Staðnaðar aðferðir hjá samtökum og félögum sem er kominn tími á að leggja tímabundið til hliðar svo hægt verði að halda uppbyggingunni áfram!!

Helmingur býr í eigin húsnæði? Hvað telja stéttarfélögin að sé eigið húsnæði? Hvað eiga þau mikið eða lítið sem eru í eigið húsnæði?  Hvað kostar að búa í þessu húsnæði eða er það í raun fangelsi í dulargerfi eigins húsnæði? 

Stéttarfélögin virðist vera staðnað fyrirbrigði líkt og ASÍ, og samtök atvinnurekandi vinnuveitenda!  Einhverstaðar á leiðinni misstu þau samband sitt við raunveruleika fólks! En Alþingi fór í gegnum þetta ferli fyrir þó nokkru síðan og virðist vera statt í upphafi sorgarferlis síns!  

Af hverjum og hvar eru settar fram raunverulegar kröfur í húsnæðismálum, heilbrigðismálum og launamálum?  Hvar er settur fram skynsamur grunnur að umræðum milli aðila?  Hann virðist enn ókominn því allir eru í skotgrafahernaði að kenna öðrum um!

Hvar eru þessi félög að tala, mótmæla, skrifa um ónýtt húsnæðislánakerfi, ónýtt vaxtabótakerfi, ónýtt húsaleigubótakerfi og snarruglaðar tekjutengingar út um allt til að hemja þessi í dag hlutfallslega litlu útgjöld til launalægsta fólksins?  Vita ekki þessir aðilar að forvarnir er mikilvægasti þátturinn í þessu öllu?  Forvarnir felast m.a. í lagfæringu á öllu þessu ofannefndu ónýta dótaríi!!  Og hvað heldur ríkisstjórnin að aðgerðir hennar í heilbrigðismálum eigi eftir að kosta næstu kynslóðir?

Gamaldags úrreltar aðferðir þessara aðila með háglaunaaðal í forustu sinni eru að eyðileggja móral fólks, drepa niður löngunina til að standa upp og taka ábyrgð og gera eitthvað raunhæft í sínum málum.  Við erum á flestum sviðum samfélagsins að taka upp gömlu aðferðirnar með gömlu stofnunum og gömlu stjórnendunum! Er það þetta sem við viljum?

Mörg ný hagsmunasamtök með fagfólk sem þekkir til málefna hafa verið að líta dagsins ljós.  Hagsmunasamtök heimilana virðast t.d. ætla að verða málsvarar fólksins í mörgum málaflokkum í stað ofannefndra aðila.  Hver stendur aðeins í AGS og ástarsambandi þeirra og ríkistjórnarinnar við bankakerfið?  Er ekki nóg komið í bili með blíðuna gagnvart bönkunum og kominn tími til að snúa sér og eitthvað af fjármagni þessu að fólkinu og þörfum þess? 

Allt er þetta hægt en það skortir traust á milli aðila.  Nýtt fólk verður að megninu að koma fram og klára þessi mál því gamla fólkið er fast í hjólfari fortíðarhyggju!  

Það væri fróðlegt að sjá drög að almennum sáttmála í þessum málum.  Sem hægt væri að setjast yfir og ræða og ná saman um sem aðgerðarlista.  Lista sem alþingi götunar mun svo sjá til að verði staðið við!!!!


mbl.is Helmingur með fjárhagsáhyggjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband