Nýr tími er kominn!!

Mótmæli að byrja aftur eftir hlé og bið eftir breytingum. Ljóst er að framkoma,  talsmáti og skortur á gagnkvæmri virðingu er Alþingi til mikillar trafala.  Þrátt fyrir ýmsar jákvæðar breytingar er skortur á samtali alvarlegast og algjör skortur á alvöru breytingum sem skipta máli á aðstæðum fólks.

Í stuttu máli það gerist ekki það sem þarf fyrr en 4-flokkarnir hafa verið lagðir niður og skipt um fólk í brúnni.  Of mikil samtrygging og samnýting er núna milli allra flokka og nær ekki til fólksins.  Ný stjórnarskrá verður að sjá dagsins ljós og gagngerar breytingar á hvernig við vinnum að framtíð Íslands er meir brýn.  Þjóðin verður að hætta að kjósa alltaf það sama yfir sig aftur og aftur.

Bankarnir hafa fengið lán á háflvirði og innheimta á fullu.  Fyrirtæki fá niðurfellingar, endurfrjármögnun en samt virðist ekkert gerast í nýjum störfum við nýja framleiðslu á nýjum hugmyndum.  Engin nýsköpunar kraftur er í gangi.  Engin framlög beinast á nýjar brautir það skortir kjark til að fara upp úr gömlu hjólförunum og fara nýjar leiðir.

Við ætluðum að læra af finnsku leiðinni. Ætluðum ekki að draga saman seglin varðandi heilbrigðis- og félagsmál.  En gerum svo einmitt það.  Fækkum starfsfólki á heilbrigðisstofnunum sem samt eiga að skila sömu afköstum. Forvarnir varðandi fjölskyldumál eru í skötulíki.  En forvarnir hafa aldrei átt vinsældum að fagna á Alþingi. 

Atvinnuleysi er orðið staðreynd sem viðvarandi og langvarandi. En hvar er þetta fólk, fjölskyldur og rannsóknir á stöðu þeirra?  Ekkert heyrist og þögn ríkir "stattu þig" og "ekki kvarta" er hugsunin hjá of mörgum og of oft byrja mjög erfið vandamál í þögninni inni á heimilunum í aðstæðunum sem ekki eru ræddar.

Húsnæðismálin eru í lamasessi vegna aðgerðarleysi síðusta áratugs.  Félagslega kerfið lagt niður og ekkert kom í staðinn. Húsnæðismálin standa á sandi sem er að renna undan okkur. Það vantar grunninn og ekkert er gert til að breyta eignarstefnuruglinu sem er í gangi.  Enn og aftur okkur vantar heildarmótað félagslegt húsnæðiskerfi sem vinnur með og fyrir fólk.  Vaxta- og húsaleiguendurgreiðslurnar er úr sér gengin aðferð eins og það er framkvæmt í dag.   Mikill sparnaðar gæti orðið ef öruggt húsnæði væri staðreynd fyrir fólk. 

Og enn er haldið áfram að ætla að troða niður sjúkrahúsi á frímerki í miðborginni. Eyða tugum milljarða í eitthvað sem verður ekki í samræmi við þjóðarsálina. Stórt og miðstýrt kerfi svona færiband sérfræðinga þar sem grunnvandinn týnist.  Það hvernig okkur líður andlega og félagslega verður æ minna forgangsmál og mun kosta okkur meir og meir eftir áratug eða svo.  

Sparnaður án þess að forvarnir og grunnstefna sé í mótuð er ótrúlega skammsýn og eyðileggur meir en hann lagar.  Skólaaginn er vandi, menntastefnan vandi, viljum við bóklegu háskólagönguna sem eina ljósið í menntun unga fólksins? 

Allt það góða sem er gert hverfur vegna getuleysis til að eiga í samtali við þjóðina.  Það vantar einhvern sem talar við okkur,  skýrir málin og er nálægt okkur á hverju augnabliki lífs okkar.  Það gamla gengur ekki lengur nýtt afl verður að sjá ljósið og birtast okkur í lausninni.  Grundvallarbreytingar verða að koma til hér svo eitthvað gerist og breytist án þess verður á við það sama.

Þetta er ekki vanþakklæti heldur auglýsing eftir samtali,  samveru og sameiginlega stefnu inn í nýtt Ísland.

 

 


mbl.is Boða mótmæli á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Heyr !

Hörður Halldórsson, 2.10.2011 kl. 21:56

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Aldeilis að minn er fullur af eldmóði, flott grein!

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.10.2011 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband