Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
28.11.2009 | 11:20
Boðskapur jólahaldsins -"ég en ekki þú"
Ætlaði ekki en gat ekki látið vera. Þessi mannréttindamál hafa í áratugi háð sitt stríð í hjarta mínu. Hvítasunnusöfnuðurinn má hafa sína skoðun á hver er Guði þóknanlegur og hver ekki. Ég má líka vera ósammála, því Guð er ekki einkastofnun eins né neins. Snýst ef til vill ekki um skoðun þessa fólks frekar um þessa tilfinningu að einhver telur sig hafa einkaleyfi á Guði. Einhverjum finnst ég óhreinn og veikur en læknanlegur. Hef margan barðagan háð á þessum vígvelli en samt finn ég til í hjarta mínu.
Þetta snýst um að tala af virðingu og kærleika um náungan. Við fæðumst öll hrein og falleg og byrjum lífsgöngu okkar elskuð eins og við erum. En svo er eins og fjandinn birtist og ekkert er eins og það var. Farið er að flokka manneskjuna eftir tilfinningum hennar til hvors annars. "Elska syndarann ekki syndina" eru fleyg orð frá forstöðumanni einum.
En ekki fleiri orð ég held að það sé sárt að hafa einkaleyfi á kærleikanum. Hann lokast innra með okkur og veldur sársauka og einmannakennd. Fíladelfía lifir í þessum sársauka og ég á aðeins eina ósk að við getum fundið tilgang með lífi okkar hvort um sig i virðingu og samkennd.
Samkynhneigðir kyssast í Fíladelfíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.11.2009 | 09:19
Hættulegur tilgangur hækkunar áfengisgjalds??
Hækkun þarf ekki að vera slæm. Megum auðvitað ekki fara yfir brugg- og sjálfsbjargarstrikið sem er síst betri leið varðandi forvarnir. En ef tilgangurinn að venju er til almennar eyðslu ríkisstjórnarinn þá er vandi okkar að aukast. Því um leið og þetta gerist er dregið úr fjármagni til heilbrigðiskerfisins. Hundurinn er að bíta í skottið á sér.
Um er að ræða mesta þjóðarbölið með hugsanlega allt að 20% þjóðar merkta af einkennum þess. Og ef það eru svo 3-4 aðstandendur sem þjást vegna neyslunnar hverjir eru þá óhultir?????
Minna og minna er hlutfallslega lagt í forvarnir og minna og minna rætt um þennan vanda sem stjórnleysi í áfengisneyslu veldur. Jafnvel núna þegar miklir erfiðleikar standa að fer þetta með áfengisvandann og meðvirknina með veggjum fram í hljóði.
Feimnismál? Hugsanlega vegna þess að þetta snertir einhverstaðar hvern íslending!? Engin virðist vilja rugga bátnum hjá sér þannig að þjóðin ruggar ekki bátnum!
Opnum augun og ræðum þessi mál! Án heiðarlegrar umræðu gerist ekkert. Og ef ekkert gerist þá gerist ekkert.
Hækkun þessi verður að fara til forvarnarstarfsemi sem svo mun lækka allann heilbrigðiskostnað okkar verulega og meir en ráðamenn virðist hafa vilja og getu til að viðurkenna og hvað þá sjá!!!
Áfengisgjaldið hækkar um 42% á einu ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.11.2009 | 09:16
Neikvæð mismunun??
Sjálfsagt gott mál að kyrrsetja eignir þessar. Allar þessar innanbúðar upplýsingar sem viðkomandi hafði þarf að skoða. Eðlileg aðgerð? Er lögmaðurinn sleginn algjörri siðferðisblindu?
En hví er ekki meira um kyrrsetningar? Fróðlegt væri að fá upplýsingar um það. Þung þrúgandi vantrú er á allt opinbera eftirlitskerfið ásamt gífurlegri reiði út í allt sem fjárfestar heitir og innantóma geðveikislega blinda eyðslu á peningum sem ekki voru til.
En bankar verða að fara varlega. T.d. eru reglur Arion banka óskiljanlegar varðandi skuldbreytingar starfsmanna sinna.
Vinnan við endurfjármögnum fyrirtækja á að vera opin og gagnsæ í ferli sínum. Hvar er stóra nefndin sem ríkistjórnin átti að skipa til að sjá um sölu gjaldþrota fyrirtæki bankanna? Mikið hefði það gert þetta trúverðugra. Hefur stærð og markaðsráðandi staða td. Haga verið skoðuð út frá fyrri yfirlýsingum eftirlitsaðila sem samkeppnisaðila?
En þetta er nú bara morgunspjall :)
Lögmanni Baldurs algjörlega ofboðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.11.2009 | 09:29
Varlega með sýnilegar línur! Sjónmengun sem má forðast?
Gott að fara af stað með framkvæmdir á Reykjanesi. Vistvæna orku má ekki nota hvernig sem er. Sjónmengun línu um Reykjanesskaga er mál allra. Umhverfismál sem verður að mega ræða til enda.
Það voru einhverjir aðilar að kynna nýja aðferð um daginn við byggingu mastra úr öðrum efnum en stáli. Var rosa flott að sjá þessar aðferðir og mótanlegu efni sem þeir sýndu. Efni sem gerði mögulegt að taka tillit til umhverfisins, landslagsins og mýkja útlit svona línu.
Er litill tilgangur að virkja vistvænt en að vera með umhverfisspillandi framkvæmdir í öllu í framhaldi af virkjuninni.
Hindrunum rutt úr vegi Suðvesturlínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.11.2009 | 10:44
Framsóknarsókn með leyfi sjálfstæðisflokks??? Bráðabirgðaformenn þessara flokka láta öllum látum!
Upp á komur þingmanns framsóknar taka engan enda. Kanski ekki von á öðru frá flokki sem er opinn í alla enda? En samt? Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur komu okkur í þessa stöðu með að í blindni láta vini og vandamenn fá útvalda bita og leyfa engu eftirlitskerfi að starfa að reisn. Þeir hofðu á frjálshyggjuna vaða út fyrir drukknunarlínu og björgun illmöguleg.
Flokkarnir sem settu okkur í þennan vanda með aðgerðum eða aðgerðarleysi tala nú af þvílíku ábyrgðarleysi að halda mætti að þeir litu aldrei um öxl. Sjá formenn þessara flokka sem mér virðist ljóst að báðir eru kosnir til bráðabirgða hvert þeir eru að stefna?
Nú er ekki tími árása og stórra orða. Ekki tími niðurrifs án uppbyggingahugmynda. Ekki tími fyrir gengdarlausa frjálshyggjustefnu!
Skattabreytingar frá kerfi fyrir háglaunað fólk til láglaunaðs er löngu tímabært! Okkur er brýnt að fara að nálgast hinar norrænu þjóðirnar hvað snertir félagslegar aðgerðir og framkvæmdir. Eftir áratuga misréttisstefnu ofannefndu flokku sem án miskunnar beittu sig fyrir þá efnameiri verður að koma ákveðið félagslegt jafnrétti.
Hvort ICESAVE verður óendanlegt eða ekki verður að koma í ljós. En margir fyrirvarar eru um hámarks greiðslur og fleira. Þetta er meir en vont mál sem við sitjum uppí með. Afhverju? Hvaðan kom það, spyrjið ykkur góðir hálsar. En uppákomur sem þessar eru engum til sóma. Stórum orðum fylgir mikil ábyrgð og ég er ekki viss um að þingmaðurinn eigi þá ábyrgð til hjá sér. Gott hefði verið að einu sinni sjá þing okkar starfa af reisn og af virðingu fyrir sig og þjóðina.
Það skortir algjörlega auðmýkt fyrir stöðu okkar og hvaðan hún kemur. Það skortir afsökun frá þessum flokkum fyrir sinn hluta í málinu. Það er skortur á samviskutengdum og kærleiksríkum skilningi á eigin afglöpum og á framtíðarsýn fyrir alla þjóðina.
Stærstu mistök Íslandssögunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2009 | 10:59
Tímabær þrepaskipting og fjármagnsskattur!! Hvað með húsnæðiskerfið?
Skattkerfið hér hefur löngum verið brogað og mikil sjálfstæðis- og framsóknarlýkt af því. Auðvitað er vandi að skipta í þrep! Hvar á að setja mörk en slík verður auðvitað að setja. Í fljótu bragði lítur þetta vel út en aldrei hef ég skilið fjármagnstekjuskattleysið! Þegar fólk er aðeins með milljónir jafnvel á mánuði í fjármagnstekjur, lifir af þeim, afhverju greiðir það ekki venjulegan tekjuskatt?* Og hækka hefði átt skattleysismörk meir alltaf spurning hvar mörk fátæktarstyrkja eigi að liggja.
En ljóst er að brýnt er að skoða vaxtabótakerfið. Þar eru margir skringilegir vankantar innbyggðir sem hafa legið það jafnvel í áratugi. Af þeim skapast óréttlæti mikið og kerfið tilviljunarkennt! Húsaleigubætur eru líka alveg út úr kortinu og það á að sameina þetta í einar húsnæðisbætur óháð heiti á búsetunni. Þannig er hægt að taka fyrstu skrefið í átt að norrænu húsnæðiskerfi sem er í raun félagslega tengt íbúum í viðkomaadi húsnæði ekki hvað fyrirkomulagið er kallað.
Eitt í lokin hvar eru verkalýðsfélögin í raunveruleika sínum. Mér finnst þau vera eins og stofnun sem er til fyrir sig og vinna til að halda völdum ekkert annað. Sakna eldri foringja allt er orðið svo slétt og fellt og fallegt yfirborð samninga skiptir orðið svo miklu máli. Meir en raunveruleikatenging þeirra!!!!!
Þriggja þrepa skattkerfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.10.2009 | 13:10
Neðar komast Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkar ekki!!
Ótrúlegt að mánuð eftir mánuð hlusta og lesa óábyrgan flutning Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks i Icesave málinu. Hverjir voru við stjórnvöl í tvo áratugi á undan hruninu? Hverjir settu lög og reglugerðir sem gerðu þetta mögulegt? Hvenær hófst þetta aðhaldsleysi og hömluleysi geðveikrar frjálshyggju?
Mér verður ómótt við svona augljóst, auðvirðilegt og í raun kjánalegt tal flóttamanna fyrri ríkisstjórna. Veit ég að það er erfitt að horfast í augu við eigin ófullkomleika og viðurkenna ábyrgðina, biðjast í auðmýkt afsökunar, þegja og klára með stæl mál þetta.
Auðvitað er hægt að sitja hjá, vera á móti en hvar er þá sómatilfinning þeirra og æra? Þessum tveim flokkum er vorkunn þegar hlustað er á flutning þeirra í Alþingi í algjörri örvæntingu þess sem hefur misst sjónar af markmiðum sínum og hugsjónum. Hvað er að?
Og hvernig í dauðanum ætli þeir að vinnu úr þessum geigvænlega vanda sem þeir sköpuðu? Ekkert heyrist nema hol hróp úr eyðimörk hugmynda þeirra! Engin lausn er í alvöru í boði í nafni þeirra.
Þung orð falla um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2009 | 09:04
"Ice will save you" Glittir í raunveruleikatengda ákvörðun?
Hvað svo sem má segja um niðurstöðu þessu þá hefur þetta tekið of langan tíma. Með nálgun sem hefði verið í upphafi rauntengdari og kjarkmeiri hefði þetta verið búið og afgreitt fyrir einhverjum tíma. Það er seinagangurinn í of mörgu sem veldur óróa nú er farsælast að gefa í botn. Afhverju er eins og alltaf skorti skilning og raunveruleikatengingu við vilja fólksins? Eins og eldri viðhorf stjórnmálafólks þvælist fyrir framtíð okkar.
Og hver veit hvað verður 2024 eða hvernig einhverjir samningar færu ef við ynnum dómsmál seinna??
Þetta er okkar besta núna, alltaf verið ljóst að við berum ábyrgð og alltaf verið ljóst að við vitum ekki hvað þetta verður mikil fjárhæð!!!! Vonandi sem minnst og vonandi fer hjól Íslands að snúast. En það er þá! Núna er mikilvægast - gleymum ekki augnablikinu.
Sleppum takinu á vandamálunum og lítum á lausnina. Vissulega skil ég enn ekki tregðuna við að leiðrétta með afskrift eftirstöðvar lána!!! það er enn ein lausnin sem ef stjórnmálafólk væri raunveruleikatengt hefðu afgreitt jákvætt!! Það verður gert fyrr en seinna, annars er það Austurvöllurinn og fólkið verður auðvitað að tala hærra og skýrar.
Margt er að gerast en sum grundvallarmál taka of langan tíma. Einhver verður að taka að sér að forgangsraða fyrir Alþingi og ríkisstjórn. Verður það Austurvallarhópurinn?
Við verðum að vera í samræðum við stjórnmálafólk ekki á móti þeim. Veita aðhald og ekki samþykkja hvað sem er. Vera miklu, miklu meira vakandi yfir starf Alþingis. Við höfum öll gott af því.
Icesave-fyrirvörum breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.10.2009 | 09:19
Rasismi og valhroki á Íslandi.
Ég hef lengi upplifað flóttamannaaðstoð Íslands sem sérkennilega einhliða og yfirborðskennda. Er í raun tilfinningalegur skortur á mannúð? Þróunaraðstoð okkar í nánast núll krónur og okkar til minnkunnar! En auk þess erum við í raun mjög lokað land nema ef viðkomandi getur unnið okkur beint gagn! Shengen er auðvitað ekki gott mál í augum margra. En þau kyngja og kyngja vegna þess að útlendingarnir vinna það sem þeir vilja alls ekki gera. En flóttamannaaðstoð okkar er í skötulíki. Einkennilegur hroki og kynþáttaupphefjun er í allri afgreiðslu okkur. Erlendir glæpamenn og klíkur koma og fara! Sumir framhjá banni við dvöl hér og þiggja jafnvel félagslega aðstoð. Fangelsin eru notuð sem hótel fyrir suma en annars sjá þeir bara um sig sjálfir því frelsi ríkir í málefnum þeirra á Íslandi í dag.
En tugur flóttamanna veldur usla í kerfinu. Skrifborðsskæruliðar vinna og vinna til að koma þeim úr landi. Allskonar reglur fara í gang jafnvel makar íslendinga fá aðeins árs dvalarleyfi fyrst. Hvað er í gangi undir frjálslega norrænu yfirborði okkar? Fólk bíður mánuðum og árum saman eftir afgreiðslu á málum sínum bara það er brot á mannréttindum!!
Ég skammast mín þegar þessi mál koma upp. Við erum rasistar að þessu leiti og viljum í ákveðnum málefnum velja og hafna eftir sérkennilega einstrengislega rasistalegum reglugerðum og vinnureglum. Hættum þessum vinnubrögðum. Þetta eru fáein mál á ári og ekkert til að tala um fyrir okkur en stórmál fyrir viðkomandi einstaklinga! Hvar er náungakærleikur okkur? Hvar er auðmýkt okkar og umburðarlyndi? Hvar er skilningsríkur og opinn faðmur Íslands þegar um einstaklinga sem koma frá löndum sem eru langt á eftir okkur í flestu sem snertir mannréttindi? Eða hef ég misskilið allt saman??? Er mín skoðun á kærleika og auðmýkt einn stór misskilningur?
Mótmælt við lögreglustöðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
13.10.2009 | 08:33
Hæglátt orð "mjakast" en gleðjandi! Neikvæðni í fjölmiðlum hættuleg!
Góð, jákvæð frétt sem mega vera mun fleiri. Atvinnuleysi hefur dregist saman hægt og rólega en betur má gera. Það verður væntanlega í byrjun næsta árs sem við sjáum meira gerast.
Að atvinnulausir vilji ekki vinnu er ekki nýtt erlendis. En að íslendingar séu eins kemur mörgum á óvart en er auðvitað sorglega eðlilegt. Vont að lesa um að við getum sbr. þessu neitað vinnu helst til lengi og haldið bótum.
Neikvæðni fjölmiðla er einn stærsti áhrifa þátturinn í líðan okkar í dag. Með ólíkindum hvernig fréttaflutningur er settur fram fyrir lesendur og áhorfendur.
Uppsláttarfréttir mega vera jákvæðar! Það er uppsláttarvirði að góðir hlutir séu að gerast. En hitt það sem miður er að fara einokar fyrirsagnir fjölmiðla....
Jafnvel jákvæðar fréttir enda með já en ..... svo kemur vond niðurdrepandi niðurtúr í véfréttastíl. Fjölmiðlar eru ekki að leita eftir að skrá nýjar hugmyndir, sprotafyrirtæki eða lífsstílsbreytingar hjá venjulegu fólki. Fjölmiðlar verða að taka ábyrgð á sínum þætti í líðan okkar í dag. Fréttaflutningur er ábyrgðarhluti og það er eðlilegt að flytja einnig það sem vel er gert. Út um allt er verið að gera litla spennandi góða hluti en ekkert heyrist um það - hvað er í gangi hjá prent- og sjónvarpsmiðlum??
Væl um að verið sé að fara illa með hinn eða hitt frá hagsmunaaðilum eins og sveitarstjórnarfólki og stóriðjufólki er orðið vandræðalegt. Hvar eru nýjar hugmyndir um leiðir til atvinnuuppbyggingar í framtíðinni?
Jákvæð, uppbyggileg gagnrýni er góð en hún virðist ekki vera til hér á landi. Þannig vinnubrögð geta hlúð að, haldið utan um og leitt okkur áfram á nýjar brautir.... þetta þunglyndi fjölmiðla má linna ekki seinna en núna..
Af einhverjum ástæðum heyrist meir og meir um fólk sem hætt er að horfa á fréttir eða lesa um allt þetta neikvæða sem verið er að matreiða ofan í okkur...
Hjól atvinnulífsins mjakast á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |