Hættulegur tilgangur hækkunar áfengisgjalds??

Hækkun þarf ekki að vera slæm.  Megum auðvitað ekki fara yfir brugg- og sjálfsbjargarstrikið sem er síst betri leið varðandi forvarnir.  En ef tilgangurinn að venju er til almennar eyðslu ríkisstjórnarinn þá er vandi okkar að aukast. Því um leið og þetta gerist er dregið úr fjármagni til heilbrigðiskerfisins. Hundurinn er að bíta í skottið á sér.

Um er að ræða mesta þjóðarbölið með hugsanlega allt að 20% þjóðar merkta af einkennum þess.  Og ef það eru svo 3-4 aðstandendur sem þjást vegna neyslunnar hverjir eru þá óhultir?????

Minna og minna er hlutfallslega lagt í forvarnir og minna og minna rætt um þennan vanda sem stjórnleysi í áfengisneyslu veldur.  Jafnvel núna þegar miklir erfiðleikar standa að fer þetta með áfengisvandann og meðvirknina með veggjum fram í hljóði. 

Feimnismál? Hugsanlega vegna þess að þetta snertir einhverstaðar hvern íslending!? Engin virðist vilja rugga bátnum hjá sér þannig að þjóðin ruggar ekki bátnum!

Opnum augun og ræðum þessi mál! Án heiðarlegrar umræðu gerist ekkert. Og ef ekkert gerist þá gerist ekkert.

Hækkun þessi verður að fara til forvarnarstarfsemi sem svo mun lækka allann heilbrigðiskostnað okkar verulega og meir en ráðamenn virðist hafa vilja og getu til að viðurkenna og hvað þá sjá!!!


mbl.is Áfengisgjaldið hækkar um 42% á einu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kommentarinn

Við erum löngu komin yfir bruggstrikið. Amk eru mjög margir nýbyrjaðir að brugga núna og þessi skatta aukning sem verið hefur hefur skilað sér í svipaðri krónutölu og var áður, þ.e. salan er mun minni í ríkinu

Kommentarinn, 25.11.2009 kl. 09:33

2 identicon

Einnig er Áman alger bjargvættur.þar er hægt að fá flott víngerðarefni og sloppið við að borga þessa skatta sem skattaflensuskítapakkið er að dæla úr verksmiðjunni

sigurbjörn (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband