Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
17.6.2009 | 12:14
Sjálfstæði þjóðar og lesbíur og hommar fagna.
Vel mælt hjá forsætisráðherra og vel valið ljóð hjá fjallkonunni. Kæru stjórnarandstæðingar hvað er að þegar ekki er hægt að sjá sannleikann þótt hann stari á ykkur? Hvað er að þegar rifist er um allt og ekkert í stað þess að skoða hver staða okkar er og hvar hún er? Hvað er að þegar alla auðmýkt virðist vanta fyrir eigin stöðu og annarra. Staðreyndir eru augljósar en samt er öllu sem gert er bölvað og stjórnarandstaðan sem kom okkur hingað talar eins og hún hafi sl. 18 ár verið í "black outi" og allt sé öðrum að kenna.
En aðstoð má fá við kránkleika ykkar hjá Lausnin.is sem er til alls líkleg þegar um mannlegar tilfinningar er að ræða.
það er með ólíkindum hvernig talað er og ábyrgðarleysið algjört þetta er sjálfstæðisbarátta og leiðin liggur fram á við í samvinnu við aðrar þjóðir ekki ein og vinalaus á eigin orustuvelli.
En annað merkilegri var við þennan dag 17. júní 2009. Þetta er án efa fyrsti samkynhneigði forsætisráðherran sem mætir með maka sinn á svona atburð.
Þetta er tilefni til hátíðar og þakklætis fyrir að upp skuli renna slíkur dagur. Því þetta er ekki sjálfsagt og ég þakka forsætisráðherra og frú fyrir þennan auðmjúka og hógværa sýnileika.
17.6.2009 | 12:08
Sjálfstæði þjóðar og lesbíur og hommar fagna.
Vel mælt hjá forsætisráðherra og vel valið ljóð hjá fjallkonunni. Kæru stjórnarandstæðingar hvað er að þegar ekki er hægt að sjá sannleikann þótt hann stari á ykkur? Hvað er að þegar rifist er um allt og ekkert í stað þess að skoða hver staða okkar er og hvar hún er? Hvað er að þegar alla auðmýkt virðist vanta fyrir eigin stöðu og annarra. Staðreyndir eru augljósar en samt er öllu sem gert er bölvað og stjórnarandstaðan sem kom okkur hingað talar eins og hún hafi sl. 18 ár verið í "black outi" og allt sé öðrum að kenna.
En aðstoð má fá við kránkleika ykkar hjá Lausnin.is sem er til alls líkleg þegar um mannlegar tilfinningar er að ræða.
það er með ólíkindum hvernig talað er og ábyrgðarleysið algjört þetta er sjálfstæðisbarátta og leiðin liggur fram á við í samvinnu við aðrar þjóðir ekki ein og vinalaus á eigin orustuvelli.
En annað merkilegri var við þennan dag 17. júní 2009. Þetta er án efa fyrsti samkynhneigði forsætisráðherran sem mætir með maka sinn á svona atburð.
Þetta er tilefni til hátíðar og þakklætis fyrir að upp skuli renna slíkur dagur. Því þetta er ekki sjálfsagt og ég þakka forsætisráðherra og frú fyrir þennan auðmjúka og hógværa sýnileika.
Heyjum á ný sjálfstæðisbaráttu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.6.2009 | 09:39
Sandkassaleikur og vanvirðing við lýðræðið?
Fylgist þokkalega með Alþingi. Það verður að segjast að framrás SDG á Alþingi hefur ekki verið til fyrirmyndar. Hann skapar eins og nokkrir aðrir eigin reglur en SDG er maður fullyrðinga og yfirgangssemi sem fæstir hinna ná að skapa í ræðustólnum.
Framsókn kom í þessu tilviki ótrúlega fram og þeim til minnkunnar hvernig þingmenn þeirra töluðu. Það versta er að það skortir allan undirliggjandi húmor í tali þeirra (jafnvel kaldhæðni) sem eiginlega gerir þetta að algjöri steypu. Sjálfsgagnrýni þingmanna er nauðsýnlegur án hans verður starf þeirra innantómt og yfirborðskennt þrasatal alveg sama hver á í hlut.
Forseti Alþingis gerði rétt í að stöðva þessa vitleysu þótt þeir megi almennt alveg stýra umræðunni um fundarstjórn forseti betur!
Þessi framkoma þingmanna er engum til sóma og dregur enn meir úr trú minni á því sem fer þarna fram.
Gleðilegan þjóðhátíðardag.
Óásættanleg framkoma forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2009 | 08:11
Hugarfar enn í skurðgreftri! Þunglyndisframleiðsla fjölmiðla!
Er ekki hissa á neinu lengur! Það er eins og engin átti sig á skaðsemi allrar þessar umræðu um sekt eða ekki sekt! Réttlætingar og afneitun er algjör á siðferðislegri ábyrgð á gjörningnum og allri meðfylgjandi umræðu, Skaðsemi rangrar ákvarðanatökur margra fjármála- og stjórnmálamanna er ótrúleg. Vantraustið er algjört og blinda þeirra fullkomin eins og "black out" muna ekki einu sinni augnablikið meðan á því stendur.
Tveir aðilar hafa verið í umræðunni núna Bæjarstjórinn og Ríkissaksóknari og hvorugur sér siðferðislega ábyrgð sína á málunum og allri umræðunni um ábyrgð. Segið af ykkur strax, bjargið því sem verður bjargað þótt seint sé!
FJÖLMIÐLAR eru í þvílíkri þunglyndisherferð að annað hefur ekki heyrst eða séðst. Í fréttum á Stöð2 í gærkvöldi var eintómur neikvæður fréttaflutningur um gífurlega erfiðleika og svo allann óheiðarleikann. Ekki einn ljós punktur og ekkert að gerast í útlandinu.
Ríksissjónvarpið var aðeins betra og komst til útlanda með fréttir sínar. En á eftir fréttunum var mér hugsað til tilgang þessara neikvæðni og vonleysi og algjörum skorti á ábyrgri framtíðarsýn sem þetta lýsir. Ekkert virtist skoðað af kunnáttu og frá öllum hliðum! Neikvæðnin var aðalmál fréttatímanna.
Blöðin eru líka stúttfull af vandamálum varla sést eitthvað sem gleður eða róar hugan. Hvaða afl er það í fréttafólki sem veldur því að þau halda að allt neikvætt sé fréttnæmt allt uppbyggilegt og gott sé sjálfsagt og engin nennir að horfa eða hlusta á slíkt?
Við erum ekki nafli alheimsins og umhyggja og skilningur á vanda annarra er góð leið til betri líðan og bjartri sýn á daginn í dag. Sjálfselska og lélegt sjálfstraust stjórnar vinnubrögðum sem þeim sem ég er að upplifa. Viljum við vera þannig?
Einhvernveginn fann ég sterkt fyrir þessu í gærkvöldi þegar svartnættinu var gusað yfir þjóðina úr fjölmiðlum landsins. Fréttafólk ber líka siðferðislega ábyrgð á sínum vinnubrögðum og verða að skoða afleiðingar svona vinnubragða. Mér finnst nóg komið af þessu "kjaftæði" við verðum að breyta um farveg og fara nýjar leiðir á öllum sviðum einnig í fréttaflutningi.
Er nema von að þjóðin sé á lyfjum? Það ætti að banna svona vinnubrögð sem lýsa svo sterkt vankunnáttu og þekkingarleysi viðkomandi á þesssum málum. En einnig algjöru skilningsleysi á mannlegu eðli og tilgang frétta. Tilgangurinn getur varla verið að ætla að leggja okkur öll inn á geðdeildir landsins.
Falið að ræða við Framsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.5.2009 | 15:19
Hvað er (ekki) í gangi eiginlega!?
Skattar hækkaðir á bensín, áfengi og tóbak. Sem væri í lagi ef eitthvað annað væri gert á móti þessu. Ef ný og heilandi framtíðarsýn væri kynnt um leið því hún er til í næstu framtíð það er ljóst.
Á meðan almenningssamgöngur dragast saman og engin úrræði eru til að komast milli staða er ekki hægt að hækka bensín.
Á meðan áfengis- og tóbakshækkanir tengjast hækkun vísitölu og þar með hækkun skulda gengur ekki að hækka þessa hluti.
Ljóst er að breyta verður samsetningu grunns neysluvísitölunnar eða láta hækkanir eiga sig. Þetta verður hringekja vixlverkana sem engan endir tekur ef svona er að málum staðið.
Það virðist enn vanta að búið sé um þjóðina af öryggi. Enn skortir öryggi í húsnæðismálum og endurskoðun álagningar á matarkörfuna.
Enn skortir að verið sé að vinna að grunnöryggi okkar um leið og nýjar framtíðar leiðir eru skoðaðar og við þær hafið framkvæmdir. Það verður að vinna á báðum endum um leið annars er engin trú hjá fólki að lausn sé framundan.
það er fullt af snjöllum lausnum í gangi, nýjar ferskar hugmyndir um hvernig eigi að fá fjármagn inn í atvinnulífið. Hægt væri að losa um hluta af krónu- og jöklabréfunum eftir ákveðnum leiðum með aðstoð erlendra sérfræðinga og fjárfesta. Hægt er að fá fjármagn hjá lífeyrissjóðum landsins. Hægt er að breyta skattlagningarstefnunni, hvað er verið að segja um íslensku skattagræðgina við ólíuleitarútboðið!?
Hægt er að nota vatnið okkar heitt sem kallt til að vera með snjalla og trúverðuga umhverfisstefnu.
Hægt er að virkja alla menntun sem til er í landinum til að fá erlenda aðila hingað sem tengjast starfsemi tengdu nýrri umhverfisvænni stefnu Íslands sem við eigum að taka upp ekki seinna en núna!
Hægt er að hlúa vel að grunnmenntun okkar og öllum forvörnum andlegum sem líkamlegum varðandi hag einstaklinga og fjölskyldna. Klúðrum ekki eins og finnar lærum af þeim! Eflum undirstöðurnar og stöndum saman að nýrri framtíðarlausn.
En varðandi forvarnir virðist sama sem engin áhugi hjá ráðamönnum. Þetta áhugaleysi eða í raun skort á alvarleika ástandsins bakvið "þetta reddast" er með öllu ólíðandi. Verið er að skera niður fjármagn sem snýr að forvarnarstarfi og var það í raun ekkert fyrir! Hér verður að koma til hugarfarsbreyting ef ekki á illa að fara. Lausnin er að viðurkenna vanmátt okkar og horfast í augu við staðreyndir og biðja um hjálp til að leysa málin. Við hjá www.lausnin.is viljum efla forvarnir og skilning á stöðu einstaklinga og fjölskyldna í samfélaginu. Við viljum efla grunnöryggið og skapa pall til að vinna sér áfram frá upp og inn í nýja framtíð. Sterkar undirstöður eru forsenda áframhaldandi uppbyggingar.
Ný gjöld hækka tíu milljóna króna lán um 50 þúsund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.5.2009 | 10:32
Ólgandi verðbólga!
Verðbólgan er á niðurleið enda gott að leggja kalt á bólgur. En öll lán hækka og húsnæði lækkar áfram eitthvað lengur. Eignin er minni og minni þannig að það að eiga er blekking eða er vísitalan blekkingin?
Hverjir eru alltaf að leika sér með þessa hluti? Leika sér með líf okkar! Þessar verðspár og launalækkanir ásamt miklu atvinnuleysi kallar á óvenjulegar aðgerðir.
Hvort þær eru þær erfiðustu í okkar lífi skiptir minna en það að framkvæma og standa saman að framkvæmdinni til loka hennar.
Við erum enn að koma fram sem hagsmunagæslufólk hér og þar. Útgerðarmenn, álfólk, steypueigundur og þeir sem enn eiga pening. Allir að hrópa úlfur úlfur. Fyrning eða ekki, setjið fram raunhæfar skýringar og við skoðum þetta saman. Ál? æi nei! Steypa önnur en talaða skiptir okkur líka máli. Að halda í vitlegu jarðtengdu sambandi við húsnæðið okkar. Ekki líta á það sem það eina sem skiptir máli heldur að fá öruggt húsnæði á góðum kjörum. Það er það sem ríkisstjórnin á að útvega með framkvæmdaáætlun sinni.
Mér finnst pesónulega liggja fyrir hvernig eigi að spara! Hvar eigi að leggja áherslu á að halda fjármagni inni og hvar ekki! Allt snýst þetta um fólk og að styðja grunnþarfir okkar! Mat, húsnæði og atvinnu þetta ásamt forvarnarmál á öllum sviðum er það brýnasta. Þetta er markmiðið og leiðin gæti verið ljós ef við stígum þessi skref saman af hugrekki. Skattamálin þarfnast meira jafnvægi það er það sem við höfum í hendi sem telur ekki það sem stendur brúttó á launaseðlinum. Félagsleg réttlætiskennd er góð og falleg förum þá leiðina að markmiði okkar.
Við hjá www.lausnin.is lítum á okkar vinnu sem framlag til betra samfélags.
Jæja nóg um þetta sólin skín og fallegur dagur sem best er að njóta gott fólk!
Verðbólgan mælist 11,6% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.5.2009 | 08:37
Dottið um fætur kerfisins!
Já, allt er við það sama í íslensku húsnæðismálunum! Formaður Félags fasteignasala segir í viðtali að "Fram að þessu hefur fólk getað reynt að finna kaupendur af fasteigninni, sem yfirtaka þá lánin þótt engin önnur greiðsla komi á móti. Hún tekur dæmi af íbúð fyrir fimmtán milljónir sem sé veðsett fyrir þá upphæð."
Sem sagt að lána 100% af söluverði og fá áfram greiðslur af veittu láni er ekki bönkunum þóknanlegt! Nei frekar að láta seljandan verða gjaldþrota og tapa stærri hluta lánsins auk alls sem þetta kostar banka og eiganda íbúðarinnar vegna gjaldþrotsins. Bankarnir eru í ríkiseign og peningarnir hvar sem þeir liggja eru á ábyrgð okkar allra hefði ég haldið! En nei, fjármálavaldið er samt við sig og áfram er haldið í gamla yfirlætistóninum "skrifstofuborðaleiknum" mitt er valdið ég má tapa peningunum, þú hefur ekkert um þetta að segja litli minn! Mitt er valdið að fara hvernig sem er með fólk og fé!
Við hjá www.lausnin.is erum að vinna að betra samfélagi með framlagi okkar þar.
Enn og aftur vantar alla "heilbrigða" skynsemi. Það er alveg hægt að gera miklu meir en gert er beint og með einföldum hætti fyrir íbúðareigendur. En það virðist ekki mega!? Kerfið lifir sínu lífi og óttinn við nýjar leiðir ræður för okkar.
Ef ekkert gerist, gerist ekkert!
Flytja ekki 100% lán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2009 | 15:36
Hungurverkfall þarf til að koma íslensku skrifstofukerfi afstað!!!!
Hvað er með fólk? Jafnræðisregla og hvað með það! Maðurinn er búinn að bíða í 2 ár!! Og aðrir svipað að ég held! Hvar er jafnræðisreglan hér?
Þessi afgreiðslumáti er okkur til skammar svo ekki sé meira sagt. Óháð hvaða gögn voru til staðar og annað þá á fólk rétt á fljótri afgreiðslu í viðkvæmum málum. Um kostnað þarf ekki að ræða við sem ein mesta óþarfa sukk eyðslukló veraldar höfum örugglega efni á svona smá kostnaði. Sem við auk þess erum sjálf að skapa með seinagangi!!!!!! Það er með öllu óþolandi að "kerfið" skuli hafa forgang og allann rétt sín megin! Erum við ekki á leið út úr svona afgreiðslum??
Látum ekki undan þrýstingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2009 | 15:22
Enn og aftur vantar okkur allannn skilning og mannúð!!
Hvað er að okkur sem þjóð? Hvað veldur því að hægt er að láta einstaklinga bíða í 2. ár eða jafnvel lengur eftir svari um dvalarleyfi? Við höfum veitt örfáum einstaklingum leyfi síðustu ár sem er okkur til háðungar.
Ég sem íslendingur skammast mín fyrir þá lítilsvirðingu sem við sýnum fólki sem er í neyð! Eigingirni og sjálfshyggja af vestu tegund er ríkjandi á of mörgum sviðum. Þetta er ekki eina dæmið um afgreiðslu aðferðir Útlendingastofnunar en væntanlega er Alþingi áður búið að samþykkja þessi brot á mannréttindum?
Hvar er opna hjartað okkar? Hvar er umhyggja og skilningur okkar? Hvar er faðmur okkar og afhverju erum við svo hrædd við að opna hann fólki í neyð???
Er ekki nóg komið af sjálfselsku okkar og upphafningu? Hvar erum við í dag stödd vegna þessarar hegðunar okkar? Breytum, förum nýja leið og högum okkur sem siðuð þjóð og verum fyrirmynd mannkærleika.
Ætla allir í hungurverkfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.5.2009 | 11:03
Við erum ekki kærleiksrík þjóð!!!!
Hvað er að okkur sem þjóð? Hvað veldur því að hægt er að láta einstaklinga bíða í 2. ár eða jafnvel lengur eftir svari um dvalarleyfi? Við höfum veitt örfáum einstaklingum leyfi síðustu ár sem er okkur til háðungar.
Ég sem íslendingur skammast mín fyrir þá lítilsvirðingu sem við sýnum fólki sem er í neyð! Eigingirni og sjálfshyggja af vestu tegund er ríkjandi á of mörgum sviðum. Þetta er ekki eina dæmið um afgreiðslu aðferðir Útlendingastofnunar en væntanlega er Alþingi áður búið að samþykkja þessi brot á mannréttindum?
Hvar er opna hjartað okkar? Hvar er umhyggja og skilningur okkar? Hvar er faðmur okkar og afhverju erum við svo hrædd við að opna hann fólki í neyð???
Er ekki nóg komið af sjálfselsku okkar og upphafningu? Hvar erum við í dag stödd vegna þessarar hegðunar okkar? Breytum, förum nýja leið og högum okkur sem siðuð þjóð og verum fyrirmynd mannkærleika.
Boða mótmæli í Reykjanesbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)