Boðskapur jólahaldsins -"ég en ekki þú"

Ætlaði ekki en gat ekki látið vera.  Þessi mannréttindamál hafa í áratugi háð sitt stríð í hjarta mínu.  Hvítasunnusöfnuðurinn má hafa sína skoðun á hver er Guði þóknanlegur og hver ekki.  Ég má líka vera ósammála,  því Guð er ekki einkastofnun eins né neins.  Snýst ef til vill ekki um skoðun þessa fólks frekar um þessa tilfinningu að einhver telur sig hafa einkaleyfi á Guði.  Einhverjum finnst ég óhreinn og veikur en læknanlegur.  Hef margan barðagan háð á þessum vígvelli en samt finn ég til í hjarta mínu.

Þetta snýst um að tala af virðingu og kærleika um náungan.  Við fæðumst öll  hrein og falleg og byrjum  lífsgöngu okkar elskuð eins og við erum.   En svo er eins og fjandinn birtist og ekkert er eins og það var.  Farið er að flokka manneskjuna eftir tilfinningum hennar til hvors annars.  "Elska syndarann ekki syndina" eru fleyg orð frá forstöðumanni einum.

En ekki fleiri orð ég held að það sé sárt að hafa einkaleyfi á kærleikanum.  Hann lokast innra með okkur og veldur sársauka og einmannakennd.  Fíladelfía lifir í þessum sársauka og ég á aðeins eina ósk að við getum fundið tilgang með lífi okkar hvort um sig i virðingu og samkennd.

 


mbl.is Samkynhneigðir kyssast í Fíladelfíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Percy; ég vil byrja á að þakka þér fyrir að tjá þig um þessi viðkvæmu mál.

Ég ætla að gera strax grein fyrir mér, ég er syndari sem er frelsaður fyrir Guðs náð, sem samkvæmt minni visku þýðir að ég hef tekið við Jesús samkvæmt forskrift Biblíunar (Jóh 3:16).

Hjá mörgum kristnum er þetta að koma út úr skápnum, að viðurkenna fyrir öllum trú sína. Kannski er þetta "skrítna" "samband" kristinna og samkynhneigðra að þeir eiga þessa reynslu saman, ef þú segir umhverfinu hver þú ert þá getur bókað árásir og fordóma.

Það hefur enginn einkaleyfi á Biblíunni enda eru margir kristnir söfnuðir sem eru ekki 100% sammála um túlkun Biblíunnar. Nú er ég einn af þeim sem hef hreinlega lesið Biblíuna á mínum eigin forsendum og komist að niðurstöðu fyrir mig perónulega að Biblían lætur ekki að sér hæðast. Það er ástæða að þessi bók er ALLTAF söluhæst í heimi hér, hún er alveg mögnuð.

Á tímum Jesús voru svona tabú-syndir (eins og samkynhneigðin kannski núna), yfirleitt mjög sýnilegar og áberandi. Kirkjur þessa tíma dunduðu sér við það sem kallast "svo má böl bæta að benda á annað verra", Jesús öskraði sig hásan "en hvað með ykkur sjálf, sá ykkar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum"

Málið er: nú varir túr von og kærleikur, af því er kærleikurinn mestur. Nú þurfa allir að taka bjálkan úr auga sínu og hætta að benda á flísina hjá hinum, bæði samkynhneigðir og kirkjurnar. Væri ekki ráð að boða til málþings og ræða þessi mál til enda, ég býð mib fram hér með . . .

Axel Pétur Axelsson, 28.11.2009 kl. 14:00

2 identicon

Þetta er gott innlegg í umræðuna.
Það þarf að bjóða alla velkomna í kirkjuna.
Guð gerir ekki greinarmun á neinum mönnum og hann vill eiga samneyti við alla menn.
Kærleikurinn er ofar öllu.
Skilgreiningar sem voru uppi á þeim tíma sem Biblían er skrifuð er ekki endilega bókstafleg í dag, að mínu mati.
Ef svo væri, væru konur með mun minni réttindi en þær hafa í dag!
Ég þakka bara fyrir að tíðarandinn hefur breyst í aldanna rás fyrir konur !
Það þarf að færa stöðu samkynhneigðra inn í nútímann hjá kirkjunni!

Sól (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 20:39

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Elska þann örvhenta en ekki að hann skrifi með vinstri sko!

Jóhanna Magnúsdóttir, 28.11.2009 kl. 22:26

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Var Fíladelfíusöfnuðirinn eitthvað að kássast upp á samkynhneigða?

Ragnhildur Kolka, 28.11.2009 kl. 23:22

5 Smámynd: Adda Guðrún Sigurjónsdóttir

Gott innlegg hjá þér Percy!

Ég hef aldrei getað skilið það að kynhneigð sé synd. Og ef við ætlum að taka Biblíuna bókstaflega því þá ekki að banna skilnaði? Það hefur nú bara sýnt sig í verki að ekki er sama Jón og séra Jón...eða af hverju má Gunnar í Krossinum skilja? Það er sko dauðasynd samkvæmt Biblíunni!

Ég held að Jesú hafi boðað mannkærleik og hann er ekki að finna hjá Fíladelfíu núna því miður...kirkjan er ekki að standa fyrir því sem hún boðar!

Adda Guðrún Sigurjónsdóttir, 29.11.2009 kl. 00:32

6 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Adda; Það er ekki kirkjan sem skrifar Biblíuna, kirkjan er stofnuð á grunni Biblíunnar. Kirkja sem hættir að fara eftir því sem stendur í Biblíunni er væntanlega ekki kirkja lengur, heldur bara klúbbur með tónleika. Spurning hvort þú lesir ekki núna Biblíuna Adda og kannar bara sjálf hvað stendur þar.

Það er ljóst að það fylgir mikil blessun orði Guðs sem meðal annars endurspeglast í gospel-tónlistinni. Þessi tónlist er lofgjörð til Guðs og erfitt að afrita. Samkynhneigt fólk hefur margt mikla tónlistarhæfileika og skynjar þetta.

Axel Pétur Axelsson, 29.11.2009 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband