Trú mín og vissa og blaut rigning.

Uppeldi hefur mikil áhrif á afstöðu okkar til lífsins og hlutana í kringum okkur.  Afhverju er rigningin blaut og mér sagt að passa mig á henni?  Afhverju var Guð refsigjarn og ég smeykur við hann?  Var þetta allt ásamt meiru bara troðið inn í mig af misvitrum fullorðnum einstaklingum?  Er farinn að halda að líf mitt hafi orðið óþarflega erfitt vegna mannana orð við mig í gegnum árin.  Allir sjálfsagt í góðri trú um sannleikan í orðum sínum.  Og orð þessi voru stór og sönn fyrir barnið sem hlustaði. 

Samfélagsleg áhrif skapa fordóma í gegnum þekkingarleysi og  þegjandi samkomulag um að rugga ekki bátnum, segja ekki neitt!   Ég gékk úr Þjóðkirkjunni þegar mér þótti stofnunin kirkjan gera mér lifið svo erfitt að ég sem hafði verið skírður og fermdur inn í hana gat ekki verið þar lengur.  Líf mitt hafði breyst þegar tilfinningar mínar tóku stefnu í átt að kynbræðrum mínum.  Úps þetta var bara ekki satt allt fór á hvolf!  Ég dróst smátt og smátt inn í myrkrið því ljósið vildi mig ekki og hræddi.  Og Guð sem átti að umbera allt og elska hann fordæmdi tilfinningar mínar.  Ég var óhreinn! Samkvæmt uppeldislegri hefð.

En í dag veit ég betur.  Kirkjan á ekki Guð!  Mennirnir eiga ekki Guð!  Guð er fyrir ofan allt elskar allt, umber og skilur allt. Guð er algóður faðir okkar allra.  Ég trúi ekki í dag ég veit vissu mína.  Veit að ég er Guði þoknanlegur og að hann elskar mig án allra skilyrða.  Því skilyrðin um hverjir komast í ríki Guðs er mannana verk.    Þeir skilyrða riki hans sem óhreinir eru og efast um skilyrðislausan kærleika hans.  Efasemdarmennirnir verða að gera aðra óhreinni en þeir sjálfir.  Útbúa V.I.P. forgangskort fyrir sig beint inn í himnaríki og draga aðra í dilka eftir eigin skilyrðum. 

En ég trúi í dag á algóðan og skilningsríkan Guð sem sér allt, skilur allt og fyrirgefur allt.  Mitt er ekki að dæmi mitt er að vera viss í trú minni á Guð.  Bænin er mitt vopn ég bið fyrir þeim er fordæma mig því ég veit að það er vilji hans.    

 Í dag bið ég fyrir Kirkjunni sem í óöryggi sínu og ótta við álit fárra óhreinna og mikið leitandi manna afneitar lesbíum og hommum.   Við erum öll börn Guðs.  Öll án skilyrða um kynhneigð, kyn, litarhátt eða annað! Hvenær ætlar kirkjan að skilja það?  Hætta að sortera og forgangsraða og opna faðm sinn?  Ég trúi því er ég.  'Ég trúi því elska ég.  Ég trúi án skilyrða og með opnu hjarta sé ég riki Guðs sem riki okkar allra.  Ég trúi því að kirkjan vilji mig en þori ekki að elska mig eins og Guð gerir með sanni.   

Ég bíð ekki lengur eftir samþykki eins né neins því ég veit að ég er elskaður sem skapaður af Guði.   

Megi þessi rignardagur verða okkur öllum jafngóður.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ sæti! Gaman að rekast á þig hér!

Svo sammála þér! Guð er góður og elskar fólk eins og það er. Kannski af því fólk er eins og hann ætlaði því að vera. Ég held að honum mistakist ekkert í þeim málum frekar en öðrum! Það er fátt erfiðara en þessi barátta við fordómana sem skera innst inn að hjartarótum og aðeins lengra en það. En gott að vita að kærleikurinn sigrar að lokum. Við trúum því og treystum.

Bestu kveðjur

Mjöll

Mjöll Jónsdóttir (IP-tala skráð) 30.4.2006 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband