Atkvæðabúskapur og hnappaþrýstingur?

Skrítið þegar allt í einu er fullt af skoðunum um að þingmenn hafi skoðanir á hinu og þessu og allt nefnt "pólítísk afskifti".  Allt í einu virðist það fullkomnað hvernig á að lífa algjörlega í "núinu" ekkert skammtímaminni ekkert langtímaminni.

Mér finnst lítið trúverðugt þegar s.k. stjórnarandstaða talar um vinnubrögð þingsins í dag eins og það sé eitthvað nýtt fyrirbæri.  Allt hefur þetta tiðkast frá upphafi þings og mun því miður nema mikið gerist vera gert áfram.

Almenn umræða, samskipti úr ræðustóli, virðing við málefni og fólk er ekki á of háu plani þegar hlustað er á útsendingar frá Alþingi og ég hef gert talsvert af því að hlusta og horfa. 

Það lítur alltaf út eins og fram fari atkvæðabúskapur og hnappaþrýstingur á Alþingi.  Samviska þingmanna og sjálfstæði er ekki fyrir að fara.

Það var rétt af stjórn Bankasýslunnar að segja af sér enda skoðun mín að þessi ráðning hafi ekki verið aðeins siðferðileg heldur einnig menntunarleg moðgun við kjósendur og allann almenning.  Sekur eða ekki er ekki málið allar tengingar sem eru svona augljósar við ákvarðanatökur fyrri stjórnenda landsins gerir umsækjendur vanhæfa. Enda ætti vera nóg af hæfu fólki án þessarar fortíðar en af einhverjum ástæðum hikar fólk við að sækja um þessar stöður.

 


mbl.is Skiljanlegt í ljósi pólitískra afskipta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband