Mannréttindi brotin með vísitöluna að vopni!

Enn einu sinni er verið að benda okkur á að óbeisluð eignarstefna með markaðshyggjustjórnleysi er brot á grunnrétti hvers manns.  Grunnrétti til öruggs húsnæðis fyrir sig og sína!

Markaðurinn sveiflast upp og niður og skapar óörygggi hvað þá í verðbólgu með verðtryggð lán eigandans á móti óháðu lögmáli markaðarins. Það hefur alltaf legið fyrir að lán gæti farið yfir söluverð! Og sett svokallaðan eiganda í skuldafangelsi!  Því miður hefur aldrei félagslega hugsun norðurlandana náð hingað til lands. "Stattu þig" ekkert væl er frekar okkar leið! Að búa í öruggu húsnæði sem er óháð sveiflum markaðar og vísitölu er ekki á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar. 

Nú er sagt að það sé eðlilegt að verðtryggð lán hækki helmingi meir en nýjar tekjur ríkissjóðs af áfengi og bensíni.  Það er líka sagt að ekkert sé hægt að gera þetta sé lögmál vísitölunnar.  Bull, auðvitað á að skoða samsetningi vísitölunnar, og taka út ákveðna þætti sem koma húsnæðismálum ekkert við.  Þannig mundi verðtryggð húsnæðislán hækka mun minna! Auk þess á að breyta leigu- og vaxtabætur í húsnæðisbætur sem miðast við að 25% af launum að hámarki fari í íbúð. Íbúð af eðlilegri stærð miðað við tekjur og fjölskyldu.  En svo má auðvitað byggja sjálfur það er val hvers og eins.

En engin alvöru húsnæðismarkaður er til á Íslandi! Engin sveitarfélög, félög eða samtök sem eiga og reka íbúðir til leigu eða hlutareignarkaupa.  Algjört rugl er á þessum markaði og við sjálf fórnarlömb getuleysis ráðamanna.  Engin stendur upp og þorir að breyta þessu frá grunni! Skoða allann húsnæðismarkaðinn og stjórna betur kostnaðinn við að búa í öruggu húsnæði.  Þetta verður ódýrara þegar upp er staðið.  Minna um óþarfa flutning, allskonar millikostnað og opinber lántökugjöld.  Og betra viðhald húsnæðis fylgir þessu, og ætti að vera ódýrara en í dag.

En hér þarf að skoða t.d. sænska búsetumarkaðinn og taka það besta þaðan og byggja upp öruggt skjól fyrir íslendinga. Fækkum nauðungarsölum og læknaheimsóknum íbúðarnotenda í nauðum!


mbl.is 25 til 30% lækkun þarf á fasteignamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband