Drífa í að stofna félög um íbúðareignir ÍLS og bankanna!! Atvinnuskapandi aðgerð!!

Ekkert slæmt við þetta nema að eigendur, kröfuhafar hafa látið húsin skemmast sl. tvö ár sem er óafsakanlegt kæruleysi með svona dýrmæti hver svo sem á í hlut!!!

Félög þarf að stofna en svo þarf að búa til sjóð sem lánar félögum til að klára þessar íbúðir.  Hanna þær aftur þegar um ruglstærðir eins og 150 fermetrar er um að ræða.  Líklega þarf að endurhanna ansi mörg hús og út úr þeim má fá fleiri íbúðir.  Stærð íbúða á Íslandi hefur verið í algjöru ruglu til margra áratuga engum til gagns.

Hér geta byggingaverkamenn, hönnuðir, verslanir og fleiri fengið verkefni og góða vinnu!!! Strax!!

Nefna má okurverð á íbúðum fyrir aldraða með samþykki allra aðila sem að byggingu þeirra komu!!  Þær hafa verið of stórar og ótrúlega dýrar en auðvitað má okra á eldri borgara þessa lands af kynslóðinni sem er að njóta ávaxta af vinni hinna eldri.

Sama hefur gilt um aðrar félagslegar íbúðir að sveitarstjórnum hefur hætt til að úthluta verstu lóðirnar vegna byggingar þeirra og þær orðið alltof dýrar.

En nú má snúa þessu við með nýjum Eignarfélögum, ströngum reglum um stærð og nýtingu fermetrana.  Vann við að búa til stærðarreglur íbúða í eldra félagslega kerfinu en það var þrautarganga gegn "hagsmunaaðilum" þrátt fyrir að við vorum með talsvert stærri íbúðir en aðrir sambærilegir aðilar á norðurlöndunum.  Ábyrgðarleysi hefur löngum fylgt þeim sem sækja í opinbera lánasjóði.

Einnig má stofna búseturéttarfélög sem byggja og eiga hagkvæmar íbúðir til útleigu á viðráðanlegu verði.

Svo fylgir að sjálfsögðu að húsnæðisgreiðslur til leigenda verði alvöru endurgreiðslur sem taki mið af hámarks leyfilegum kostaði fjölskyldu vegna leigu.


mbl.is Fær tvær blokkir í fangið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Muddur

Ég er á því að það stofna eigi sérstakt leigufélag utan um íbúðarhúsnæði sem ríkið eignast gegnum íbúðalánasjóð, ekki samt svona fyrirkomulag þar sem fólk þarf að kaupa sér búseturétt fyrir nokkrar milljónir. Frekar má líta til landanna í kringum okkur þar sem mörg dæmi eru um stór leigufélög, sem eiga margar íbúðir af ýmsum stærðum og leigja fólki þær eftir þörfum hvers og eins. Fólk skráir sig hjá félaginu og fær úthlutað íbúð í samræmi við fjölskyldustærð. Svo ef fjölskyldan stækkar getur fólk fengið úthlutað stærri íbúð o.s.frv. Leigan er eins hófleg og hægt er, samt nóg til að félögin séu rekin yfir núllinu. Fólk er þarna í hagkvæmu og öruggu húsnæði ólíkt því sem gerist á leigumarkaðnum hér, þar sem þú þarft annaðhvort að kaupa þér búseturétt fyrir nokkrar milljónir, eða leigja af einhverjum út í bæ, sem getur alveg eins bolað þér út eftir örfáa mánuði af því að frænda hans vantar íbúð.

Muddur, 15.10.2010 kl. 09:40

2 Smámynd: Björn Emilsson

Rétt hjá þer Percy. Það þarf að koma þessum húsnæðismálum i heilbrigðan farveg. Líta ber til frænda vorra Dana, sem eru einna fremstir í flokki um réttlátt íbúðarkerfi. Sérstaklega ber að nefna laganna um 'Andelslejligher' í Danmörku.

Einnig má benda á svokallað Section8 kerfi í Bandaríkjunum, sem byggist á að borga húsaleigu fyrir þurfandi, sérstaklega einstæðar mæður.

Björn Emilsson, 15.10.2010 kl. 19:14

3 identicon

Sammála enda fór búseturétturinn upp úr öllu eðlilegu vegna þess hve dýrt var byggt og óhagkvæmt hér áður hjá þeim!!!!!

litið vit í því satt að segja að bara jafnvel 2 millj. fyrir búseturétt!!!!

percy (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband