Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Pillu- og vísitöluumræða en fjölskyldumálin á villigötum?

Blöðin eru full af umræðu fjármálalegs eðlis.  Heimili, fyrirtæki fjölskyldur eru gjaldþrota en umræðan snýst um pillur, fjármál og vísitöluleiki.  Of oft um kostnaðinn við heilsugæsluna! En ekkert um afhverju er þessi kostnaður svona mikill? Hver er ástæða þessa pilluáts?

Geigvænleg þögn ríkir í samfélaginu um allt er snýr að líðan fólks! Það er einfaldlega ekki rætt!  Allt snýst eðlilega um að bjarga lágmarksframfærsluþörfinni.

Afhverju eru td. geðtengd lyf gefin og hvernig er lyfjagjöfinni fylgt eftir með annarskonar félags- og fjármálalegri aðstoð. 

Lán hafa hækkað þvílikt að það á ekki einusinni að ræða það!  Það á einfaldlega ekki að borga þessa vitleysu sem allar gengis- og vísitölubreytingar hafa valdið.

En hvar er verið að fjalla um áhrif alls þessa á fjölskylduna?  Hvar er tekið í heild sinni á málefnum hverrar fjölskyldu og hvers einstaklings?

Húsnæði og matur er grunnþörf.  Ef það er ekki í lagi klikkar flest annað! Fjölskyldan gleymist, samskipti detta niður og hver er fyrir sig að bjarga sér. 

Vímulaus æska foreldrahús er td. staður sem veitir fjölskyldum og einstaklingum ráðgjöf.  Helst á á að gera það um leið og erfiðleikar koma upp, heima fyrir í vinnu eða skóla.  Allt hefur nefnlilega áhrif á félagslega og heilsufarslega ástand okkar.  Skiptir þessvegna samfélaginu máli. Vímulaus æska getur boðið fjölbreytta aðstoð fyrir fjölskylduna.

Samræmda heildarráðgjöf þarf fyrir fjölskylduna td. með heimilislækni sem byrjunarstað fyrir alla og þaðan er leitað út til annarra sem eru að vinna í fjölskyldutengdum málum.  Fjölskyldutengd mál eru týnd í umræðunni og samskipti fólks engin eða lítil því barist er fyrir mat og húsnæði. Gleymum þessu ekki!  Pillurnar leysa stundum grunnvanda fólks en svo kemur allt hitt í daglegum samskiptum okkar við aðra og okkur sjálf. Tölum saman leysum málin.

 


mbl.is S-lyfjakostnaður jókst um 39,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þögn ríkir um fjölskyldur atvinnulausra!

Skelfilegar tölur sem koma fram hjá Vinnumálastofnun.  Ef 10.056 eru án atvinnu hvað verður um fjölskyldur þeirra?

Mörg vandamál hljóta að birtast við þetta.  Sum alveg ný en önnur sem hafa verið í felum í góðærinu.  Því miður leita margir í áfengi við svona áföll.  Og við hjá Vímulausri æsku erum sérstaklega að hugsa um unglingana.  Við bjóðum viðtöl við fjölskyldur, erum með foreldrahópa sem skiptast á reynslu sín  á milli.  Við tölum við alla ekki bara þar sem vímuefnavandi er!  Oft er það hegðunarvandamál og samskiptavandamál. Fjölskyldan í heild þarf aðstoð við að komast í gegnum svona vanda.  Atvinnuleysi hefur áhrif á alla þætti fjölskyldulífsins.

UM fjölskyldur atvinnulausra er ekkert rætt.  Hvernig stendur á þessari þögn sem varðar tugþúsindir íslendinga? 

Þurfum við alltaf að bíða eftir að sýnilegan vanda þegar vandamálin eru orðin til?  Er aldrei hægt að vera með alvöru forvarnarstarfsemi?
mbl.is Yfir 10 þúsund án atvinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherravald?

Óháð málunum sjálfum er eitt sem vekur orðið meiri furðu við einhliða tilkynningar ráðherra um breytingar.  

Hvar hefur þetta verið rætt?  Er vald ráðherra virkilega svo mikið að hann getur framkvæmt hvað sem er?  Hugsanlega er þetta rætt eða kynnt á ríkisstórnarfundum en hvar annarsstaðar?  Embættismenn ráðuneytisins ásamt fáeinum útvöldum semja textan og svo er framkvæmt.  Allt í nafni og krafti ráðherravaldsins. 

Alþingi er væntanlega bara óþarfa milliliður? Heilbrigðisnefnd hefur ekkert með svona að gera?

Ég á samt erfitt með að trúa því að við stofnun lýðveldisins hafi þetta verið ætlunin að ráðherrar gætu einhliða gert.

Hvernig varð þessi vitleysa sem viðgengst, ef eðlilega er hugsað um lýðveldi stjórnarskrárbrot ? Hvenær fór Alþingi að vera afgreiðslustofnun en valdið hjá algjörlega hjá viðkomandi þingflokki og svo afhent ráðherra? Lýðveldi á Íslandi?  Ég held ekki.
mbl.is Sameining stofnana mætir harðri andstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húsnæðispólítíkin er úr sér gengin!!

Kaupsamningum fækkar eðlilega,  markaðurinn er í tómu tjóni.  Ekkert er í raun að breytast í húsnæðismálum á Íslandi.

Úr sér gengin húsnæðisstefna, ómanneskjulegt fyrirkomulag í algjöru óöryggi er staðan í dag! Fyrir um 15 árum var ég að skrifa um svipuð mál varðandi öryggi í húsnæðismálum.  Enn er hægt að birta sömu greinina, ekkert hefur breyst!  Nema að félagslega húsnæðiskerfið var lagt niður og ekkert kom í staðinn!  Jú,  við fengum  geðveik 90 -100% lán bankana á glæpsamlegum kjörum. 

Svona lán stuttur lánstími, háir vextir á opnum markaði og sveiflum hans er glæpur.  Setur lántakanda í vonlausa stöðu.  Norræna módelið hefur aldrei komist á heldur eitthvert afbrigði frá Bandaríkjunum.  Smá bæir í Svíþjóð eru með leigufyrirtæki með td. 4000 leiguíbúðir fyrir alla hópa á flottum kjörum sjá, www.skovdebostader.se sem gott dæmi. 

Hér sem annarsstaðar skortir hugrekki til að breyta í þágu almennings ekki vernda kerfið og völdin.


mbl.is Kaupsamningum fækkaði um 60%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþjóðasamfélagsleg ábyrgð!!

Sammála yfirlýsingu um árásir Ísraelsmanna á Gaza.  Ekkert samband er á milli þessarar grimmdar og raunveruleikans á svæðinu.  En alþjóðasamfélagið sefur og Bandaríkin halda hlífisskildi yfir hryðjuverk Ísraels.

Ég skil ekki hvernig þetta ástand hefur getað varað í 60 ár.  Hvernig er hægt að leyfa þessa grimmd ?  Lokun svæða, matarskortur, lyfjaskortur skortur á mannréttindum er það sem Palestína verður daglega fyrir frá hendi Ísraels.  Múrin mikli er svo enn eitt sem ómögulegt er fyrir mig að skilja.  Það sem er að gerast þarna er mér illmögulegt að skilja en ég veit að þetta er raunveruleiki fyrir báðar þjóðirnar.

Afstaða Íslands er svo yndislega dipló.  Hvar er hugrekki okkar sem sjálfstæð þjóð?   Hvar er skilningur okkar á frelsissviptingu Palestínumann?  Hvar er skoðun okkar á ábyrgð Bandaríkjana?  Afhverju þorum við ekki að mótmæla af krafti td eins og gert var vegna baráttu Eystrasaltsríkjana.  Þetta er ekkert öðruvísi og okkur ber að mótmæla og sýna hugrekki og samúð með fólki sem hefur alla sína tíð lifað sem flóttafólk.

Og enn á þriðja degi heldur þessi ósköp áfram án íhlutunar nokkurs.  Það er á okkar ábyrgð og allra annara frjálsra manna að stöðva þetta!! Hvar er einarðleg afstaða okkar á móti þessum árásum og samúð okkar með Palestínu?  Hvar er ríkið Palestína?


mbl.is Vilja slíta samskipti við Ísraela
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott málefni en ekki rétt leið farin!

Frábær jólagjöf til þessara félaga.  En mín skoðun er sú að ráðherrar eigi ekki að hafa þessa einka-aukasjóði til gæluverkefna.  Þessi úthlutun á að vera í fjárlögum með annarri aðstoð við félagasamtök.   Þetta eykur aðeins á óöryggi í fjárstreymi til samtaka og ekki til fyrirmyndar í opnu gegnsæu lýðræðissamfélagi.
mbl.is Líknar- og stuðningsfélög sjúkra styrkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki nóg!

Hef áður sagt það, það á að segja öllum ríkisforstjórum og forstjórum lífeyrissjóða upp og auglýsa stöðurnar eða endursemja um laun um c.a. 750. þús. sem hæst.  Laun um 1.5. m.kr. auk hlunninda er of mikið út úr kortinu miðað við aðra ríkistarfsmenn. Skil ekki hvað er verið að hugsa en þessa stefnu eða "hugsun" sjáum við einnig í eftirlaunafrumvarpinu sem tekur ekki gildi fyrr en eftir 6. mán. og gengur svo enganveginn nægjanlega langt. 

Stéttarskipt samfélag með ofurbil milli launa er ekki boðlegt!  Það er hugsunarbyltingu sem þarf og hugrekki til að framkvæma hana.


mbl.is Forstjóri Landsbankans lækkar í launum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru Vinstri Grænir tilbúnir í stjórn?

Ég sem stuðningsmaður VG hef ýmsar hugmyndir um þetta.   Málefnin eru góð og ESB- viðræður komnar inn í myndina sem framkvæmanlegar en aðeins með kosningum.  Eftirfarandi eru hugmyndir mínar og upplifun sem áhorfandi.  Og út frá því er þetta skrifað.

Eins og ljóst er vantar sterkan leiðtoga inn í nýjan tíma Íslands.  Engin í núverandi ríkistjórn myndi ná trausti kjósenda eins og er.   VG hefur sterkan formann með miklar hugsjónir.  En ég upplifi einhvern óljósan skort á leiðtogaupplifum þegar hann kemur fram.  Traust er stóra orðið í kosningunum næsta vor.  Þessa útgeislun sem leiðtogi verður að hafa er mikilvægur þáttur í að ná árangri í kosningum.  Formaður VG hefur sterkar hugsjónar og er fylgin sér og ef við þetta bættist sem bónus þetta óráðna "leiðtogaútgeislunin" væri þetta fullkomnað.  Þetta er mín upplifum og ekkert annað.  Það er nauðsýnleg upplifun fyrir mig sem kjósanda að leiðtogi sé traustur og með sterka útgeislun sannfæringarinnar.  Það er skortur á traustum leiðtogum og ef hann stígi fram mundu margir kjósa einstaklinginn með málefnasannfæringu. 

Á flokksráðsfundi VG fyrir skömmu frá margt áhugavert samþykkt.  En eins og aðrir flokkar var líka að mínu mati flest of opið og of túlkunarhæft í of margar áttir.  Eftirfarandi aðgerðarlisti er t.d. góður en segir of lítið í raun.  Listinn nær ekki inn í málefni stundarinnar nær ekki að snerta tilfinningu mína fyrir því að nú sé þetta komið áleiðis.

Helstu aðgerðir á næstunni:

  • Boðað verði til kosninga.
  • Sett verði þak á hækkun höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána og vaxtabætur hækkaðar.
  • Stöðvuð verði öll nauðungaruppboð næstu 2-3 mánuði í það minnsta.
  • Umtalsverðu viðbótarfjármagni verði strax veitt til sveitarfélaganna.
  • Opinberum bönkum og lánastofnunum verði gert að styðja atvinnufyrirtæki gegnum yfirstandandi erfiðleika með skuldbreytingum, nauðsynlegri rekstrar- eða endurfjármögnun.

Þetta lítur vel út en einhvernveginn skortir hér innblástur hugsjóna og framkvæmda nær tilfinningum kjósenda.  Hugmyndir sem ná til hversdagsvanda fólksins hluti sem snerta okkar frá morgni til kvölds þessa stundina.

Hugmyndir um : Fjármál ríkis- og fjölskyldna, húsnæðismál, sjúkra- og læknamál og ekki síst málefni öryrkja og aldraða.  Mál sem snerta mig og mína og fá mig til að trúa að til sé réttlátt samfélag.  

Hugmyndir um hvaðan á að taka fjármagnið! Er það frá skrifstofu og ráðuneytiskerfunum eða frá efnameira fólki,  frá raunjöfnun skatta og bóta eða úr utanríkisþjónustunni?  Er það með endurskoðun á allar þessar skerðandi óskiljanlegu tekjutengingar við allt og ekkert hjá okkur?

Hvernig á að gera daglegt líf venjulegs íslendings gott og friðsælt.  Hvernig á að forgangsraða hin ýmsu málefni fjárlaga? Verður þetta hægt? Hvað verður nýtt í öllu þessu?  Hvað er ég að kjósa?

 


Tekur hann poka sinn?

Jæja, enn heldur þetta áfram feluleikur og hálfir sannleikar.  Skiptir engu þótt upptakan hefði ekki átt að fara fram!  Þetta gerðist svona og er enn eitt bullið í heiðarleika á Íslandi.  Auðvitað er og hefur allstaðar verið að stjórnast bak við tjöldin.

En útskýringar ritstjórans eru réttlætingar sem hljóma innantómar og holar.  Betra hefði verið að láta þær ósagðar.  Og að blindur leiðir haltan skýrist enn frekar og margfalt með því að sonurinn semur leiðara um pabba sinn!! Er nema von að upplifun mín sé að fáum ef nokkrum er algjörlega treystandi.

Eins og staðan er þá er engin í  sjónmáli sem augljóslega er treystandi.  Svakaleg staða sem breytist ekki nema nýtt fólk komi til á blöðum sem og á alþingi og ríkistjórn.

En hvar er þessi hópur sem vill taka við og stýra okkur út úr þessari andlegu- og fjárhagslegu kreppu??  

Og á meðan þetta fer fram gleymast mál eins og meðferðargangurinn á Litla - Hrauni, að forvarnarstarf fær minna fjármagn og meðferð fíkla dregst inn!! Það gleymist að skoða hvernig taka má frá skrifstofu og kerfishluta ríkisins og færa inn á mannlega reikninginn!!


mbl.is Upptaka af útskýringum ritstjóra DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein betri leið margra fanga eyðilögð?

Hvað er að?  Fangelsi eiga að gera þá sem afplána dóma að betra fólki!  Flestir þeirra eiga við áfengis- og/eða fíkniefnavanda að eiga.  Meðferðargangurinn gerir lífið betra fyrir þann sem þar afplánar og samfélagið öruggara eftir afplánun!

Þetta er stórkostleg/árangursrík forvarnarstarfsemi og manneskju- og kærleiksrík samfélagsleg aðgerð. Enn hér eins og á of mörgum stöðum ríkir langtímasjónarmiðaóþol!  Forvarnarstarfsemi er að mestu langtímaaðgerð en þó oft skammtíma en árangursrík lausn samfélagsins.

Hver er ástæða þess að sjtónrmálafólk ræður ekki við forvarnarstarf?  Árangurinn sést ekki alltaf strax!  En forvarnarstarf skilar til framtíðar litið minni kostnað og betra samfélag án vonandi sem flestra óþarfa áfalla. Ræður eigingirni ferðinni á Alþingi? Hugsar hver þingmaður og ráðherra í fjögurra ára kjörtímabilum?

Forvarnarstarf er alvarlegt mál sem á að hafa ríkan forgang við fjárlagagerð! Skiptir máli fyrir einstaklinginn og samfélagið.  En því miður er forvarnarstarf langt frá því að vera til hjá þeim sem ráða fjárlögum og öðrum framlögum hjá ríkinu! 


mbl.is Meðferð fyrir fanga á Litla-Hrauni lögð af?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband