Velferðarþjóð með stjórnendur á krossuðum villigötum!

Yfirborðskennd,  grunnhyggin velvild velferðarríkisins. Segja má að á yfirborðinu er fegurð ríkjandi á Íslandi. Og við þjónum ætið yfirborðkenndinni vel og vandlega. Eftir áratuga starf við eða í kringum velferð er ég að fá mig fullsaddann á grunnhyggninni og öllu hvítvaskinu. Samkvæmt úttektum og skilgreiningum stjórnvalda og oft launþegahreyfinga eigum við að vera þakk- og hljóðlát og biðja um lítið af hógværð. En þetta er óréttlátt og misskipt þjóðarsátt.  Velferð of dýrkeypt fyrir þann sem er að ráðstafa af lágmarkslaunum sínum.
En snúum okkur að tvennunni góðu húsnæði og mat.  Húsnæðislán eru verðtryggð með vanhugsaðan stuttan lánstíma og okurvexti og á Íslandi er engin leiguíbúðamarkaður til.  Leigumarkaðurinn er fyrir löngu græðgisvæddur og húsnæðis- og vaxtabætur með tekjutengingar sem er alveg fráleitt íslenskt greiðslustöðvunarfyrirbæri fyrir ríkissjóð.
Til viðbótar þessum upphafs grunnvanda er svo nánast óvirk og ætið of seinvirk aðstoð við fólk í erfiðleikum.
Erfiðleikum sem of oft eru sjálfsköpuð af eigið fyrirhyggjuleysi en oftar afleiðing af pólítísku getulegu metnaðarleysi í hús- og matarmálum á Íslandi.  Aðstoð er of oft of seint ferðinni, þröngsýn og óljóst hvernig og til hvers aðstoð var ákveðin.  Ákvörðunarvald varðandi afgreiðslu of vélræn og í rörasýn.
Ljóst er að bankar og lífeyrissjóðir miða greiðslumat við staðlaðan framfærslukostnað fjöskyldna sem byggð er á breytingarótta, skorti á raunsæi og óskhyggju stjórnvalda.  Engin venjuleg fjölskylda stendur undir kröfum um reiknaða framfærslu án í þögn "samþykktra falsana" og ekki fæst miðað við raunverulegar tekjur og raunverulegan framfærslukostnað.  Sem leiðir til of hárrar greiðslubyrði þegar frá upphafi. Endirinn er aldrei skoðaður.  En staðreynd að með litlum tilfærslum gæti við haft það meir en að meðaltali gott :)
Það gerist svo oftar fremur en sjaldan að fólk í fyrirsjáanlega erfiðleikastöðu  fær frá jafnvel sömu aðilum synjun um aðstoð um skuldbreytingarlán.  Jafnvel þótt það lækki greiðslubyrði um þessvegna helming.
Því miður tölvan segir nei!  "The computer said no" segir afgreiðslumaðurinn erlendis.  Eins er á Íslandi tölvuvæðingarinnar í dag.  Þú ert mínusmaður og stendur ekki undir lækkaða greiðslubyrði hvað þá hinni.  Þrátt fyrir að skuldari getur sannað að verið sé að greiða þó með herkjum sé hærri upphæðina.  Sem sagt ekki er hægt að lækka greiðslubyrði öllum til hagræðis í raun . Allt vegna tölvukeyrðs greiðslumats sem barasta rétt sísona er þarna. 
Tölvan er mötuð, södd lífdaga og tekur engar persónubundnar skynsamlegar ákvarðanir!!  " Rophljóð heyrist ekki einu sinni!  Forvarnarstefnan íslenska er án framkvæmdar, fögur en inn á milli góð fylling.  
Og matarverðsstefnan er eins framkvæmd. Blindur leiðir haltan áfram sama veginn.  Tökum engar persónubundnar skynsamlegar ákvarðanir með loftkenndan maga.  Og gjaldþrotum fjölgar.
"Fagurt yfirborð,  ruggum engum bátum" er móttó Alþingis og Ríkisstjórnar. Höldum kúrs - við ráðum þessu!  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband