Stjórnmál - menning og list?

Ég upplifi stjórnmál sem menningu og list.  Stjórnmál fjalla um lífið og lifið er list.  Menning á ensku er "culture" sem þýða má sem menningu, siðfágun eða ræktun.  Siðfágun er fágætt fyrirbæri sem lítið er gert úr í nútíma samfélagi. Siðfágun er fegrun og lagfæring siða.  Að vera siðfágaður er að sýna sjálfum sér og öðrum virðingu! Að vera siðfágaður er að vera heiðarlegur og sjálfum sér samkvæmur.  Að vera siðfágaður er að njóta lífsins á forsendum lífsins og sýna gott fordæmi í orði og á borði.  

Að rækta samband sitt við lífið er að rækta sjálfan sig og aðra, að  halda utan um auðmýktina fyrir lífinu,  að dást að fegurðinni allstaðar og undrandi sjá hana oft þar sem síst skyldi halda að hún feldi sig.  Hneigja sig og bjóða lífinu upp í dans.  Rækta samband sitt við daðrið sem lífið þarf svo á að halda. 

En einhverstaður einhverntímann duttu stjórnmál úr tengslum við nútímamanninn.  Kjaftapólítík kalla sumir stjórnmál dagsins í dag. Talað og lítið gert? Veit ekki en samt virðist sannleikskorn í þessu.  Loforðapólítík,  er list sem verður að engu ef hún er stunduð fyrir kosningar og svo gleymd þess á milli.  Að snúa áður gerðum loforðum upp í andhverfu sína er list sem mér finnst margir stunda og kunna í ofan á lag því miður illa.   Og einhverntímann var það einfaldlega kallað að svikja loforð eða stunda loforðaþvætti.   Menning er lífið þetta daglega líf og lífið er t.d. mengunarlaust loft til að anda að sér.  Menning er grænt gras til að ganga á.  Menning er myndlist, tónlist, veggjakrotalist og sönglist  og fólk sem hefur tíma til að njóta menningarinnar.  Tíminn í sjálfum sér er list og við þurfum tíma til að njóta menningarinnar.  Jarðgöng eru menningarlist sem skapa tíma og tengja okkur saman og svona má óendanlega halda áfram. 

Bútasaumur -  er listgrein sem ekki gengur að nota við skipulag á höfuðborgarsvæðinu!  

En það er lítil list í því að deila fram og aftur um vegi og brýr og byggja endalaus geymslurými fyrir börn og aldraða. Ef það er eingöngu til þess að við  hin getum misst okkur í græðgi og svalað fýsn okkar í meira dót.   Það er ekki menning og enn síður list að partaskipuleggja höfuðborgarsvæðið og sjá aldrei heildina ef það er valdagræðgi sem aftrar okkur frá því að gera rétt og vinna saman.  Þetta bútasaumsskipulag í stað heildarýfirsýnar verður okkur dýrkeypt í framtíðinni.  En við ávísun alltaf á framtíðina. 

Menningarheimur smákónga okkar. 

Lífið er fullt af smákóngum í turnum sínum sem halda aftur af framförum og listsköpun hins daglega lífs okkar af ótta við að missa vald sitt.   þess vegna er svo ósegjanlega vitlaust forgangsraðað í opinberumkerfum.  þessvegna hefur engin alvöru áhuga á forvarnarstarfsemi sem er í stjórnmálum.  Þetta tekur of langan tíma og pýramídastjórnkerfið einfaldlega best fyrir kónginn þaðan má deila og drottna.  Það eru menningarleg slys hvernig sjúkrahúsmálum og húsnæðismálum er stjórnað.   Fólk er aldrei í fyrirrúmi heldur óljósar þarfir hins hrædda stjórnanda í kerfinu.  Og óttastjórnuð græðgi heitir það víst líka að vilja ekki eða þora ekki að sleppa og leyfa öðrum að taka þátt í þessari stórkostlegu listsköpun sem líf okkar er.

Auðvitað er lífið list en ef gremja og öfund er látið ráða ferðinni verður svo erfitt að njóta hennar.  

Allt verður svo fúlt og við verðum þessi þunglynda og streitukennda þjóð sem er alltaf hamingjusöm í skoðanakönnunum.  Við lifum í sýndarveruleika sem við þorum ekki að stíga út úr.

Því ef við gerum það tekur lífið við og hversdagleikin í allri sinni dýrð og spurningin er hvort við ráðum við það.   Að sjá listina í hrafninum á girðingunni, í þvottinum sem blaktir á snúrunni,  í húsinu sem er í byggingu og hinn naglhreinsandi hamingjusama mann fyrir utan.  Getum við lifað í sátt við Guð og menn án þess að langa alltaf  í það sem nágranni okkar á? Ég veit ekki en það er áhugaverð list að sjá það fyrir sér og reyna að móta þessa drauma í raunveruleika okkar.

Gleðilegan 1. maí........................ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband