Ábyrgð eða ábyrgð? Minnisleysi stjórnarandtöðunnar!

Ábyrgð kemur víða við í samfélaginu.  Ábyrgð á sjálfum sér og eigin gjörðum, meðbræðrum, samfélagslagi, fjárhagi  og ábyrgð á að lifa án þess að halda að hálfi sannleikurinn sé allur sannleikurinn.

Það er ekki gott að koma í lok máls og segja "engin ríkisábyrgð á Ice-save reikningum" ég á ummæli  seðlabankastjóra Englandsbanka um það á bandi! Margir koma núna og segjast alltaf hafa séð þetta  og vitað hvernig eigi að komast hjá ríkis-ábyrgðinni.  En formennirnir Bjarni Ben. og Sigmundur Davið virðast hafa steingleymt hvaðan upplausn samfélagsins kemur.  Flokkar þeirra hamast við að fordæma afgreiðslu ríkistjórnarinnar en koma ekki með alvöru lausnir.  Og þá verður að spyrja afhverju reyndu þeir ekki sjálfir eitthvað af þessum leiðum sínum? Afhverju var ástandið eins og það var? Hverjir seldu banka og opnuðu á aukið frelsi út um allan íslenska fjármálaheiminn.

Seðlabanki og Fjármálaeftirlitið brugðust algjörlega ásamt þáverandi ríkisstjórn.  Og mér finnst skrítið að heyra talsmenn þáverandi stjórnarflokka tala eins og þeir og flokksystkyni þeirra hafi fæðst í gær.  Það er ekki að taka ábyrgð að tala eins og þetta ágæta fólk.   Eftir á vitneskja er ágæt en er í raun bara reynsla til að endurtaka ekki vitleysuna.  Hún breytir litlu um augnablikið og virðist fremur haldlítil og þar af leiðandi breytir hún engu um hvernig við vinnum úr þessu núna.

Tafir er skaði fyrir alla og það er mikilvægast að klára málin og fara að vinna frá nýjum grunni.  Mér finnst tvöföld kosning vegna Efnahagsbandalagsins óskynsamleg (vitlaus).  Ég vil ekki kjósa fyrr en ég veit hvað er í boði. Þá get ég annaðhvort samþykkt eða sagt nei við þessu, en ekki  af viti fyrr en þá.  Ég hef ekkert að gera með að kjósa um viðræður eða ekki á meðan ekkert liggur fyrir um hvað ég er að kjósa. Viðræður fyrst og svo skulum við sjá hvað fæst út úr þeim. 

Það er ekki alltaf sómi af umræðum á Alþingi og þingmenn eru fljótir að skipta um lið þegar komið er  í stjórnarandstöðu.  Allgjör endurfæðing á hreinum velli!  Þegar verið er að hreinsa upp eftir þá sjálfa ættu þeir að sjá sóma sinn í því að vinna með þeim sem eru að leiða okkur í gegnum áfallið og inn á nýjar brautir.

Ég er hundleiður á stappinu og vil fá nýjan grunn að standa á!  Við höfum getu til að takast á við þessi mál en aðeins í sameiningu.  Ég veit ekkert fyrr en þetta klárast.

Eitt skortir núna og það er vönduð samræða ráðamanna við þjóðina. Að talað sé við okkur þar sem við erum stödd ekki eins og við séum á Alþingi eða á ríkisstjórnarfundi.   Auðmýkt og sjáan- og tilfinningarlegur skilningur hefur því miður verið á skornum skammti. Mín upplifun er að það sé talað fyrir ofan mig og upplýsingar komi alltof seint til mín.


mbl.is Engin ríkisábyrgð á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband