Reykvíkingar góðir við sína?

Eitthvað er auðsjáanlega að í launamálum hjá Borginni.  Borgarfulltrúar til vara fá 150.000 .- í byrjunarlaun fyrir að sitja heima og bíða.  Starfsfólk frá Sfr. í fullri vinnu eru á þegar best lætur með í byrjunarlaun 106.069 .- en eftir 35 ára starf í lægsta launaflokki með 119.381 .-  Í efsta flokki eru byrjunarlaun 186.765 .-  Og ekki er Borgin að greiða eitthvað betur en þetta.

Eitthvað er að það er ljóst en hvar byrjar vitleysan?  Nokkuð ljóst að fólk á varamannabekk borgarinnar eru að fá aðeins of mikið og Sfr. fólk alltof lítið.  Launastefna dagsins er gengin sér til húðar og löngu þörf á uppstokkun og hugarfarsbreytingu.  Hvað ætli starfsmannavelta hjá Borginni eða hjá LSH. kosti mikið á ári vegna þessara þrælkunarlaunataxta?  

En þessi sjálfskammtandi launastefna kosinna fulltrúa verður að linna.  Hvort sem um Borg eða Alþingi er að ræða.  Mér er það óskiljanlegt hvað þeir sem samþykkja þetta eru að hugsa.  Fara svo í samningaviðræður við hinn óbreytta liðsmann sinn og sér ekki sinn þátt í kraumandi óánægju! !  

Ég á bara ekki til orð yfir þessari vitleysu allri og fel þ.a.l. undrun og hneykslun mína í hendur æðstu máttarvalda alheimsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband