Ein betri leið margra fanga eyðilögð?

Hvað er að?  Fangelsi eiga að gera þá sem afplána dóma að betra fólki!  Flestir þeirra eiga við áfengis- og/eða fíkniefnavanda að eiga.  Meðferðargangurinn gerir lífið betra fyrir þann sem þar afplánar og samfélagið öruggara eftir afplánun!

Þetta er stórkostleg/árangursrík forvarnarstarfsemi og manneskju- og kærleiksrík samfélagsleg aðgerð. Enn hér eins og á of mörgum stöðum ríkir langtímasjónarmiðaóþol!  Forvarnarstarfsemi er að mestu langtímaaðgerð en þó oft skammtíma en árangursrík lausn samfélagsins.

Hver er ástæða þess að sjtónrmálafólk ræður ekki við forvarnarstarf?  Árangurinn sést ekki alltaf strax!  En forvarnarstarf skilar til framtíðar litið minni kostnað og betra samfélag án vonandi sem flestra óþarfa áfalla. Ræður eigingirni ferðinni á Alþingi? Hugsar hver þingmaður og ráðherra í fjögurra ára kjörtímabilum?

Forvarnarstarf er alvarlegt mál sem á að hafa ríkan forgang við fjárlagagerð! Skiptir máli fyrir einstaklinginn og samfélagið.  En því miður er forvarnarstarf langt frá því að vera til hjá þeim sem ráða fjárlögum og öðrum framlögum hjá ríkinu! 


mbl.is Meðferð fyrir fanga á Litla-Hrauni lögð af?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

www.edrumenn.blogspot

Takk fyrir stuðninginn, vona að gangurinn haldi, endilega kíktu á heimasíðu okkar. kv, Sigurjón

Sigurjón (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband