15.12.2008 | 11:24
Sparnaður sem veldur raunaukningu kostnaðar!
Ja hérna, er svo sem ekkert hissa! En sjá þau ekki að þessi sparnaður vegna leiguíbúða mun reynast dýrkeyptur. Fleiri nauðungarsölur, meira af flutningum, uppboðskostnaði og félagslega aðstoð verður að auka. Þessi sparnaður er enn ein árásin á það litla sem eftir stendur af raunverulegri aðstoð vegna húsnæðisskjóls!!
Hægt er að kaupa auðar íbúðir eða íbúðir á nauðungarsölu og breyta í leigu- eða hlutareignaríbúðir!
Fallið frá fjölgun leiguíbúða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:46 | Facebook
Athugasemdir
Það er bara haldið áfram að berja á litla manninum.
Þeir veiku eiga að fara að borga fyrir matinn á spítölunum og þeir fátæku munu ekki hafa kost á húsaskjóli.
Færri munu eiga kost á námi vegna niðurskurðar til háskólanna og LÍN.
Þetta er að verða flott þjóðfélag.
Ætli þau ætli að bjóða öllu þessu fólki sem lendir á götunni að gista í stofunni hjá sér þar sem þau ætla ekki að aðstoða það við að fá ódýrt leiguhúsnæði. Það væri kannski hægt að útbúa skýli fyrir heimilislausa í ráðherrabústaðnum.
Iris (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.