Skyndilausnir hjálpa lítið!!!

Já hvað skal segja?  Þetta hefur lengi verið vitað en lítið er gert.  Það verða að vera forvarnir frá upphafi skólagöngu um lifið og lífsleikni á að taka alvarlega annars verður ekki gaman.

Hvaða gagn gerir þessi dagur forvarna? Ef ekki hefur verið upplýsandi fræðsla árin á undan?  Forvarnir eru forsenda þess að byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í hann.  Áfengisneysla, klamedía og almenn samskipti og gagnkvæm virðing hvað er verið að gera í þessum málum að jafnaði og stöðugt?  Trú á sjálfan sig og elska á sjálfan sig er grunnforsenda þess að geta sagt nei og gert kröfur út frá eigið verðmæti.

Áfengisneysla er menningartengd, klamedía er smokkatengd, einelti er tengt gagnkvæmri virðingu. Förum að taka þessi mál alvarlega og skipulega en ekki samkvæmt íslenskri hefð átakanlega tengt við skyndilausnir án þess að uppeldisaðferðum hafi verið gefið gaum af mikilli alvöru frá upphafi.  


mbl.is Áfengisneysla fer úr 9% í 43%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband