Er ekki komin tími til að tengja?

Allt er duttlungum háð? Eða er………

Við kynnumst alltaf aðstæðum okkar. Það er öruggt núna sem á morgun. En við getum haft áhrif á aðstæður okkar ef við þorum af alvöru og auðmýkt, að gera breytingar fyrir venjulegt fólk.

Endurtekningarnar glymja úr tómum tunnum hugmyndaleysisins.  Sífellt mas um masið en engin framkvæmd.  Ríkjandi er skortur á frumleika og hugrekki vantar til að fara nýjar leiðir.  

Aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar lamar land og þjóð!  Neðar nefndar viðræður við E.S.B. bjarga ekki deginum í dag, er framtíðarskoðun. Annað þarf til núna!  Gremju blandin ólund  forsætisráðherra er skiljanleg,  hann er kominn upp í horn er skák og mát.   En halló,  er aldrei neinn í sambandi á stjórnarheimilinu?  Það hefur legið fyrir í nokkur ár hvert stefndi ef ekkert væri í góðærinu gert til undirbúnings nyrra leiða í atvinnulífinu.  Og svo bætast utankomandi hlutir við aðgerðarleysi núverandi og fyrri ríkistjórnar og eðlilega sökkva málin þá enn dýpra og allt verður erfiðara en þurfti. Nú þegar erfiðleikar blasa við.    

Hvar er undibúningur vegna annarra atvinnugreina, nýrrar uppbyggingar með “grænni” nýtingu orkulinda okkar.  Ekkert gerist og við sitjum berrössuð eftir og núna heyrist kallað í beiðnatóni frá Stjórnarráðinu fleirri álver og stærri stóriðju og betri mengunarkvóta.  Móttó núverandi stjórnenda landsins “Ef ekkert gerist þá gerist ekkert”  er móttó hræðslubandalags stöðnunar og versnandi ástands.

Það er stórfurðulegt hvernig við skulum í orði vera óhemjandi hamingjusöm en lítið á borði. Við bara vinnum meira, skuldum og stressumst og eyðum um efni fram.

Hugarfarsbreyting er nauðsynleg, en hver á að byrja? Ef engin byrjar þá byrjar engin er sagt. Eigum við að bíða öllu lengur? Viljum við óbreytt ástand með með heimatilbúna angistarstreitu morgundagsins.  Breytum hættum að ýta vandanum á undan okkur,   Það ríkir skortur á stjórnun og ákvarðanir eru of

sjaldan teknar fljótt af öryggi og með framtíðina í huga. Hef oft en ekki nóg og oft nefnt eftirfarandi atriði sem skipta máli fyrir líf okkar í dag og á morgun:

A. Evrópu- og evrumálin er í fari hringavitleysunar. Það gerist lítið fyrr en við förum í viðræður og fáum að vita meir um staðreyndir þess að gera þetta. Viðræður og svo upplýsingar til okkar frá ykkur í Stjórninni og svo atkvæðagreiðsla. Alltaf má segja nei, halda gamla lífinu óbreyttu áfram. En hitt er líka hægt stíga skref inn í óttan og segja já og fara að gera eitthvað af alvöru fyrir land og þjóð.  

B. Stytting vinnutíma er löngu tímabær og getur ásamt nýju manneskjutengdu vaktafyrirkomulagi gefið hærri dagvinnulaun, meiri afköst og ánægðari starfsfólk. Og væntanlega verður breyting á veikundum starfsmanna, þeim í hag.    

C. Samsetning lánavísitölunnar og beintengingar hennar við húsnæðismál er í heljar ólestri.  Tekjutengingaráráttan  skerðir lífsafkomu fólks meir en er viðurkennt. Of mikið fer af launum okkar vegna lágmarksþarfa í húsnæðis- og matarþarfar.

D. Matarskattar enn of flóknir. Of dýrt að kaupa vörur sem tilheyra grunnþörfum okkar.

E. Heilbrigðiskerfið er stjórnlaus ófreskja sem er dýr m.a. vegna aðgerðarleysis í forvarnarstarfsemi á flestum sviðum. Og vísa má hér í lið B. sem áhrifamátt í þessu sambandi.  

Margt er hægt að gera með aðgerðum sem mundu einfalda líf okkar og gera okkur mögulegt að njóta dagsins í ró og næði. En ……………………………..

En…….. við erum áfram í yfirborðsklóri, fegrunaraðgerðum augnabliksins, Aðrir fá vandann til að leysa, aðrir verða að redda málunum. 

Leyndardómurinn um hamingjuna liggur í því að hún er þar sem þú ert.  Ekki þar sem þú vildir vera.

Er ekki komin tími til að tengja og gera þessar grunnbreytingar sem eru svo nauðsynlegar en auðvitað þarf mikla getu og opinn hug  til að tengjast svona grasrótarhugsun.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband