Skyndikukl í stað lausnar?

Góð hugmynd að tengja greiðslubyrði við greiðslugetu.  Hefði haldið að sú hugmynd væri í gildi en greiðslumatið við kaup á íbúð er augljóslega mat sem gildir þann daginn bara!!!

Þetta er svo eðlilegt að ekki á að þurfa að ræða slíkt!  En allt eru þetta tilfærslur tilbúnar skuldar frá jan. 2008 þegar vísitölur/gengi tók að sigla upp til himna. Það virðist sem það eigi að reyna allar leiðir til að halda þessari óréttlátu hækkun lána inni sem ábyrgð einstaklinga.  Færa aftur fyrir, frysta, tekjutengja, aðlaga ofl. allt er gert og gott og blessað en vandinn liggur þarna eins og ófreskja.

Eignaupptaka fór fram og það verður að gera allt til að færa þetta aftur til þeirra sem eiga íbúðirnar og bíla. En hitt er ljóst að húsnæðisstefnan á Íslandi er löngu gjaldþrota.  Í raun hefur litið vitlegt verið í gangi nema gamla verkamannabústaða kerfið sem framsókn lagði niður ásamt leifum af raunverulegu leiguíbúðakerfi.  Ekkert kom í staðinn og staða húsnæðismála augljós, gjaldþrot!

Ekki bætti lánahringl bankanna úr þessu en húsnæðiskerfið var gjaldþrota fyrir gengis/vísitölu hrun.  En við það fór það endanlega á hliðina.

Það er atvinnuleysi og tekjuhrun hvenær ætla þeir sem einhverju ráða að sjá raunveruleikann??

Hvað ætlar ráðafólk í ríkisstjórn og Alþingi að gera?????

Er kominn tími fyrir "Búsárhaldabyltingu" aftur?? Verða stór mótmæli að fara fram til þess að þetta verði leiðrétt?


mbl.is Grunnur að lausn á vanda heimila?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband