Ríkisstjórnin að beygja inn á beinu brautina ?

Já þetta hljómar vel og er frábært að skuldir fyrnist tveimur árum eftir gjaldþrot.  Ýmislegt annað er í gangi varðandi skuldir fólks þótt enn sé hangið yfir almennri leiðréttingu skulda um ca. 18% og ákveðnum sér sértækum aðgerðum fyrir ákveðna hópa.  Væntanlega á þetta við um allar skuldir sem fara í gjaldþrotameðferð og afgreiðslu þar??

Það leiðinlega í þessu er að allt er þetta þvingað fram af fólki sem mætir á Austurvöll ásamt sérhagsmunafélögum heimilana.  Hvað gerist ef hlustað er aðeins fyrr og framkvæmt aðeins fyrr ágæta ríkisstjórn?

Húsnæðismál, félagslega tengd mál, heilbrigðismál allt þarf að fá sér afgreiðslu í dag miðað við ástandið í dag! En svo þarf að byggja upp nýtt samfélag á rústum þess fyrrri og það virðist ætla verða óljós spor sem ekkert sést enn af.  Forvarnir er yfirskrift vegna framtíðarvinnu okkar.  Allt sem við gerum eru spor sem setja mark sitt á framtíð unga fólksins sem tekur við og heldur samfélagi okkar gangandi.  Við verðum öll elliborgarar og þurfum á stöðugleika að halda í réttlátu og manneskjulegu samfélagi.  Og grunninn byggjum við að miklu leyti með ákvörðunum teknum í dag!!


mbl.is Skuldir fyrnist á tveimur árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Þorsteinsson

Góðir punktar Percy

Hallur Þorsteinsson, 19.10.2010 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband