Spennitreyjumálið eða örvitatreyja óttans?

Enn er Landspítali Háskólasjúkrahús í fréttum.  Eiginlega ekkert undarlegt þegar um þennan stærsta vinnustað okkar er um að ræða.  Það undarlega að ekkert gerist í átt að vitrænu fyrirkomulagi þar innandyra.

Er enn þeirrar skoðunar að staðsetning nýja sjúkrahússins séu misstök og upphaflegar hugmyndir um sameiningu úr takti við þann raunveruleika sem við Íslendingar búum við.

Eitthvað er að þegar árleg starfsmannavelta er jafnvel 25% af heildarfjölda starfsmanna.  Skipulag hefur verið byggt upp á pyramídakerfinu.  Efst trónir herforinginn og neðst eru þeir sem halda uppi pýramídakerfinu.  Á gólfinu vinnur fólkið sem heldur sjúkrahúsinu gangandi, það fólk sem er í nánasta samskipti við sjúklingana og annast mannlegu hliðina.  En þessar stoðir sjúkrahússins eru líka gerðar að veikustu stoðunum á lægstu laununum með ómannúðlegan vinnutíma og algjörlega ráðalausir um vinnuumhverfi sitt!? Hvernig ráðamaður/kona á góðu búi hugsar svona um hjúin sín?   

Segi það aftur þótt nýbúinn að því- það á að stokka upp og gefa aftur! Verkalýðsfélög eru að semja með augun í baksýnisspeglinum um óbreytt ástand. Er ekki komin tími á uppreisn starfsmanna sem farið er með verra en hjú og svo er komin ný þrælastétt,  innflytjendurnir! Og allt er notað til að halda óbreyttu ástandi í valdapýramídanum.  Engin vill í raun líta fram á veginn og sjá möguleika okkar til að breyta um stefnu.

Það á að leggja niður úrrelt vaktafyrirkomulag og breyta vinnutímanum - auka valfrelsið og gefa starfsmönnum kost á að raunverulega innan sameiginlegs tímaramma velja vinnutíma sinn.  Það má örugglega hækka daglaun verulega með breyttu sveigjanlegu fyrirkomulagi og  minnka talsvert ef ekki alveg yfirvinnu.  Auk þess mundi draga úr kostnaði vegna starfsmannaveltu sem hlýtur að skipta tugmilljónum á ári. Fjármagnið er í raun til hjá Landspítalanum hann fer bara í að viðhalda óbreyttu ofannefndu öngþveitisástandi. Með breytingum færi peningurinn í nýtt fyrirkomulag og til ánægðara starfsfólks á betri vinnustað. 

Föst hærri/góð laun, styttri (38 klst) vinnutími, engar vaktir heldur eigið sveigjanlegt val um vinnutíma innan samþykkts ramma kostar ekki meira frekar minna en núverandi öngþveiti starfsmannahaldsins. Vaktakerfið er ómannúðlegt og gamaldags kerfi og furðu sætir að verkalýðsfélög, starfsmannastéttir skuli enn vera að semja um það.  Vaktakerfið kostar meira en raunkostnaðinn vegna launa vaktafólksins.  Það fer illa með líkamsklukkuna, ruglar öllum samskiptum við fjölskyldu og vini og gerir fólk þreytt og ófullnægt.  Og starfsmannaveltan eykst vegna þessara atriða og lágra grunnlauna og þessa hóps.  Og er þessu ekki breytt - breytist ekkert og staðan verður áfram óbreytt.

Undirmönnun, breytingar á vöktum og handahófskennd stjórnun er ástand tilkomið vegna úrelts fyrirkomulags innan Landspítalans.  Örvæntingarfullir stjórnendur geta ekki lengur staðið í svona bútasaumsstjórnun.  Breyta verður í grunninum og byggja nýtt hús á nýju samkomulagi um manneskjulegan vinnustað þúsunda manna/kvenna. 

Hefjum okkur uppfyrir vandamálið og skoðum allar lausnirnar sem eru fyrir framan okkur.  Opnum augun og hættum að láta óttan við að breyta stjórna öllum aðgerðum okkar. Þetta lítur stórt út en er í raun einföld aðgerð ef byrjað er á réttum enda málsins.

Rosalega get ég orðið þreyttur á endalausu tali um föt keisarans, hann var nakinn og það eru aðgerðir þær sem verið er að dunda við í þessum málum. Haltur leiðir blindan og vilja hvorugur hjálp. En illa er farið með fjármagnið það lekur í ríkiskassanum og engin aur til fyrir föt á keisarann. En hver ætlar að stöðva þessa vitleysu?
mbl.is VG segir heilbrigðisstofnanir í spennitreyju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju förum við ekki saman í pólitíkina ??

Getum allt eins reynt að hafa áhrif þar

Eða erum við bara best geymd í grasrótinni?

Love you

Díana 

Díana (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband