Er í raun verið að tala í hringi inni Alþingishúsi um hvernig eigi að viðhalda núverandi valdakerfi fjórflokkana?

Held að nú sé ljóst að skipta verður alveg um áhöfn á Alþingi!  Allir sem sátu fyrir hrun eru vanhæfir.  Berlega kom það í ljós við atkvæðisgreiðslur um Landsdóm en þar voru allir þeir núverandi ráðherrar sem voru ráðherrar í fyrri stjórn á móti kærum.

Þingmenn eru að koma aftur sem höfðu tímabundið sagt af sér.  Verst var að heyra einn segja að hann bæri engan kala til þeirra er greiddu atkvæði með því að hann færi fyrir Landsdóm.  Einhver skortur á auðmýkt er hér að þvælast fyrir, held ég!? Alþingismenn og ráðherrar virðast flestir hafa glutrað niður þjónustulundinni og eru meir að vinna við að viðhalda sjálfa sig og flokka sína.

Hefði verið eðlilegt að sitja hjá eða lýsa yfir vanhæfni til atkvæðagreiðslu vegna tengsla?  En svo er einnig augljóslega augljóst að fjórflokkasamtryggingin mun verða okkur að aldurtila.  Frá lýðveldisstofnun hefur verið alin upp flokksræði og samtrygging sem er svo föst og erfist milli kynslóða þingmanna. Þessi meðvirka hegðun sem er svo ómeðvitað meðvituð að þau sem eru inni miðri hringiðunni sjá hana alls ekki. Best væri ef hægt væri að leysi núverandi stjórnmálaflokkafyrirbæri upp og koma með nýjar ferskar hugmyndir um hvernig lýðræðinu væri best framfylgt fyrir fólkið í landinu.

Það verður engin breyting nema við breytum um manskap.  Kosningar þarf til og best væri að starfstjórn eða utanþingsstjórn  héldi utan um þetta næstu 3. til 4. árin. Þingið væri aðhald og sá aðili sem setti lög og mótaði stefnuna en aðrir framkvæmdu.  En svo er ljóst að mikil breyting verður að gerast á starfsháttum Alþingis.  Annars heldur bullið áfram að bulla og loks sýður yfir og eggin fljúga.

Ég var á Austurvelli í dag og þar fann ég fyrir ólgandi innri reiði fólksins.  Svo heyrðist þingmaður segja að hann vissi ekki hverju fólk væri að mótmæla!!!  Það skortir algjörlega að ráðamenn hafi einhvern talsmann sem kann að koma fyrir og sýnir auðmýkt og skilning fyrir stöðu sinni og þjóðarinnar.   Talsmann sem talar við en ekki til fólksins sem skilur stöðuna, frá hjartanu ekki höfðinu og veit að ákveðnar grunnþarfir velferðarríkis (húsnæði, matur, vinna) skapa öryggið sem þjóðin þarf á að halda núna.

Finnar fóru flatt á félagslegum niðurskurði.  Erum við að fara sömu leið?  Hvar eru hugmyndirnar um nýtt norrænt húsnæðislánakerfi, heilbrigðiskerfi, hvar er alvöru forvarnarstarfsemin??

Fjármagn er til en vitlaust er gefið.  Forgangsröðin rammskökk og forvarnarmarkmið engin. 

Hvers á íslensk þjóð að gjalda að engin hafi kjark til að viðurkenna að við erum svo langt úr leið að nýtt fólk verður að snúa skútunni við.  Nýjir vendir sópa best er sagt og það er staðreynd..... Stundum á maður einfaldlega að hætta og snúa sér að öðru og leyfa nýju fólki með alveg nýjar og alveg öðruvísi hugmyndir að taka við.......


mbl.is Óánægja vegna skuldavanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Heyr heyr.

Sigurður Sigurðsson, 2.10.2010 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband