Tilgangsleysið aftur komið í vinnu?

Hvað er verið að hugsa?  Hvort þetta heitir greiðsluaðlögun, tekjutenging, lánalenging, frýsting, afskriftir á umframframreikningi ef  lán verður "of langt", eða annað þá verður þetta allt aldrei greitt!  Það er engin tími til stefnu ef hugrakkar aðgerðir koma ekki til fer þetta allt fjandans til og engin getur borgað nokkurn hlut.

Þegar lán hafa tvöfaldast eða jafnvel þrefaldast og eru langt yfir verðgildi þess sem var lánað til er komið í þrot og að skiladögum.  Í raun er þetta óháð stöðu lántakanda tekjulega séð! Þetta eru sjálfsögð mannréttindi og að mínu viti eðlilegar hamfaraaðgerðir til þess að koma þessu skipi (Íslandi) og mannskapi þess á réttan kjöl!  Afhverju á lántakandinn að taka allt á sínar herðar?  Almennar aðgerðir duga ekki.  Aðeins eitt er fært og það er að lántakendur fái leiðréttingu á höfuðstóli lána sinna til samræmis við stöðu lána áramótin 2007/2008  og að teknu tilliti til greiðslna inn á höfuðstól og afborganir síðustu mánuða.

Þetta "tapast" hvort sem er og var væntanlega aldrei til í raun.  Ég sé þetta aðeins sem leiðréttingu og óraunverutengda pappírsvinnu!  Allir tóku þátt líka fjármálastofnanir og ríkið og þetta er staðan. 

Ef lagt er í svona aðgerð má líka vænta þess að fólk eigi pening til að nota í samneyslu og allt fari að rúlla.  En það gerist ekki nema það verði raunverulegar aðgerðir. 

Er "Búsárhaldarbylting" nauðsýnleg til að eitthvað gerist?  Ég held að stutt sé í slíkt aftur.  


mbl.is Róttækari aðgerðir til handa heimilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband