komast í framkvæmd??
Í athyglisverðu útvarpsviðtali sagði próf. Júlíus Sólnes margt um getulausar stjórnvaldsaðgerðarleysir. Varðandi að færa niður vísitöluna, leiðrétta hana aftur á bak þá benti hann á að þessir milljarðar sem það "kostar" gjaldfalla ekki um leið!! Öll lán hvort sem er tekin af bönkum, sjóðum eða öðrum eru til einhverra áratuga einnig þau lán sem þessir aðilar veittu!!
Þar af leiðandi eru þessir hugsanlega 200. milljarðar að falla í gjalddaga á löngum tíma! En allir eru alltaf að hræða okkur með að nú verði að borga þetta á morgun eru fulltrúar ríkisstjórnar og fjármagnsfólksins að ljúga að okkur??? Ljóst er að ekki næst samkomulag um þessa aðgerð þannig að finna þarf löglega leið til þess að framkvæma hana.
Það hefur heldur hvergi komið fram hver mismunurinn er á milli þessara 200. milljarða og þess sem mun tapast við óhjákvæmileg gjaldþrot ef ekki verður farið í alvöru aðgerð. Ætli það sé ekki mun lægri fjárhæð sem tapast fyrir utan allann óbeinan kostnað sem til verður vegna gjaldþrota.
Og í öllu þessu eru bankar að afskrifa tugi milljarða hjá fyrirtækjum og lífeyrissjóðir annað eins vegna fjárfestingabull stjórnenda sinna!!!!
Þessi leiðrétting er einföld réttlát aðgerð á pappírspeningum vegna vísitölu/gengisbreytinga og hlýtur með smá vilja að vera hægt að breyta á pappírunum aftur. Jafnvel að nota þessa hugmynd um samsetningu vísitölunnar sem er arfa vitlaus!!! Lán hækka td. þegar bensín og áfengi hækkar með innlendum skattheimtuaðgerðum er bara dæmi um fáráðanleikann!! En í nefndu viðtali kemur fram að grunni vísitölunnar hefur áður verið breytt (td. ´89) og hefur réttmæti þeirrar aðgerðar verið staðfest af hæstarétti!! Aðrar aðgerðir til aðstoðar verður að einfalda og td. eiga aðilar eins og Umboðsmaður skuldara að geta náð í flestallar upplýsingar í gegnum tölvutengingar sínar en ekki senda fólk út sem suður!!
Þetta er allt að taka allt of langan tíma gott fólk!! Reiðin er orðin of mikil til að eitthvert hálfkák dugi núna. Ég er alveg til í að mæta á Austurvöll aftur og aftur þar til hlustað verður!! Þessi leið sem nú er verið að ræða um verður aldrei samþykkt af alþingi götunnar stundum staðsett úti á Austurvelli!!!
Hagsmunasamtökin dregin á asnaeyrunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.10.2010 | 07:34
Drífa í að stofna félög um íbúðareignir ÍLS og bankanna!! Atvinnuskapandi aðgerð!!
Ekkert slæmt við þetta nema að eigendur, kröfuhafar hafa látið húsin skemmast sl. tvö ár sem er óafsakanlegt kæruleysi með svona dýrmæti hver svo sem á í hlut!!!
Félög þarf að stofna en svo þarf að búa til sjóð sem lánar félögum til að klára þessar íbúðir. Hanna þær aftur þegar um ruglstærðir eins og 150 fermetrar er um að ræða. Líklega þarf að endurhanna ansi mörg hús og út úr þeim má fá fleiri íbúðir. Stærð íbúða á Íslandi hefur verið í algjöru ruglu til margra áratuga engum til gagns.
Hér geta byggingaverkamenn, hönnuðir, verslanir og fleiri fengið verkefni og góða vinnu!!! Strax!!
Nefna má okurverð á íbúðum fyrir aldraða með samþykki allra aðila sem að byggingu þeirra komu!! Þær hafa verið of stórar og ótrúlega dýrar en auðvitað má okra á eldri borgara þessa lands af kynslóðinni sem er að njóta ávaxta af vinni hinna eldri.
Sama hefur gilt um aðrar félagslegar íbúðir að sveitarstjórnum hefur hætt til að úthluta verstu lóðirnar vegna byggingar þeirra og þær orðið alltof dýrar.
En nú má snúa þessu við með nýjum Eignarfélögum, ströngum reglum um stærð og nýtingu fermetrana. Vann við að búa til stærðarreglur íbúða í eldra félagslega kerfinu en það var þrautarganga gegn "hagsmunaaðilum" þrátt fyrir að við vorum með talsvert stærri íbúðir en aðrir sambærilegir aðilar á norðurlöndunum. Ábyrgðarleysi hefur löngum fylgt þeim sem sækja í opinbera lánasjóði.
Einnig má stofna búseturéttarfélög sem byggja og eiga hagkvæmar íbúðir til útleigu á viðráðanlegu verði.
Svo fylgir að sjálfsögðu að húsnæðisgreiðslur til leigenda verði alvöru endurgreiðslur sem taki mið af hámarks leyfilegum kostaði fjölskyldu vegna leigu.
Fær tvær blokkir í fangið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.10.2010 | 09:03
Hvar er fólkið sem getur tekið ákvarðanir og haldið áfram veginn?
Líst illa á! Þetta eru ekki mikil eða sannfærandi rök!! Hefur einhver reiknað út hvað tapast ef ekkert er gert? Rosalegar rökleysur eru lagðar fyrir okkur og talað niður til okkar sem þjóð af hagsmunagæsluliði fjármagnsins sem virðist alltaf eiga sig sjálft.
Það er til leið ef við viljum fara hana. Hugsa, taka ákvörðun og framkvæma er ágætis tumaputtaregla!!!
Ég hélt að almenna niðurfærslan væri leiðrétting vegna rangrar vísitölu/gengishækkunar! Engin spurning að sú aðgerð sé réttlát og framkvæmdin sanngirnismál eins og aðrar almennar leiðréttingar vegna gengis- eða vísitölubullsins.
Það sem svo þarf að gera er að fara sérleiðir með þann hóp sem þetta dugar ekki fyrir. Það þarf eflaust að afskrifa og gera meira fyrir 20% heimila jafnvel minni hóp. Og það á bara að gera til viðbótar fyrr nefndri almennu niðurfærslu. En auðvitað verða alltaf einhverjir sem verða að fara í nýju leigufélögin. Hvað haldið þið að gjaldþrot kosti miklu miklu meira en við erum nú að tala um?! Fjárfestinga- og rekstrarsukk margra lífeyrissjóða virðist í lagi en ekki leiðréttingar gagnvart eigendum lífeyrisins.
Er nema von að fólk fari í greiðsluverkfall þegar allt umhverfi fjármálakerfsins snýst um það sjálft og hvernig megi bjarga því, en fólkið er svona afgangsstærð þegar það liggur svo fyrir. Og auðvitað eru leiðirnar til að bjarga fólkinu erfiðari þegar búið er að leggja línurnar fyrst til bjargar fjármagninu og sk. eigendum þess!
Engin virðist sjá heildarmyndina heldur eru enn að vasast í að bjarga litla myndbrotinu af sjálfum sér.....
En það sem verður að gerast er að breyta þreytandi/niðurdrepandi og ósanna umræðu um eignarstefnuna sem haldið hefur íslenska þjóð í nagl- og steypugíslingu í áratugi. Við höfum sjaldnast átt húsnæði nema ef vera skyldi árin þegar verðbólgan færði lántakendum gjafir á færibandi á kostnað þeirra í samfélaginu sem gátu ekki tekið þessi gjafalán.
Hvaða vit er í því að eiga allt sitt fast í steypu? Og vera með okurlán og vaxtabótakerfi sem er meingallað frá upphafi og breytist svo á fjögurra ára fresti! Erum fangar kollhnískennda steypustefnu sl. ríkisstjórna og mörgum þykir furðu nokk enn gott að þjást!
Húsnæðisstefna sl. áratuga hefur að mestu verið bull og fullt af skammtímareddingum og rangfærslum ríkisvaldsins, eigenda, sveitarstjórna og annarra hagsmunaaðila. Enginn verið að hugsa um nema sig og vini sína en það er ekkert nýtt í okkar stjórnkerfi.
Búum til félög utan um allt húsnæði ÍLS., banka og annarra. En þar þarf að afskrifa!!! (sjá að ofan) þannig að það verður alltaf gert öðruvísi verður reksturinn vonlaus frá upphafi. Það ásamt lengingu húsnæðistengdra lána í allaveganna 70 ár og fleiri aðgerðir er óhjákvæmilegt. Velbyggð hús okkar þola alveg langtímaveðsetningu sem fylgir húsinu að óbreyttu fyrirkomulagi. Fyrningartími velbyggðra húsa getur alveg verið 100 ár. Ekki 25 til 40 sem lánveitendur virðast halda? Og hvað ætli þessar endalausu þinglýsingar og stimplingar á nýjum lánum kosti okkur á hverju ári.
Norræna íbúðarkerfið sbr. skovdebostader.se í litlu sænsku samfélagi hentar okkur vel en þarf að kynna vel fyrir þjóðina eftir allt eignartalið!! Við erum skemmd af einhliða áróðri opinberra aðila um okkur sem hamingjusama "naglhreinsandi" þjóð!!
Vaxta- húsaleigubótakerfið er svo löngu úr sér gengið. Húsnæðisgreiðslur til allra er taki mið af íbúðarstærð, fjölskyldstærð og tekjum verður að taka upp. Þetta eru ekki bætur heldur endurgreiðslur til okkar sem borgum skatta í þessu landi. Það á að markmið að engin borgi meira en 30% af heildartekjum vegna húsnæðisöflunar.
Vinnum saman, ekki verður það séð af fundum sl. daga annað en að allir séu fastir í eigin nafla og hugsa um eigin hag! Eða heldur fólk virkilega að með einstrengislegri eigin túlkun sinni á lögum og reglugerðum sé verið að hugsa um fólkið. Nei, allt snýst þetta um fjármagnseigendur hjá þessu fólki!!!
Tunnurnar verða áfram úti!!!! Tökum á þessum vanda sem ein þjóð í einu landi!!!!!!!!!!!!!!!!!
Líst illa á almenna niðurfærslu skulda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.10.2010 | 08:09
Týnd í eiginn veruleika!
Að sjá aðeins gömlu, þekktu leiðirnar sem veittu og veita enn öryggiskennd og fara aldrei upp úr þeim hjólförum og leita nýrra leiða er leið til glötunar og einangrunar og stafar af lélegu sjálfstrausti.
Að treysta engum, og þvinga sig til að vera áfram í aðstæðum sem eru vondar og þora ekki að fara ber vott um lélegt sjálfstraust. Eins og til dæmis á við um þing og stjórn!
Þessar aðgerðir í heilbrigðismálum bera þess merki að vera unninn við skrifborð af þeim er þekkja ekkert til alvöru lífsins og hafa enga raunverulega þekkingu eða reynslu til að bera ákvarðanir sínar uppi.
Sjálfsagt er að færa stærstu aðgerðirnar á td. tvo staði en alla grunnþjónustu og heilbrigðisþjónustu sem veitir fólki lágmarks öryggiskennd verður að fara varlega í að færa langt í burtu!!
Ágæta fólk sem eigið þessar hugmyndir. Hugsanlega er þetta sparnaður á pappír á þessu augnabliki en alls, alls ekki ef litið er til lengri tíma. Þá erum við öll að stórtapa með svona skyndilausnum. Að lifi í "núinu" er ekki alltaf rétt nema auðvitað þegar maður vill ákveðnar fyrir sig einfaldar aðgerðir og niðurstöður.
Andlegt, líkamlegt og félagslegt ástand þeirra er búa á þessum stöðum á eftir að verða vandi næstu kynslóðar en það er auðvitað ekki fjárlagamál dagsins í dag!
Heilsufar fullorðinni og barna er framtíðarvinna og forvarnarvinna allt þolinmæðisvinna ásamt viðeigandi aðstoð þegar einmitt þarf á henni að halda - ekki seinna!
Þetta er svo mikil pappírsaðgerð og ótrúlega skammsýn að eiginlega þarf ég á geðrænni bráðaþjónustu að halda og þá er eins gott að búa á höfuðborgarsvæðinu eða Akureyri.
En eins og bygging nýja stóra sjúkrahússins er lausn þeirra sem hugsa í beinum línum og í 360 gráðu beygjum þá er þetta svo mikil skammsýni um sparnað að það gerir mig veikann!
Fólk rekið úr landinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)