Dagurinn í dag!

Ég get gert það sem ég vil úr þessum degi.  Vakna og ákveð það!  Mig langar í dásamlega mengunarlausan, hljóðlátan og kærleiksríkan dag. 

Vil gjarnan fá lausn við ringulreiðan og óróleikan sem ríkir í heiminum dag.   En spekingarnir segja að fyrst verði allt að versna svo það geti lagast.  En er ekki komið nóg? Þessi ótti sem stjórnar oft viðhorfum okkar er í engum takti við innri veruleika ookar sem elskandi manneskjur.  Hatur og ótti við innflytjendur, afhverju eða tilhvers? Við vorum innflytjendur einu sinni!  Litum inn á við og komum fram við aðra eins og við viljum að sé komið fram við okkur.  Græðgi dagsins og líka ótrúleg í bland við öfund og eigingirni.  En berlega er að koma í ljós að nýjir bílar, nýjar íbúðir og fleiri ferðir út fyrir skerið gera okkur ekki hamingjusama nema þetta litla augnablik.  Augnablikið,  þegar við upplifum fyrstu viðbrögðin svo er það búið og leitin að innri hamingju hefst aftur.  

Las einhverju sinni að "Það sem er djúpt innra með þér speglast út á við.  Þegar jafnvægi, fegurð og friður er hið innra, speglast það í öllu sem þú gerir, segir og hugsar.  Ríki hinsvegar ringulreið og ójafnvægi er innra með þér er ekki hægt að fela það því það mun speglast í öllu lífi þínu og lífsháttum".  

Hraði og ringulreið samfélagsins, kröfur og grímuklædd græðgi sem er í gangi hér í dag endurspeglar sem sagt innra ójafnvægi.  Við erum þjóð í ójafnvægi og leitum eftir jafnvægi í ytri táknum og gæðum.  Viljum góðæri núna en ekki í gær það má kosta allann minn tíma, alla mína aura og alla mina sálarró, ég vil góðæri peningana!   Ég sé ekki hvernig við eigum að snúa þessu við.  Ráðamenn þjóðarinnar eru í þessu skyndihjálparátaki! Og  við erum svo þakklát fyrir þetta augnabliks góðæri.  Skítt með morgundaginn! 

En hann kemur með timburmenn líkamleg sem andleg.  En hvað með það fáum nýtt álver en annað sem getur bjargað núinu fyrir okkur.  Ekkert annað gildir.

Og auðvitað er það núið sem gildir. Núna þessa stundina vil ég finna frið og vera sáttur við Guð og menn.  EN til þess verð ég að gera raunhæfar áætlanir fram í tímann og stefna þangað einn dag í einu. Í friði og sátt og miklu umburðarlyndi.

Ég vil mynda mér uppbyggileg viðhorf til lífsins. Byggja það upp sem er best út frá því sem ég sé í kringum mig og hinu ætla ég ekki að gefa athygli mína, engan lífskraft og þá hverfur það.

Lífið er það sem ég geri úr því. Og þrátt fyrir kosningar, loforð og ósamræmi í tali og efndum trúi ég að góðir hlutir komi út úr næstu borgarstjórnarkosningum.  

Ég fæ þann meirihluta sem ég á skilið og ekkert meir um það að segja:)

Fallegur dagur og ég ætla út í sólina og taka mina ábyrgð á þessum degi.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband