Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Fjölskyldu- lopapeysubylting! Tvískipt samfélag þing og þjóð!

Inni í Alþingishúsi fór umræða fram en úti ríkti örvænting, reiði og sorg!  Veikur heima sá ég útsendingu frá Alþingisumræðunni með innskotum frá Austurvelli þjóðarinnar.  Það var óraunverulegt að horfa á þetta tvennt í einu! Eins og ekki væri um sömu þjóðina að ræða sitt hvoru meginn við víggirðingu lögreglunnar.

Þarna hefði forsætisráðherra átt að biðja um hlé á umræðunni og fara með gjallarhorn út á svalir Alþingishúss og tala við fólkið.  Það hefði verið það stórkostlega á augnabliki sem þessu.   En Alþingi heldur sínum gangi þrátt fyrir allt og fátt var um svör þegar fréttamaður RÚV spurðu forsætisráðherra um þennan möguleika að tala við fólkið útí á Austurvelli.

En umræðan inni hélt áfram og ég upplifði hana frekar eins og bíóinnskot frá útsendingu á Austurvelli en öfugt.  Óraunveruleikinn eitthvað fjarstæðukennt var í gangi það var engin gjá heldur hyldýpi á milli þings og þjóðar.

Göngutúr inn í dimman dal fátæktar í boði Alþingis? Á næsti vetur að verða slíkur? Eða ætlar fólk að snúa blaðinu við og tala saman á íslensku? 

Mér þykir ljóst að núverandi Alþingi eigi sér ekki viðreisnarvon.  Breyting verður að verða á svo mörgu til þess að svo megi verða.  Þjóðin tók völdin varðandi Ice-Save og verður væntanlega að gera það aftur á fleiri sviðum.

Eina sjáanlega leiðin er Utanþingsstjórn fagfólks sem fær að laga alla vitleysuna sem búið er að framkvæma í nafni réttlætis aðallega þó fyrir fjármagnseigendur.  Er þjóðstjórn fjór-flokkanna eitthvað vitrænt í þessari stöðu?  Ekki geðjast mér að þeirri hugmynd svo mikið get ég sagt! Í raun ótæk!

Líklegast er það sem helst hefur verið að hjá ríkisstjórnum okkar skortur á faglegri þekkingu.  Skortur á að aðstoðarfólk hefði sér þekkingu og skortur á að æðstu embættismenn væri faglega valdir allt þetta styður einfaldlega getuleysi ráðamanna okkar. 

Við erum ekki norrænt velferðarríki eins og hin norðurlöndin.  Hér hefur alltaf verið gengið hálfaleið í aðstoð svo mátt þú bjarga þér sjálfur með afganginn góurinn!  Þannig hefur aldrei neitt verið klárað!

Einn versti þátturinn er húsnæðismálin sem aldrei hefur verið horft á nema með hálfkæringi.   Gamla félagslega húsnæðiskerfið var það sem næst hefur komið norrænu kerfi þrátt fyrir að í leiðara Fréttablaðsins segi að það hafi verið ónýtt.  Sem er ekkert nema bull að mínu mati. Það var svo lítið svo þurfti að laga þegar framsókn og sjálfstæðisflokkur lögðu það þess í stað niður.  Það félagslega kerfi með nokkrum lagfæringum hefði orðið lausn fyrir fjöldan út úr húsnæðisvandanum.  Ekki reyndist bankaleiðin vera það?

Eignarvitleysan er löngu úrrelt fyrirkomulag sem leið út úr þessu húsnæðisaungþveiti.  Það á í raun við minni hluta þjóðarinnar.

Húsnæði, matur, félagslegt öryggi er það sem þarf til að verði sátt í landinu.

Forsætisráðherra ætlar að kalla formenn flokkana til sín!  En mikið hef ég það á tilfinningunni að það sé of seint! Aðrar leiðir heldur þær sem þetta fólk kann verður að fara! 


mbl.is Ófriðarbál á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska réttlætið!! Gamla Ísland? Byltingartíminn kominn?

Nýju bankarnir keyptu húsnæðislán af þrotabúum gömlu bankanna á miklum afslætti en ganga hart fram í innheimtu gamla höfuðstólsins.  Já, þetta er löngu vitað! En samt eiga lántakendur að greiða fullt verð og nýja Ísland græðir! Hvaðan kemur allur gróði bankanna í dag?  Ég segi, nóg er komið og við sem viðskiptavinir eða óvinir gerum alvöru kröfu um eðlilegan gang þessara mála.  Réttlæti er ekki eitthvað sem annar aðilinn velur fyrir hinn eða??

Lilja Mósesdóttir, tók upp fáránleikann í pólitíkinni. Sjálfstæðismenn komu með tillögu um að greiða nú þegar skatt af innistæðum viðbótarlífeyrsissparnaðar. Á þann hátt væri hægt að koma í veg fyrir meiri skattahækkanir og niðurskurð í velferðarkerfinu.  Þetta hefur löngum verið rætt en má alls ekki fjalla um?!  En stundum verður að fara leiðir sem eru öðruvísi og hefði kanski ekki verið farnar við aðrar aðstæður! Stundum verður að þora!!

En það er ekki endalaust hægt að koma með niðurskurð á launalægsta fólkið!  Barnabætur, og aðrar tekjutengdar bætur byrja að skerðast of neðarlega í tekjustiganum!  Vaxtabætur, húsaleigubætur settar inn í formúlu sem engan veginn tekur á heildarmálum hverjar fjölskyldu!  Frá einstaklingi sem þarf að eiga heima og til aðstæðna eins og tekjur, stærð íbúðar, börn ofl.   Svo er ljóst að  leigumálin eru sett skör neðar en annað íbúðarform!

Allar leiðir eru betri en að þrengja að launafólki og fara niðurskurðarleiðir í velferðarmálunum.   Fyrir utan að öll velta samfélagsins breytist til hins verra þegar svona er að staðið sem væntanlega lækkar tekjur ríkisins á mörgum sviðum.  Þannig að í raun er þessi leið sem við erum að fara einmitt leiðin sem á ekki að fara!?   

Ef þetta verður okkar leið munum við sitja uppi með mikil kostnað eftir kanski 10 ár sem tengist velferðarmálunum.  Verðum félagslega og andlega illa stödd og heilsan verður okkur erfið vegna þess að allur lækniskostnaður verður mörgum ofraun.

Skammsýni ræður för við ákvarðanir í dag.  Gamaldags forgangsröðun sést á öllum stöðum í fjárlögum og allir bara eina ferðina enn að rífast á Alþingi!!!!

Það er kominn tími til að skipta um aðferð og fólk.  Nýjar kosningar þrátt fyrir að við vitum ekki alveg hvað við fáum er bara í góðu lagi! Höfum við annars einhverntímann vitað það?  Því þó er öruggt að við fáum eitthvað annað,  eitthvað nýtt,  eitthvað öðruvísi en  það sem er í dag!  Kanski nýjan flokk hver veit? En breytinga er þörf.  Núna, ekki áðan eða í gær eða á morgun!


mbl.is Auðmenn græða á uppboðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er í raun verið að tala í hringi inni Alþingishúsi um hvernig eigi að viðhalda núverandi valdakerfi fjórflokkana?

Held að nú sé ljóst að skipta verður alveg um áhöfn á Alþingi!  Allir sem sátu fyrir hrun eru vanhæfir.  Berlega kom það í ljós við atkvæðisgreiðslur um Landsdóm en þar voru allir þeir núverandi ráðherrar sem voru ráðherrar í fyrri stjórn á móti kærum.

Þingmenn eru að koma aftur sem höfðu tímabundið sagt af sér.  Verst var að heyra einn segja að hann bæri engan kala til þeirra er greiddu atkvæði með því að hann færi fyrir Landsdóm.  Einhver skortur á auðmýkt er hér að þvælast fyrir, held ég!? Alþingismenn og ráðherrar virðast flestir hafa glutrað niður þjónustulundinni og eru meir að vinna við að viðhalda sjálfa sig og flokka sína.

Hefði verið eðlilegt að sitja hjá eða lýsa yfir vanhæfni til atkvæðagreiðslu vegna tengsla?  En svo er einnig augljóslega augljóst að fjórflokkasamtryggingin mun verða okkur að aldurtila.  Frá lýðveldisstofnun hefur verið alin upp flokksræði og samtrygging sem er svo föst og erfist milli kynslóða þingmanna. Þessi meðvirka hegðun sem er svo ómeðvitað meðvituð að þau sem eru inni miðri hringiðunni sjá hana alls ekki. Best væri ef hægt væri að leysi núverandi stjórnmálaflokkafyrirbæri upp og koma með nýjar ferskar hugmyndir um hvernig lýðræðinu væri best framfylgt fyrir fólkið í landinu.

Það verður engin breyting nema við breytum um manskap.  Kosningar þarf til og best væri að starfstjórn eða utanþingsstjórn  héldi utan um þetta næstu 3. til 4. árin. Þingið væri aðhald og sá aðili sem setti lög og mótaði stefnuna en aðrir framkvæmdu.  En svo er ljóst að mikil breyting verður að gerast á starfsháttum Alþingis.  Annars heldur bullið áfram að bulla og loks sýður yfir og eggin fljúga.

Ég var á Austurvelli í dag og þar fann ég fyrir ólgandi innri reiði fólksins.  Svo heyrðist þingmaður segja að hann vissi ekki hverju fólk væri að mótmæla!!!  Það skortir algjörlega að ráðamenn hafi einhvern talsmann sem kann að koma fyrir og sýnir auðmýkt og skilning fyrir stöðu sinni og þjóðarinnar.   Talsmann sem talar við en ekki til fólksins sem skilur stöðuna, frá hjartanu ekki höfðinu og veit að ákveðnar grunnþarfir velferðarríkis (húsnæði, matur, vinna) skapa öryggið sem þjóðin þarf á að halda núna.

Finnar fóru flatt á félagslegum niðurskurði.  Erum við að fara sömu leið?  Hvar eru hugmyndirnar um nýtt norrænt húsnæðislánakerfi, heilbrigðiskerfi, hvar er alvöru forvarnarstarfsemin??

Fjármagn er til en vitlaust er gefið.  Forgangsröðin rammskökk og forvarnarmarkmið engin. 

Hvers á íslensk þjóð að gjalda að engin hafi kjark til að viðurkenna að við erum svo langt úr leið að nýtt fólk verður að snúa skútunni við.  Nýjir vendir sópa best er sagt og það er staðreynd..... Stundum á maður einfaldlega að hætta og snúa sér að öðru og leyfa nýju fólki með alveg nýjar og alveg öðruvísi hugmyndir að taka við.......


mbl.is Óánægja vegna skuldavanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða hvaða hvað?

Ekki er ég að ná þessu! Hver lenti í lífshættu?  Ég var þarna og mér er ómögulegt að skilja svona upphlaup þingmannsins!  En oft er auðvitað gott að gera árás þegar vörn mans er hriplek og lélegur báturinn að sökkva.  En ekki er það göfuglegt eða mikil auðmýkt í þessu!!
mbl.is Lífi annarra stefnt í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það eitthvað undarlegt við þennan gang mála?

Nei, er mitt svar!  Húsnæðismál á Íslandi hafa frá upphafi verið afgangsstærð hjá íslensku velferðarkerfi og lánakerfi.  Norræna húsnæðisfyrirkomulagið td. www.skovdebostader.se   sem er í venjulegu sænsku bæjarfélagi er einfaldlega ekki til staðar og hefur aldrei verið.

Þessi nú fyrrverandi hamingjusama naglhreinsandi þjóð, getur ekki meir!  Ekki það að peningar séu ekki til heldur það að þeim er svo ranglátlega og með skammtímamarkmiðum úthlutað.

Vaxta- og húsaleigubótastefnan er löngu úr sér gengin og hefur um langan tíma verið ónýt sem tekjutengd aðgerð vegna íbúðarkostnaðar.  Aðrar aðgerðir velferðarsamfélagsins eru því miður máttvana og lítil aðstoð á leið út úr þessu aungþveiti sem of mörg okkar lifa.

Allar tekjutengingar þarf að endurskoða í heild sinni. Í raun ætti að kalla húsnæðiskostnaðar endurgreiðsluna "húsnæðisgreiðslur" því þetta eru endurgreiðslur úr eigin sjóðum landsmanna. Barnabætur td. fjölskyldugreiðslur í raun ætti að breyta öllu bótaheitinu í -greiðslur. Þetta eru peningar sem eru sameign og svo til endurgreiðslu þar sem þess þarf.

Velferðarkerfið okkar í dag er í raun aðeins fært um að viðhalda þeirra eymd sem þú ert komin í þegar sótt er um aðstoð fremur en að hjálpa til við að komast raunverulega í betra ástand andlega, líkamlega og félagslega.  Leiðirnar út og upp eru í raun lokaður þar sem ekki er hægt að bjóða neina endanlega lausn.  Hér er engin nýsköðunarsjóður sem styrkir og eflir félagslega hugsun og jafnrétti.

Skömm og sektarkennd fylgir því að finna svo að "ég" get ekki staðið mig eins og samfélagið ætlar mér.  Fjölskyldutengd vandamál, fullorðnir, börn, skólamál, vinnutengd mál ekkert fær raunverulegan stuðning (aðeins plástra) þar sem grunnurinn er ónýtur.  Veikindi barna og fullorðinna, þunglýndi, depurð, vöðvabólgur, og kvíðatengdir sjúkdómar allt fær að grassera og endalausir nýjir plástrar settir til bráðabrigða.  Enginn virðist hafa getu til segja:  Halló,  nú er nóg er komið af yfirborðskenndum smáskammtalækningum!  Grunnforsendur lífs okkar eru hreinlega úr sér gengnir forngrípir sem þarf að taka á og endurskoða.

Það dugar ekki að byggja (sjúkrahús) yfir þegar veikt fólk þegar stöðugt innstreymi er af nýjum "ferskum" sjúklingum þar sem ekkert hefur verið reynt að byrgja brunninn og opna nýjan farveg fyrir líf okkar ofanjarðar en ekki neðst í brunninum.

Nýjar hugmyndir um húsnæðislánafyrirkomulag hafa komið fram.  Engin þeirra er sæmandi velferðarríki eins og Íslandi.  Allt hugsað út frá fjármagnseigendum og öryggi þeirra!!!!!!!!!!!!!!

Það var árið 1998 ljóst að breyta átti öllu húsnæðislánakerfinu. Bent var á að litlar breytingar þurfti að gera á reglum vegna félagslegra íbúða svo lánasjóðurinn gæti lánað með fjölbreyttara hætti. Engar byltingar voru nauðsynlegar.  Sjóðurinn hefði reynst bjargvættur þúsunda í nær 60 ár. 

Bankarnir mundu svo lána þeim sem vildu byggja áfram sín risahús og vera með 50 fermetra á mann!  Eins og hugmyndir þær sem koma hafið fram um breytingar á húsnæðislánalögjöfinni hafa verið að fjalla um og verið fyrir.

Þetta samspil eða ferli húsnæðisverðs, tekna og greiðslugetu, gjaldþrota hefur löngum legið fyrir að mundi skella á,  ef út í svona eftirlitslaust lánafyrirkomulag eins og húsnæðisneyslufyllerí banka fyrir hrun yrði farið.  En stjórnmálafólk hlustaði ekki og blekkti með allskonar útreikningum frá lánveitendum og sjálfum sér.

En bankamenn virðist hafa verið með sjálfslánastefnu á það við um alla bankanna!! Eigandi lánaði eigandi sem lánaði eiganda!!!  Hundruðir milljarðar fóru í gæluverkefni eigenda og svo þaðan út í langtburtiststan í "eiginhagnsmunahólf" en við lágaðall landsins borgun brúsan. 

Ég fæ ekki skilið á umræðum að eitthvað eigi að gera í að endurskoða grunn velferðarkerfis okkar.  Það verður að gefa upp á nýtt og endurskoða tilgang velferðarkerfis í nútíma samfélagi.  Eitt hlutverkið gæti verið að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann.  Kanski ekki vitlaus hugmynd.  Heitir þetta kanski forvarnarstarfsemi?


mbl.is Millistéttin missir húsin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigingjarn ótti stjórnar landinu!!!

Haft er eftir Mahatma Gandhi að fátækt sé einversta tegund ofbeldis sem fyrirfinnst.

"Hættan á að lenda í fátækt er falin í þeirri stefnumótun sem sett er með lögum og reglugerðum sem snúa t.d. að lífeyrisþegum, barnafólki, láglaunafólki og einstæðum foreldrum.

-Er hættan þá aðeins að litlu leyti fólgin í líferni og viðhorfum einstaklingsins?

"Mínar niðurstöður sýna að svo er aðeins að litlu leyti þótt auðvitað megi alltaf finna undantekningar."  (Harpa Njáls félagsfræðingur fyrir nær 10 árum síðan!!!!!)

Og ekkert breytist "stattu þig maður", "hvaða væl er þetta" eru enn skilaboðin og mórallinn frá því fyrir miðja síðustu öld um að ljóðlát þjáning sé styrkur íslendinga er enn við lýði þrátt fyrir allar breytingar síðurstu 60 ára.  Fyrir 110 árum síðan var myndin svona og ekkert skrítið en núna er eitthvað mikið að hjá okkur sem við viljum bara alls ekki sjá!!!

Lítill skilningur er á mannlegri andlegri vanlíðan og hvað samfélagsleg aðstoð stendur fyrir!!!!!!!!!!!!!

Það er löngu, löngu ljóst að skipting fjármagns er þeim sem eiga fjármagnið í hag! Skattakerfið úrrelt, tekjutengingar allt að drepa en verst er að klíkuskapur og eigingírni er allsráðandi enn í landi voru!  Húsnæðiskerfið hefur alltaf verið úrrelt ásamt stefnu í álagningu matar! En það hefur líka alltaf verið ljóst samt skal spólað og þjást í gamla farinu vegna ótta ráðamanna við alvöru breytingar og álit annarra!

Óttinn við álit annarra er svo öflugur, sjálfvirðingin svo takmörkuð og sjálfsleysið svo algjört,  að ekkert er gert!  Samhjálp okkar  nær ekki út fyrir eigingjarnan ótta við viðbrögð hinna sem meira mega sín og vilja alls ekki missa krónu úr öskju sinni.  Fólk má gjarnan standa í biðröð með bakið fram bara að ég þurfi ekki að endurskoða forgangsröðun mína!

Ljóst er að rotnu kerfi er ekki nóg að pússa að utan heldur þarf að skipta út með öllu tilheyrandi!!!

"Hættan á að lenda í fátækt er falin í þeirri stefnumótun sem sett er með lögum og reglugerðum sem snúa t.d. að lífeyrisþegum, barnafólki, láglaunafólki og einstæðum foreldrum.  (Harpa NJáls sagt fyrir löngu síðan)

Cohen til skemmtunar!

http://www.facebook.com/l.php?u=http%3A%2F%2Fwww.youtube.com%2Fwatch%3Fv%3DzKKw8GtIrDE&h=5e965


mbl.is Matargjafirnar einsdæmi á Norðurlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sofandi, ekki það sama og meðvirkt versnandi?

Já, á öllum stöðum er óttinn við breytingar stjórnandi.  En tillögurnar eru allaveganna tvær?  Umbótatillögur nefndarinnar sem afgreiða má sér!? Hvar er hægt að laga íslenska starfshætti þannig að svona gerist ekki aftur.  Eða hvað.....?

En mannanna verk eru vandasöm þegar tilfinningar láta eftir óttans böl, þar stjórnar oftar en ekki  óttinn við breytingar, óttinn við að missa völd?  Óttinn við að sjá sjálfan sig skýrt og ekki síst óttinn við að fá ekki að vita hvað bíður handan við hornið!  En oftast dvelur laumulega á bak við óttann þrá eftir að finna frið, innri hamingju að standa með sér líðan!   Stíga frá þessari stöðugu, í kringum minn nafla snúandist eigingjörnu hræðslulíðan "ÉG hafi kanski klúðrað einhverju" alltumlykjandi vanlíðan í léttir við að  sjá og upplifa hvað er í raun á bakvið óttann!  Er það í raun eitthvað að óttast nema óttann sjálfan?   En ef ég treysti engum þá treysti ég heldur ekki sjálfum mér?

Auðvitað líður allt hjá, hin íslenska leið?   Aðalmálið er og verður samt alltaf,  að hefja ferðalagið, gera eitthvað nýtt,  stíga út úr (Ó) þægindarammanum sem óttinn takmarkar fyrir okkur.   En þannig gerist það einfaldlega að eins og sagt er á ástkæra "this too shall pass"!   Lífið heldur áfram!  Trúið mér!

http://www.youtube.com/watch?v=A9eAKcE0Mnc&feature=related

En kanski er farsælasta leiðin,  að meðvirkt aðhæfast ekkert með því að afgreiða þessar tillögur "ómeðvitað" og þannig meðvitað svæfa málin í nefnd hjá meðvirkum flokks-systkynum.  

Meðvirkur einstaklingur er fram úr hófi trúr fólki og á erfitt með að koma sér úr skaðlegum aðstæðum,  alltaf að taka ábyrgð á viðbrögðum og líðan allra sem að málunum koma,  nema sínum eigin tilfinningum.   Meðvirklum finnast þeir algjörlega og einarðlega helgaðir velferð annarra og gera lítið úr,  breyta því hvernig þeim líður.  Allt í þágu einhverra sem hugsanlega gætu liðið illa ef ég geri það sem mér finnst vera rétt innra með sjálfum mér. 

Sjálfsmynd mín er algjörlega háð viðbrögðum annarra við hegðun minni! Þannig að ég breyti eins og ég held að aðrir vilji og byrgi mína reiði og minn vanmátt á bakvið útlit hins sjálfumglaða sem vinnur í þágu allra hinna!  Hvar reiði mín brýst svo út er algjörlega háð tilviljun þess hvað sagt er við mig á einhverju " ég hafði ekkert um það" að segja augnabliki! Mælir minn fyllist, ég gýs hvar og hvenær sem ég af tilviljun fæ nóg!!!

Innri sannfæring, uss nei, ekki tala um hana! Ég er næmur fyrir tilfinningum flokksins og líður eins og flokknum líður.  Held ég?  Hvað finnst ykkur um það? Eða.....?


mbl.is Gæti sofnað í nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja, er ekki nóg komið af vitleysu og umkomuleysi á Alþingi??

Hélt í einfeldni minni að með útkomu skýrslu þessarar nefndar um ráðherraábyrgð væri kominn leið sem hægt væri að ganga saman.  En mikill er máttur andskotans og allt fór í algjört úrræðaleysi sem enginn kann leið út úr nema gömlu flokkshagsmunabundnu leiðirnar.

Hefði haldið að hægt væri að fara Landsdómaleiðina enda er hún lögfest en nei - lög eru ekki lög þegar um flokksvini er að ræða.

Þessi leið er í raun breiður vegur ef rétt er á haldið.  Aðeins að fara skv. lögum ræða málin og vísa málinu áfram.  Alþingi sem slíkt er ekki hæft til að fjalla málefnalega um þetta.  Og þetta eru þau að staðfesta með framferði sínu sl. daga.

Forsætisráðherra fór mikinn, og varði af leikni utanríkisráðherrann fyrrverandi og gaf í raun skít í skýrlsur, lög eða "eðlilega" leið áfram með málið.  Formaður Sjálfstæðisflokksins er horfinn á vit forfeðra sinna og ver hagsmuni flokksins af blindaðri snilld.  Flokkslínur ráða umræðunni ekki málefnið eða ábyrgðir viðkomandi ráðherrar.  Sorglegt að horfa upp á kjörna fulltrúa algjörlega ófæra um að fjalla um alvöru mál af alvöru og komu því áfram frá sér í hlutlausari höfn (þótt pólítísk sé að hluta) til umfjöllunar.

Þetta eru gildandi lög og við það situr.  Þetta á að fara fyrir Landsdóm og svo kemur niðurstaða.  Þá fjöllum við um hana ekki fyrr!!

Mér er í raun ofboðið og misboðið þegar framferði á Alþingi er með þessu móti.  Hvernig á að vera hægt að bera smá virðingu fyrir slíkri stofnun sem höndlar ekki að afgreiða þetta hagsmunamál fólksins.

Stofnun sem skoðar fyrst sína og hagsmuni sinna og ef eitthvað er afgangs þá má kíkja á lög og hag þjóðarinnar.  Þetta er ekki stofnun sem treysta á fyrir málum sem snýr að ábyrgð tengdri störfum hennar og framkvæmdavaldsins.


mbl.is Mikil reiði innan VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algjör vanhæfni ef rétt er!!!!

Vonandi er þessi frétt algjör misskilningur.  Nóg og vitlaus var niðurstaða nefndar um stjórn fiskveiða.  Þar sem niðurstaða nefndar er nánast óbreytt ástand og ekkert tekið mið af vilja þjóðarinnar.  Þar réðu hagsmunagæslumenn niðurstöðunni og ¨rannsóknarnefnd¨þessi er augljóslega yfirfull af gæslulöggum fyrir sína flokka. 

Ef þetta er niðurstaðan mundi ég segja af mér og fara heim.  Ég er búinn að fá nóg af vanhæfni þingmanna og getuleysi til að taka einfaldar ákvarðanir.  Um leið og komið er við naflastreng þeirra er bakkað út og mokað yfir.  Hagsmunaklíkur stjórna landinu.  Hvar er lýðræðið á Íslandi??


mbl.is Ekki samstaða í nefndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heiðarleiki, staðreyndir eða blinduð hagsmunagæsla?

Hvað er svona erfitt við að leyfa þessari skýrslu að sjá dagsins ljós?  Nema þá að innan nefndarinnar sé verið að gæta hagsmuna flokka og einstaklinga gegn staðreyndum eins og bréfum, dags, símtölum, fundum og öðrum upplýsandi þáttum þessa ferlis.

Heimildir Morgunblaðsins gefa tilkynna að nánast ekkert samkomulag hafi legið fyrir.  En áreiðanlegum heimildum getur skjátlast enda MBL ekki hlutlaust blað sem fjallar aðeins um staðreyndir þegar þær liggja fyrir.

Skýrslan mun vonandi flytja okkur staðreyndir um ferli þessara mála.  Samkvæmt þeim mun niðurstaða nefndarinnar liggja fyrir og ætti ekki að vera hægt að fara marga hringi í kringum staðreyndir, dagsetningar og fundarhöld o.fl.

En hagmunir "klíkunnar" sem enn er verið að gæta innan sem utan þessarar nefndar eru öllum staðreyndum yfirsterkari.  Reynt verður að tala öllu langt út á tún og skilja það eftir þar.  En hvernig sem öllu var háttað er kominn tími til að axla ábyrgð á gjörðum sínum.  Þótt það hafi ekki verið í tísku hér á landi að einhver beri ábyrgð á því sem hann gerir á þessum vettvangi er nýr tími kominn og breytinga er krafist.

Það er ekki hægt að kæra svona af því bara!  Staðreyndir verða að tala sínu máli fyrir kæru og landsdómi.  Við erum af einhverri ástæðu eitt af fáum vestrænum lýðræðisríkjum sem hafa ekki notað landsdóm.  Enda landið fámennt kunningjasamfélag þar sem haldið hefur verið þétt utan um vini sína.  En komið að skiladögum,  að fjallað verði um þessi mál af ábyrgð án hagsmunagæslu af heiðarleika og vilja til að leyfa öllu að sjást og ræðast. 

Ef ekkert breytist, þá breytist ekkert!


mbl.is Takast á um tillögurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband