Dagur þeirra svörtu?

Tillaga um að heimila að vígja í staðfesta samvist dregin tilbaka! Þeir svörtu vinna enn einu sinni og tefja eðlilegan framgang málefni lespía og homma.  Afhverju eru þið að þessu segja sumir við okkur.  En á meðan þetta er kallað Þjóðkirkja er barátta eðlileg.  Kemur væntanlega bráðum að lagasetningu um skilnað ríkis og kirkju og þá geta þeir sem óttast sannleikan og réttlætið haldið sinni stefnu áfram.  Ég hef mína trú en til þess að iðka hana þarf ég ekki Þjóðkirkjuna en mikið væri gaman að hafa hana með í iðkun minni.  .


mbl.is Tillaga um að prestar verði vígslumenn staðfestrar samvistar dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valbjörn Júlíus Þorláksson

Bara eitt sem ég get hugsað um þann sem dró tillöguna til baka...

 Heigull...

Valbjörn Júlíus Þorláksson, 25.10.2007 kl. 10:01

2 identicon

Þú segist hafa þína trú, og ekki skal ég hallmæla þér á neinn hátt varðandi það.

En ég spyr á hverju byggir þú þína trú ?

Ef svarið er Biblíuni, þá trúum við báðir á Orð Guðs, en svo segir í Þriðju bók Móse:

18.22  Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri. Það er viðurstyggð.         

20.13   Og leggist maður með karlmanni sem kona væri, þá fremja þeir báðir viðurstyggð. Þeir skulu líflátnir verða, blóðsök hvílir á þeim.

Samkvæmt mínum skilningi á þessum orðum er það í andstöðu við Biblíuna að prestar samþykki á nokkurn hátt samband samkynja einstaklinga.

Kjartan (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 12:22

3 Smámynd: percy B. Stefánsson

Sæll ekki veit ég hver þú ert!

En Margt hefur breyst í tímanarás og í  20.10 stendur að´sá sem fremur hór með eiginkonu náunga síns skal líflátin.  ´Bæði hórkarlinn og hórkonan. 

20.12 Leggist maður með tengdadóttur sinni skulu bæði líflátin.

20.09 Haldið lög mín og farið að þeim.  Ég er Drottinn sem helgar ykkur.

Já endalaust er hægt að taka dæmi úr Bókinni og finna það sem svalar fordóma sína.  Slíta úr samhengi og tala tveim tungum þar af leiðandi.

En sem betur fer fyrir flesta er þetta með líflát og margt fleira farið og umburðarlyndi og kærleikur komin í staðinn... Percy

percy B. Stefánsson, 25.10.2007 kl. 18:00

4 Smámynd: Gísli Hjálmar

Samkvæmt mínum mjög svo takmarkaða skilningi á þessari útþvældu Biblíu - sem að Guð einn veit hvað hefur að geyma - þá væru sennilega fáir á lífi í dag.

Þeir sem hugsanlega væru á lífi myndu vafalaust lifa með slæmri samvisku ...

kv, GHs

Gísli Hjálmar , 26.10.2007 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband