Heiðarleiki, staðreyndir eða blinduð hagsmunagæsla?

Hvað er svona erfitt við að leyfa þessari skýrslu að sjá dagsins ljós?  Nema þá að innan nefndarinnar sé verið að gæta hagsmuna flokka og einstaklinga gegn staðreyndum eins og bréfum, dags, símtölum, fundum og öðrum upplýsandi þáttum þessa ferlis.

Heimildir Morgunblaðsins gefa tilkynna að nánast ekkert samkomulag hafi legið fyrir.  En áreiðanlegum heimildum getur skjátlast enda MBL ekki hlutlaust blað sem fjallar aðeins um staðreyndir þegar þær liggja fyrir.

Skýrslan mun vonandi flytja okkur staðreyndir um ferli þessara mála.  Samkvæmt þeim mun niðurstaða nefndarinnar liggja fyrir og ætti ekki að vera hægt að fara marga hringi í kringum staðreyndir, dagsetningar og fundarhöld o.fl.

En hagmunir "klíkunnar" sem enn er verið að gæta innan sem utan þessarar nefndar eru öllum staðreyndum yfirsterkari.  Reynt verður að tala öllu langt út á tún og skilja það eftir þar.  En hvernig sem öllu var háttað er kominn tími til að axla ábyrgð á gjörðum sínum.  Þótt það hafi ekki verið í tísku hér á landi að einhver beri ábyrgð á því sem hann gerir á þessum vettvangi er nýr tími kominn og breytinga er krafist.

Það er ekki hægt að kæra svona af því bara!  Staðreyndir verða að tala sínu máli fyrir kæru og landsdómi.  Við erum af einhverri ástæðu eitt af fáum vestrænum lýðræðisríkjum sem hafa ekki notað landsdóm.  Enda landið fámennt kunningjasamfélag þar sem haldið hefur verið þétt utan um vini sína.  En komið að skiladögum,  að fjallað verði um þessi mál af ábyrgð án hagsmunagæslu af heiðarleika og vilja til að leyfa öllu að sjást og ræðast. 

Ef ekkert breytist, þá breytist ekkert!


mbl.is Takast á um tillögurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband