12.7.2009 | 11:38
Bakrýnistuðið endalausa!
Halló, ágætt að skoða fortíðina, en að vera fastur í reiði og gremju er engum hollt. Hættum að reyna að keyra áfram horfandi stanslaust í baksýnisspegilinn. Endar alltaf í klessukeyrslu!
Rosalega er ég þreyttur á neikvæðu streymi upplýsinga frá fréttafólki. Nóg er af jákvæðum atriðum er vel er skoðað! Og svo er hægt að skoða daginn í dag og lifa í sólinni eitt ljúft andartak?
Andlegt ástand þjóðarinnar er ekki beysið fyrir og ekki skánar það við þetta. Staðreyndin er ljós og vinnum okkur út úr henni saman en ekki sundruð. Tuð stjórnarandstöðu á þingi er ekki henni til sóma þar sem það er fólkið sem kom okkur hingað. Nær væri að þau tæku ábyrga afstöðu og stæðu með stjórninni að lausn þessara mála.
Við verðum áfram döpur og föst í neikvæðni við lestur sem þessum og öðrum líkum. Það er allstaðar gott að gerast líka! Lyftum okkur upp fyrir óhreinindin og ljótleikann í lífinu. Þannig getum við breytt og umskapið og fundið fegurð innra með okkar.
Sólin skín gerum hlé á þessum þessum neikvæðu fréttum gott fólk, njótum dagsins.
Starfsmenn AGS mótmæltu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.