Erum við öll á asnaeyrunum?

Erum við of trúgjörn? Er enn of auðvelt að selja okkur velvilja sinn til ýmissa verka án þess að sýna nokkuð í framkvæmd?  Erum við of gjörn á að fyrirgefa og jafnvel gleyma því sem var? Hættum við of oft of snemma að fylgja aðgerðum eftir og sjá þær klárast og komast í framkvæmd??

Í athyglisverðu útvarpsviðtali sagði próf. Júlíus Sólnes margt um getulausar stjórnvaldsaðgerðarleysir.  Varðandi að færa niður vísitöluna, leiðrétta hana aftur á bak þá benti hann á að þessir milljarðar sem það "kostar" gjaldfalla ekki um leið!! Öll lán hvort sem er tekin af bönkum, sjóðum eða öðrum eru til einhverra áratuga einnig þau lán sem þessir aðilar veittu!!

Þar af leiðandi eru þessir hugsanlega 200. milljarðar að falla í gjalddaga á löngum tíma!  En allir eru alltaf að hræða okkur með að nú verði að borga þetta á morgun eru fulltrúar ríkisstjórnar og fjármagnsfólksins að ljúga að okkur???  Ljóst er að ekki næst samkomulag um þessa aðgerð þannig að finna þarf löglega leið til þess að framkvæma hana.

Það hefur heldur hvergi komið fram hver mismunurinn er á milli þessara 200. milljarða og þess sem mun tapast við óhjákvæmileg gjaldþrot ef ekki verður farið í alvöru aðgerð.  Ætli það sé ekki mun lægri fjárhæð sem tapast fyrir utan allann óbeinan kostnað sem til verður vegna gjaldþrota.

Og í öllu þessu eru bankar að afskrifa tugi milljarða hjá fyrirtækjum og lífeyrissjóðir annað eins vegna fjárfestingabull stjórnenda sinna!!!!

Þessi leiðrétting er einföld réttlát aðgerð á pappírspeningum vegna vísitölu/gengisbreytinga og hlýtur með smá vilja að vera hægt að breyta á pappírunum aftur. Jafnvel að nota þessa hugmynd um samsetningu vísitölunnar sem er arfa vitlaus!!! Lán hækka td. þegar bensín og áfengi hækkar með innlendum skattheimtuaðgerðum er bara dæmi um fáráðanleikann!!  En í nefndu viðtali kemur fram að grunni vísitölunnar hefur áður verið breytt (td. ´89) og hefur réttmæti þeirrar aðgerðar verið staðfest af hæstarétti!!   Aðrar aðgerðir til aðstoðar verður að einfalda og td. eiga aðilar eins og Umboðsmaður skuldara að geta náð í flestallar upplýsingar í gegnum tölvutengingar sínar en ekki senda fólk út sem suður!!

Þetta er allt að taka allt of langan tíma gott fólk!!  Reiðin er orðin of mikil til að eitthvert hálfkák dugi núna.  Ég er alveg til í að mæta á Austurvöll aftur og aftur þar til hlustað verður!! Þessi leið sem nú er verið að ræða um verður aldrei samþykkt af alþingi götunnar stundum staðsett úti á Austurvelli!!!

 

 


mbl.is Hagsmunasamtökin dregin á asnaeyrunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Percy mig langar að biðja þig um að setja þessa grein í eitthvert blaðið á áberandi stað því að hún er sannalega athygliverð.Vona að þú komir þessum hugmyndum á framfæri til samtaka heimillanna líka.KvBjörn

Björn Birgisson (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 10:12

2 identicon

Svarið er "JÁ" ... við erum öll að láta draga okkur á asnaeyrum og höfum reyndar gert það allt frá hruni ... í rúmlega tvö ár ... ef ekki lengur.

Hér munu engar hjálparaðgerðir fara í gang fyrir alvöru, aðeins yfirklór; til þess fallið að "róa almenning".

Hér er að fara fram þjóðarrán þar sem fjármagnseigendur, innlendir sem erlendir, eru hreinlega að svíða út úr íslenskum almenningi eigur hans.

Ekkert dugir á þessa óværu nema harðskeytt lög. En þetta auma alþingi, sem verðskuldarekki stóran staf hjá mér lengur, getur ekkert og gerir ekkert nema taka þátt í blekkingarleiknum. Þar hugsa menn bara um eigin rassgöt enda er skítafýlan af þeim stæk.

Hólímólí (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 10:28

3 identicon

Ef niðurstaðan er ekki á einn veg þá er verið að draga alla á asnaeyrum. Svona málflutningur dæmir sig sjálfur. Ég hlusta öðvitað a´alla þá sem eru mér ekki sammála og það er augljóst að allur sá fjöldi sem leggst gegn þessum tillögum er ekki í stríði gegn okkur sem flokkumst undir venjulegt fólk. Finna þarf betri leið

Sigrún (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband